Bakgrunnur
Velkomin(n) á
JonDan.is
.
Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.
Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.
Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.
Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".
JonDan.is
Blogg
Greinasafn
Myndir
Hver er maðurinn
Fyrir mitt minni
Minningabrot
Af öðrum toga
Fjölskyldufréttir/Fami...
Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
jan.
26
2011
Almennt, Stjórnmál
Gundvallarspurningin
Úrskurður Hæstaréttar í gær kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Eftir á að hyggja hefði niðurstaðan samt átt að vera fyrirsjáanleg, a.m.k. lögfræðingum. Í sem stystu máli virðist að Alþingi hefði þurft að setja heildarlög um þessar kosningar og framkvæmd þeirra, en sleppa alveg að vísa í lög um kosningar til Alþingis.
Samkvæmt dóminum fer ekki milli mála að ýmis lagaskilyrði um framkvæmd kosninga voru ekki uppfyllt. Það kann að vera matsatriði hvort þessir annmarkar hefðu átt að leiða til ógildingar eða ekki, en það finnst mér ekki skipta höfuðmáli. Dómur Hæstaréttar gildir og fleira er ekki um það að segja.
Nú þurfa Alþingismenn að íhuga framhaldið og í því sambandi finnst mér grundvallarspurningin vera þessi: Er einhver minnsta ástæða til að ætla að þessir lögformlegu ágallar hafi haft áhrif á úrslit kosninganna? Framhaldið veltur á svarinu.
Svari menn spurningunni játandi, er ekki um annað að gera en að kjósa upp á nýtt. Sé svarið nei, getur Alþingi einfaldlega sjálft kosið þá 25 fulltrúa sem náðu kjöri á stjórnlagaþing. Það er einföld leið og verði hún farin, getur Stjórnlagaþing hafið störf á tilsettum tíma eins og ekkert hafi í skorist.
Það voru gallar á framkvæmd kosninganna. Augljósustu gallarnir, og þeir einu sem ég tók eftir á kjörstað, voru fólgnir í opnum kjörhólfum og svo því að ekki skyldi mega brjóta kjörseðilinn saman. Þetta dregur nokkuð úr kosningaleyndinni, en á móti kemur að ég skrifaði fjögurra stafa tölur á seðilinn. Jafnvel þótt einhver hefði horft yfir öxlina á mér, er hæpið að sá hinn sami hefði orðið margs vísari.
Aðrir ágallar þykja mér lítilsverðari og þegar á heildina er litið, virðist sem sagt að hægt hefði verið að fyrirbyggja alla formgallana með því einu að setja framkvæmdaratriðin inn í lögin, en sleppa alveg tilvísunum í lög um Alþingiskosningar. Sé sú tilgáta mín rétt, má segja að í henni felist fullnægjandi svar: Framkvæmdin hafði ekki áhrif á úrslitin.
Og þar með getum við litið á kjörbréfafólkið okkar sem „rétt“ kjörið að öllu öðru leyti en forminu.
Komist meiri hluti Alþingismanna að sömu niðurstöðu, er ekkert einfaldara en að eyða óvissunni með því að Alþingi samþykki ný lög og kjósi þetta sama fólk á Stjórnlagaþing. Gegn þessu hef ég aðeins séð tvær röksemdir:
Nefnt hefur verið að e.t.v. mætti líta svo á að með þessu væri gert lítið úr Hæstarétti eða verið að smokra sér fram hjá ákvörðun hans. Mér finnst þetta hæpin ályktun, en jafnvel þótt hún sé rétt, þá væri þetta ekki í fyrsta sinn sem íslensk stjórnvöld hafa gert lítið með ákvarðanir Hæstaréttar.
Þessa röksemd nefnir t.d.
Soffía Sigurðardóttir Eyjubloggari
- og til viðbótar það fordæmisgildi sem slík lagasetning gæti haft. Að fjölmörgum öðrum ólöstuðum er Soffía í hópi allra bestu bloggara og skrifar af rökfestu, skynsemi og yfirvegun. Í þessu efni er ég henni þó ósammála. Valdagírugir stjórnmálamenn, sem í framtíðinni kynnu að vilja sniðganga Hæstarétt, þurfa nefnilega ekkert fordæmi. Þar á ofan er það ekki endilega slæmt fordæmi að leiðrétta „tæknifeila“ hratt og án tilkostnaðar.
En verði sú skoðun ofan á að kjósa aftur, finnst mér ekki koma til greina að endurtaka sama leikinn, aðeins með nýjum formreglum. Staðreyndin er sú, að búið er að kjósa fulltrúa á stjórnlagaþing. Nýjar kosningar ættu því að snúast um að samþykkja þessa fulltrúa eða hafna þeim.
Þessu markmiði verður best náð með hefðbundnum listakosningum, sem þó yrðu ekki hlutfallskosningar, heldur næðu allir kjöri af þeim lista sem fengi flest atkvæði.
Stjórnlagaþingmennirnir höfðu allt þar til í gær gert ráð fyrir að vinna saman á þinginu og mér þykir eðlilegt að þeir sameinist um að bjóða sig fram á lista. Aðrir geta að sjálfsögðu sett saman aðra lista. En til að listar verði ekki of margir má krefjast mjög margra meðmælenda, svo sem 5-10 þúsund.
Slíkar kosningar geta farið fram á fullkomlega hefðbundinn hátt og þær skera úr um vilja þóðarinnar. Til að viljinn sé skýr og afdráttarlaus, gætum við leyft okkur tvær umferðir ef enginn listi nær hreinum meirihluta.
En áður en meiri hluti Alþingis tekur ákvörðun, þarf hann að svara grundvallarspurningunni: Höfðu ágallarnir áhrif á úrslitin.
Það er aðeins eitt sem ekki kemur til greina: Uppgjöf.
Til baka
Efst á síðu
Skrá athugasemd
Tweet
X
Hafðu samband
Mitt nafn
*
Mitt netfang
*
*
Fyrirspurn
*
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Senda
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda
Mitt nafn
Mitt netfang
Athugasemd / efni:
X
Fréttabréf
Nafn
Netfang
*
*
Skrá netfang
Afskrá netfang
Fréttabréf í boði
Engin fréttabréf í boði.
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn
*
Netfang
Blogg / Vefsíða
Athugasemd
*
Talan í myndinni hér að ofan er
Skrá athugasemd