Bakgrunnur
Velkomin(n) á
JonDan.is
.
Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.
Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.
Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.
Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".
JonDan.is
Blogg
Greinasafn
Myndir
Hver er maðurinn
Fyrir mitt minni
Minningabrot
Af öðrum toga
Fjölskyldufréttir/Fami...
Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
jan.
26
2011
Almennt, Stjórnmál
Dómurinn sem féll í skuggann
Ógilding Hæstaréttar á stjórnlagaþingskosningunum var ekki eini dómurinn sem féll í dag. Héraðsdómur Austurlands úrskurðaði um verðmæti þess vatns sem þar var tekið og veitt í gegnum Kárahnjúkavirkjun. Hæstaréttardómararnir dæmdu augljóslega samkvæmt lögum og ég ætla ekki að draga í efa að Halldór Björnsson héraðsdómari og meðdómendur hans hafi gert það líka.
Í rauninni er dómurinn fyrir austan talsvert markverðari en sá sem féll í Reykjavík.
Dómurinn fyrir austan fjallar um eitt af grundvallaratriðum stjórnarskrárinnar, friðhelgi eignarréttarins. „Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir.“ Það er þetta með „fullt verð“ sem vefst fyrir mér.
Vegna fjölda málsaðila og lengd
dómsins
, læt ég nægja að vísa í
frétt RÚV
og treysti því að þar sé rétt með farið. Niðurstaðan varð sú að dómurinn staðfesti niðurstöðu sérstakrar matsnefndar og verðmæti allra þessara vatnsréttinda telur dómurinn vera samtals 1,6 milljarðar króna.
RÚV hefur svo eftir Jónasi Guðmundssyni, formanni landeigendafélagsins, að samkvæmt þessari niðurstöðu séu öll nýtanleg vatnsréttindi á landinu tæpra 10 milljarða virði. Þetta er ekki nánar skýrt í fréttinni, en ég geri ráð fyrir að hann eigi við vatn sem nýta megi til virkjana. Og ég ætla líka að leyfa mér að gera ráð fyrir Jónas setji þessa tölu ekki fram bara sisona.
Hvað eru 10 milljarðar? Miklir peningar finnst mér. Jafnvel hæsti vinningur í Víkingalottóinu – að ofurtölunni meðtaldri – hefur held ég aldrei farið nema kannski rétt í einn skitinn milljarð. Öll virkjanleg vatnsréttindi á Íslandi jafngilda sem sagt heilum 10 gríðarstórum vinningum í Víkingalottói.
Af því að mig brestur ímyndunarafl til áætla hvað ég myndi gera við svo stóran vinning, finnst mér rétt að finna eitthvað annað til samanburðar, t. d. það að til að byggja sér hús þarf maður lóð – rétt eins og maður þarf vatn til að byggja sér virkjun.
Lóðir undir einbýlishús á Reykjavíkursvæðinu gengu kaupum og sölum og fóru vel yfir 10 milljónir árið 2007. Það er fín viðmiðunartala. Lóðir undir 10 einbýlishús í Reykjavík kosta þá 100 milljónir, lóðir undir 100 einbýlishús kosta milljarð og lóðir undir þúsund einbýlishús kosta 10 milljarða. Og þar með er töfratalan komin.
Í þúsund einbýlishúsum búa kannski að jafnaði 3.000 manns. Segjum 4.000 til að vera viss. Í Vestmannaeyjum búa nú ríflega 4.000 manns. Þar er örugglega rými fyrir þúsund einbýlishús.
Samanlögð vatnsaflsréttindi á Íslandi eru samkvæmt þessu ámóta mikils virði og lóðirnar undir Vestmannaeyjakaupstað. Bara lóðirnar. Að vísu að því tilskildu að þessar lóðir væru í Reykjavík.
Gengur þetta upp?
Nú skal ég fúslega viðurkenna að mér þykir ekki alls kostar viðurkvæmilegt að slík þjóðarverðmæti sem öll vatnsaflsverðmæti Íslands skuli hafa lent í höndum nokkur hundruð einstaklinga fyrir tilstilli kaupa, sölu og erfða í meira en þúsund ár.
Það er ósanngjarnt. En það er ekkert ósanngjarnara en að gömul bújörð á suðvesturhorninu skuli orðin margra milljarða virði fyrir það eitt að vera þar en ekki í Þistilfirði.
„Fullt verð“ segir eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Hvað um jafnrétti? Er það ekki líka tryggt í stjórnarskrá? Allavega ekki jafnrétti landshluta.
Og þar með komum við aftur að upphafinu. Dómurinn á Austurlandi sýnir mjög augljóslega fram á nauðsyn nýrrar stjórnarskrár með nýju og gjörbreyttu eignarréttarákvæði. Úrskurður Hæstarréttar í dag kemur í veg fyrir nýja stjórnarskrá – í bili.
Til baka
Efst á síðu
Skrá athugasemd
Tweet
X
Hafðu samband
Mitt nafn
*
Mitt netfang
*
*
Fyrirspurn
*
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Senda
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda
Mitt nafn
Mitt netfang
Athugasemd / efni:
X
Fréttabréf
Nafn
Netfang
*
*
Skrá netfang
Afskrá netfang
Fréttabréf í boði
Engin fréttabréf í boði.
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn
*
Netfang
Blogg / Vefsíða
Athugasemd
*
Talan í myndinni hér að ofan er
Skrá athugasemd