Bakgrunnur








Velkomin(n) á
JonDan.is.

Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.

Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.

Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.

Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".

Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
jan.

24


2011
Almennt, Stjórnmál
Gerum Vihjálm ánægðan
Samtök atvinnulífsins með Vilhjálm Egilsson í fararbroddi heimta niðurstöðu stjórnvalda í sjávarútvegsmálum fyrir gerð kjarasamninga. Krafan er auðvitað fáránleg í ljósi þess að fyrirkomulag fiskveiðistjórnunar hefur ekki áhrif á nema lítinn hluta fyrirtækja, einkanlega sjávarútvegsfyrirtækin.

Væri krafan einungis sett fram fyrir hönd LÍÚ mætti kalla hana sanngjarna. Eðlilega þurfa útvegsmenn að vita eitthvað um starfsumhverfi sitt næstu árin áður en þeir gera kjarasamninga til langs tíma. Þess vegna mætti heita skynsamlegt að kjarasamningar á vegum LíÚ yrðu teknir út úr og látnir gilda til 1. september. Flestir aðrir gætu samið til lengri tíma.

Það er forvitnilegt í þessu samhengi að líta aðeins á fjölda aðildildarfélaga SA og hlutföll, en þær tölur eru aðgengilegar á heimasíðu SA. Alls eiga 8 landssamtök aðild og innan þeirra vébanda eru 2.426 fyrirtæki. Af þeim eru útgerðarfyrirtæknin (LÍÚ) 190 eða 7,8%. Aðildarfyrirtæki SA sjá nú um 56.100 manns fyrir vinnu og þar af starfa um 4.700 fyrir fyrirtæki innan LÍÚ, eða 8,4%.

Það eru sem sagt 8% atvinnurekenda sem nú koma í veg fyrir að 92% launþega, hjá fyrirtækjum innan SA, fái nýja kjarasamninga. Og 2.236 atvinnurekendur í öðrum greinum eru tilbúnir í hörð verkfallsátök til að sýna þessum 190 sægreifum samstöðu. Það er nokkuð merkilegt.

En við gætum svo sem gert Vilhjálmi Egilssyni og 190-menningunum það til geðs að afgreiða sjávarútvegsmálin hratt og örugglega. Til þess þarf bara að vinda sér í að semja tvö frumvörp til nýrra fiskveiðistjórnunarlaga, annað um samningaleiðina, sem tryggir útvegsmönnum lítið breytt ástand, en hitt um tilboðsleiðina, sem tryggir þjóðinni sanngjarnan arð af fiskveiðiauðlindinni.

Svo skulum við leyfa þjóðinni að kjósa um þessi tvö frumvörp. Með úrslitunum er allri óvissu eytt og hægt að gera nýja kjarasamninga.

Ef sæmilega vel er haldið á spöðunum ætti þjóðaratkvæðagreiðslan að geta farið fram í lok mars eða snemma í apríl.

Ég sé hvorki fljótlegri né auðveldari leið til að gera Vilhjálm Egilsson ánægðan. Er hann ekki alveg örugglega traustur lýðræðissinni?




1
jan.

25

00:05


2011


Þetta er ekkert eðlilega brilljant hjá þér vinur!


2
jan.

25

12:43


2011
Einar Árnason


Sjávarútvegurinn stendur á bakvið 40% útflutningsverðmæta landsins.

Ég er nokkuð viss um að ef sjávarútvegurinn fer í uppnám fylgja mun fleiri fyrirtæki í kjölfarið.

Samtök fiskvinnslustöðva eru t.d. innan SA líka, þar eru 130 fyrirtæki. Ég er nokkuð viss um að þeim sé umhugað að óvissu í sjávarútvegi sé eytt.

Svo eru þar samtök fjármálafyrirtækja, hvað ætli mörg fyrirtæki þar séu háð því að sjávarútvegurinn geti staðið við sínar skuldbindingar.


3
jan.

25

16:19


2011


Þorgeir: Takk :-)

Einar: Sjávarútvegurinn stendur á bakvið 40% útflutningsverðmæta landsins - án tillits til þess hver veiðir fiskinn.

Sjávarútvegurinn fer ekki í uppnám. Við höldum áfram að veiða fisk. Verstu glæfragreifarnir fara á hausinn hvor leiðin sem verður fyrir valinu. Sumir eru þegar farnir. Aðrir og skynsamari menn taka við.

Öllum er umhugað um að óvissu í sjávarútvegi sé eytt. Uppstokkun kerfisins hefur engin áhrif á sjálfstæð fiskvinnslufyrirtæki.

Vanskil og gjaldþrot hafa áhrif á banka. En hvor leiðin sem valin verður, má efast um að ástandið verði öllu verra en þegar er fyrirsjáanlegt. Og með innheimtu afgjalds fær ríkið dálitla peninga upp í þessa hít.


4
jan.

26

00:03


2011
Magnús Gunnarsson


Jón ég tel afar miklar líkur á því að útgerðarmenn standi saman og það komi til með að reynast stjórnvöldum afar þungur róður að þvinga þá til samninga er ekki viss um að þetta stjórnarsamstarf þoli þann slag.


5
jan.

26

00:43


2011


Magnús: Því miður bendir ýmislegt til að þú hafir rétt fyrir þér. En þótt ég hafi vissulega skrifað pistilinn af ákveðinni gamansemi, væri hér samt komin aðferð til að mála LÍÚ út í horn.

Því má bæta við að eftir að hafa skrifað þetta blasti við mér í Fréttablaðinu í morgun að MMR hefði samkvæmt beiðni LÍÚ gert skoðanakönnun sem sýndi að meirihluti þjóðarinnar væri fylgjandi samningaleiðinni.

Ekki fylgdi sögunni hvernig spurningin var orðuð. En LÍÚ getur varla staðið gegn þjóðaratkvæðagreiðslu eftir þetta.

Góðar þakkir fyrir heiðarlega og einlæga athugasemd.










X
Hafðu samband

Mitt nafn


Mitt netfang


Fyrirspurn




Talan í myndinni hér að ofan er





X
Senda


Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda


Mitt nafn


Mitt netfang


Athugasemd / efni:





X
Fréttabréf

Nafn


Netfang




Fréttabréf í boði

Engin fréttabréf í boði.






Talan í myndinni hér að ofan er






X



Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn


Netfang


Blogg / Vefsíða


Athugasemd



Talan í myndinni hér að ofan er




Skrá athugasemd