Bakgrunnur
Velkomin(n) á
JonDan.is
.
Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.
Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.
Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.
Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".
JonDan.is
Blogg
Greinasafn
Myndir
Hver er maðurinn
Fyrir mitt minni
Minningabrot
Af öðrum toga
Fjölskyldufréttir/Fami...
Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
des.
24
2010
Almennt
Indverjinn og Kínverjinn - í tilefni jóla
Jólin eru sá tími ársins sem okkur þykir við hæfi að gleðja aðra. Og vissulega gerum við það. Það er svo sem alltaf gaman að opna pakka á aðfangadagskvöld. En erum við ekki fyrst og fremst að gleðja okkur sjálf? Flest fáum við miklu fleiri jólapakka en við höfum nokkra þörf fyrir og innihaldið er ekki alltaf það sem við höfum mesta þörf fyrir. Flest vantar okkur í rauninni ekki neitt. En til eru aðrir sem við mættum kannski hugsa oftar til.
Í tilefni jóla- og gjafagleðinnar langar mig að segja tvær sannar sögur. Sagan um Indverjann er frá 1977:
Vorveturinn 1977 vann ég í sláturhúsinu í Kävlinge á Skáni í Svíþjóð. Þar voru saman komin margra þjóða kvikindi. Ég þykist muna rétt að hálfsmánaðarlega höfum við fengið um 1.500,- sænskar krónur útborgðar. Allir fóru beint á pósthúsið til að leysa út ávísunina.
Meðal vinnufélaganna var Indverji sem ýmist hélt eftir 50,- eða 350,- krónum af laununum sínum. Hitt fór beint í póstávísun til fjölskyldunnar heima. Ég spurði hann einu sinni hvernig hann kæmist af með þetta og skýring var einföld. Herbergið sem hann leigði kostaði sem sé 300,- krónur.
Að öðru leyti kvaðst hann lifa góðu lífi á samtals 100,- kr. sænskum á mánuði. „Auk hrísgrjónanna get ég leyft mér þann munað að drekka te,“ man ég að hann sagði nokkurn veginn orðrétt.
Þetta varð mér umhugsunarefni.
Fáeinum árum síðar leigði ég herbergi á stúdentagarði í Stokkhólmi og hafði frumkvæði að því að halda „gangspartý“. Allir áttu að leggja eitthvað af mörkum, hjálpast að við að elda, borða og drekka. Þannig var hugsunin að við sem hvort eð var bjuggum þarna saman, næðum að kynnast og verða a.m.k. góðir kunningjar.
Allir tóku þessu vel – nema einn.
Kínverjinn á ganginum kvaðst ekki hafa efni á neinu slíku. Sagðist ekki hafa annað en styrk frá heimalandinu til að lifa af. Ég sagði honum að það sama gilti um okkur öll.
„Nei,“ svaraði hann. „Þið ákveðið ekki framfærsluþörfina sjálf.“ Og ég varð að játa að okkur þætti helvíti hart að fá svo litla peninga að heiman sem raun bar vitni.
„Þú misskilur mig,“ svaraði sá kínverski. „Kínversku stúdentarnir í Stokkhólmi koma saman árlega og ákvarða peningaþörfina. Við ráðum sjálf hversu mikið við fáum.“
Auðvitað spurði ég hann nánar: Í ljós kom að kínversku stúdentarnir komu sér saman um eina upphæð til að lifa af, og svo mismunandi viðbætur til bókakaupa eftir námsgreinum. Ekki kom til greina að biðja Kínverska Alþýðulýðveldið um aukreitis „vasapeninga“ fyrir „óvæntum útgjöldum“.
Að sjálfsögðu bauð ég honum að sækja samkvæmið á minn kostnað. En hann afþakkaði. Hann útskýrði ástæðuna ágætlega og ég held að óhætt sé að draga hana saman í gamalt, íslenskt máltæki: „Æ sér gjöf til gjalda“.
Mér verður iðulega hugsað til þessara tveggja manna: Indverjans sem lifði á hrísgrjónum og leyfði sér þann munað að drekka te – og Kínverjans sem fékk sjálfur að ákvarða sér lífeyri í námi í framandi landi.
Um þessi jól verður mér hugsað til Haítibúa sem misstu höfuðborgina sína nánast í heilu lagi í jarðskjálfta í upphafi ársins. Um 250 þúsund manns fórust. Þarna búa um 10 milljónir manna á landskika sem samsvarar fjórðungi Íslands að stærð. Þjóðartekjur þessara 10 milljóna eru talsvert lægri en þjóðartekjur 318 þúsund Íslendinga og flestir Haítibúar lifa á 2 dollurum, eða um 235 krónum, á dag.
Kæru lesendur. Gleðileg jól!
Til baka
Efst á síðu
Skrá athugasemd
Tweet
X
Hafðu samband
Mitt nafn
*
Mitt netfang
*
*
Fyrirspurn
*
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Senda
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda
Mitt nafn
Mitt netfang
Athugasemd / efni:
X
Fréttabréf
Nafn
Netfang
*
*
Skrá netfang
Afskrá netfang
Fréttabréf í boði
Engin fréttabréf í boði.
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn
*
Netfang
Blogg / Vefsíða
Athugasemd
*
Talan í myndinni hér að ofan er
Skrá athugasemd