Bakgrunnur
Velkomin(n) á
JonDan.is
.
Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.
Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.
Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.
Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".
JonDan.is
Blogg
Greinasafn
Myndir
Hver er maðurinn
Fyrir mitt minni
Minningabrot
Af öðrum toga
Fjölskyldufréttir/Fami...
Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
mar.
30
2009
Stjórnmál
Meint eingangrun Samfylkingarinnar
Nú hafa allir flokkar lokið landsfundum sínum og mótað misóljós stefnumál fyrir kosningar. Fréttaskýrendur halda því fram hver í kapp við annan að Samfylkingin sé enn eina ferðina einangruð í Evrópumálum. Ég er ekki alls kostar sammála.
Ég held reyndar að nú þegar sé orðið nokkurn veginn fullljóst að eftir kosningar verði mynduð félagshyggjustjórn, hvort heldur núverandi stjórnarflokkar ná hreinum meirihluta eða þurfa áfram að reiða sig á Framsóknarflokkinn.
Helsta ágreiningsefnið varðandi aðildarumsókn virðist vera hvort þjóðaratkvæðagreiðslur eigi að vera ein eða tvær. Sú fyrri hefði þá þann eina tilgang að ganga úr skugga um hvort meiri hluti Íslendinga sé svo algerlega andvígur aðild, að einu gildi hvað stendur í samningnum, þegar og ef þar að kemur.
En nú vill svo til að í landsfundarsamþykkt Vinstri grænna er alls ekki gerð nein skýr krafa um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu. Þar segir einfaldlega: ?Landsfundur VG leggur áherslu á að aðild íslands að ESB eigi að leiða til lykta í þjóðaratkvæðagreiðslu.? Það er
því vel hugsanlegt að samkomulag takist um að sækja strax um aðild.
Ég vil líka nefna hér annan möguleika, sem vissulega hefði verið óhugsandi fyrir hrunið og búsáhaldabyltinguna: Sem sé þann að meirihluti Alþingis gæti samþykkt aðildarumsókn, þvert gegn vilja annars ? eða eins ? stjórnarflokksins, án þess að það hefði nein áhrif á stjórnarsamstarfið.
Ég held að það hafi loksins runnið upp fyrir nokkuð mörgum að Alþingi er í raun og veru sjálfstæð stofnun og á þar af leiðandi ekki að vera nein þrælaskista fyrir þá ríkisstjórn sem situr á hverjum tíma. Það kæmi mér ekki á óvart að Vinstri græn myndu einfaldlega virða slíka, lýðræðislega niðurstöðu.
En skyldi á hinn bóginn fara svo að ekki reyndist meirihluti fyrir því á þingi að leggja inn aðildarumsókn án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort það skuli yfirleitt gert, er það líka lýðræðisleg niðurstaða Alþingis, sem Samfylkin verður auðvitað að virða.
Það er alltaf grundvallaratriði að viðurkenna staðreyndir. Vilji meirihluti Alþingis tvöfalda atkvæðagreiðslu, þá er það bara þannig og þá þarf einfaldlega að drífa í þeirri fyrri sem fyrst.
Ég sé enga ástæðu til að óttast almenna atkvæðagreiðslu sem í grunninn snýst um það hvort þjóðin telji sig kunna að lesa.
En skyldi svo ólíklega fara að meiri hluti þjóðarinnar reynist ekki einu sinni vilja láta reyna á aðildarumsókn, er svo sem gott að hafa það á hreinu. Þá þurfum við nefnilega að huga að allt öðrum leiðum.
Og þegar ákveðið er hvaða veg skuli fara er alltaf gott að vita hvar á landakortinu maður er staddur.
Til baka
Efst á síðu
Skrá athugasemd
Tweet
X
Hafðu samband
Mitt nafn
*
Mitt netfang
*
*
Fyrirspurn
*
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Senda
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda
Mitt nafn
Mitt netfang
Athugasemd / efni:
X
Fréttabréf
Nafn
Netfang
*
*
Skrá netfang
Afskrá netfang
Fréttabréf í boði
Engin fréttabréf í boði.
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn
*
Netfang
Blogg / Vefsíða
Athugasemd
*
Talan í myndinni hér að ofan er
Skrá athugasemd