Bakgrunnur
Velkomin(n) á
JonDan.is
.
Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.
Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.
Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.
Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".
JonDan.is
Blogg
Greinasafn
Myndir
Hver er maðurinn
Fyrir mitt minni
Minningabrot
Af öðrum toga
Fjölskyldufréttir/Fami...
Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
jan.
31
2011
Stjórnmál
Hóflegt gjald til 65 ára
Nú er að verða ljóst að hin svonefnda samningaleið verður ofan á við breytingar á fiskveiðistjórn. Þetta er sú leið sem menn komust næst að ná sátt um í sáttanefndinni sem skilaði áliti í haust. Úr sjávarútvegsráðuneytinu berast þær fréttir að þar sé unnið að frumvarpi í þessum anda.
Yfirlýsingar Björns Vals Gíslasonar benda líka til að innan stjórnarmeirihlutans muni ekki nást samstaða um að láta reyna á tilboðsleiðina, þrátt fyrir augljósa kosti hennar. En gott og vel. Það verður ekki á allt kosið. Stjórnmál eru list málamiðlana og hálfur sigur er betri en enginn.
Í sem stystu máli felur samningaleiðin í sér að ríkisvaldið og útgerðin geri með sér samninga um nýtingarrétt fiskistofnanna. Útgerðarmaðurinn tekur á leigu ákveðna aflahlutdeild til ákveðins tíma og gegn ákveðnu leigugjaldi. Hér skiptir augljóslega tvennt
meginmáli: tímalengdin og leigugjaldið.
Útgerðarmenn vilja væntanlega sækja fyrirmyndina til Magma og fá nýtingarrétt til 65 ára, með 65 ára framlengingarrétti gegn „hóflegu“ gjaldi. Þeir greiða nú þegar eitthvert málamyndagjald, sem ég geri ráð fyrir að þeir telji einmitt „hóflegt“. Þannig útfærð væri samningaleiðin beinlínis enn verri en núverandi ástand.
En ég hef reyndar enga trú á því að frumvarpið sem nú er í smíðum í ráðuneytinu líti þannig út. Fregnir herma að allt að 20% heildarkvótans fari í „potta“ og þær fiskveiðiheimildir verði nýttar sem byggðakvóti, til strandveiða eða nýliðunar í greininni.
Það liggur í hlutarins eðli að þegar „samningaleið“ er farin, skuli samið bæði um nýtingartíma og afgjald. Slíkir samningar mega hins vegar ekki verða handahófskenndir:
„Útgerðin Ýsuþorskur ehf öðlast með samningi þessum réttindi til að veiða 1.000 þorskýsugildistonn á ári í 10 ár og skal fyrir þau réttindi greiða 1.000.000,- krónur í ríkissjóð árlega á samningstímanum.“
Að því er samningstímann varðar, verður nefnilega að gera ráð fyrir að útgerðinni vinnist tími til að greiða niður fjárfestingu sína á samningstímanum. Að þessu leyti á ég ekki í neinum vandræðum með að taka undir með útgerðarmönnum.
Að því er leigugjaldið varðar, þarf það að vera sanngjarnt. Ekki „hóflegt“ heldur sanngjarnt á báða bóga. Ég hef ekkert á móti því að útgerðin hafi hagnað af rekstrinum, en ég geri á móti þá kröfu að eigandi auðlindarinnar hafi líka hagnað.
Þegar tveir eiga hlut að máli og þurfa að skipta á milli sín tapi – eða hagnaði – er oft sanngjarnt að skipta jafnt. Mætast á miðri leið er stundum sagt.
Og það vill svo til að þetta er hægt að reikna. Jón Steinsson bendir á slíka útreikninga í
Pressupistli
í dag og kemst að þeirri niðurstöðu að hlutur íslensku þjóðarinnar hefði samkvæmt þeim numið 22,5 milljörðum fyrir árið 2009. Ég hygg að Steingrímur J. Sigfússon tæki glaður við þeim peningum í sameiginlega sparibaukinn okkar.
Til baka
Efst á síðu
Skrá athugasemd
Tweet
X
Hafðu samband
Mitt nafn
*
Mitt netfang
*
*
Fyrirspurn
*
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Senda
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda
Mitt nafn
Mitt netfang
Athugasemd / efni:
X
Fréttabréf
Nafn
Netfang
*
*
Skrá netfang
Afskrá netfang
Fréttabréf í boði
Engin fréttabréf í boði.
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn
*
Netfang
Blogg / Vefsíða
Athugasemd
*
Talan í myndinni hér að ofan er
Skrá athugasemd