Bakgrunnur
Velkomin(n) á
JonDan.is
.
Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.
Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.
Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.
Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".
JonDan.is
Blogg
Greinasafn
Myndir
Hver er maðurinn
Fyrir mitt minni
Minningabrot
Af öðrum toga
Fjölskyldufréttir/Fami...
Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
nóv.
26
2010
Stjórnmál
Sá á kvölina ...
Sá á kvölina sem á völina, segir gamalt máltæki og þann sannleika finna nú margir á eigin skinni. Það er ekki auðvelt að velja að hámarki 25 manna hóp úr 522 frambjóðendum nema þá helst með því að beita einhvers konar handahófsaðferð.
Ýmsir bloggarar hafa útskýrt hver sína aðferð, sumir í gamansemi en aðrir á alvarlegri nótum og ég ætla hér með að bætast í síðartalda hópinn, ef vera kynni að sú lýsing gagnist einhverjum sem hyggjast ganga frá listanum sínum í kvöld.
Ég byrjaði á að ákvarða hvaða málefni mér þættu sjálfum brýnust og raðaði þeim í forgangsröð. Því næst velti ég fyrir mér hvort rétt væri að útiloka einhverja tiltekna hópa frambjóðenda. Ég fann tvo slíka hópa.
Mér þykir alls ekki koma til álita að kjósa fólk sem auglýsir sig. Til þess eru tvær ástæður: Þessir frambjóðendur sýna þar með að þeir vantreysta mér til að velja sjálfur. Hins vegar eru þeir öðrum líklegri til að vera haldnir persónulegum metnaði. Slíka fulltrúa vil ég ekki. Ég vil fólk sem býður sig fram til þjónustu. A.m.k. einn frambjóðandi sem ég hefði annars kosið mjög ofarlega, fauk út af listanum vegna auglýsinga.
Hinn hópurinn er svonefnt „þjóðþekkt“ fólk. Þessir frambjóðendur hafa óhjákvæmilega forskot á aðra. Mér finnst það óheppilegt, en treysti mér þó ekki til útiloka fólk alveg á þessum forsendum, heldur lét það sæta harðari skoðun en aðra frambjóðendur. Tvö þjóðkunn andlit enduðu þó á listanum.
Nú hófst leitin að réttu frambjóðendum. Ég eyddi talsverðum tíma í lestur á
Kosning.is
, en vegna fjöldans er óraunhæft að velja frambjóðendur eingöngu þar. Ég prófaði auðvitað
DV
, en það var ekki fyrr en
Sigtið
hans Thors Kummer kom til sögunnar, sem mér fannst ég hafa alvöru hjálpartæki í höndunum.
Það reyndist enginn hörgull á frambjóðendum sem voru mér meira eða minna sammála í meginatriðum og því reyndist vandalaust að uppfyllta tvö sjálfsögð skilyrði: Annars vegar kynjajafnrétti og hins vegar jafnræði milli suðvesturhornsins og landsbyggðarinnar. Rétt er að taka fram að persónulegir kunningjar fóru einfaldlega í gegnum sömu síur og aðrir.
Í síðustu umferð yfirfór ég listann og reyndi að meta sáttfýsi frambjóðendanna. Mér þykir nefnilega miklu skipta að á stjórnlagaþinginu náist sem best samstaða um nýja stjórnarskrá. Með því vinnst tvennt: Líklegra er að afraksturinn verði í samræmi við vilja stórs meirihluta þjóðarinnar og um leið verður Alþingismönnum erfiðara að laumast með puttana í þetta grundvallarplagg.
Þannig þóttist ég að lokum hafa sett saman lista góðs fólks sem ég treysti, fór í Laugardalshöllina og kaus með góðri samvisku.
PS:
Ég mæli eindregið með
Sigtinu
. Þessi síða byggist á spurningum DV og sækir upplýsingar þangað, en er margfalt hentugra tæki. Um leið og valið hefur verið svar við einni spurningu breytist röð frambjóðenda og strax eftir tvær spurningar fæst yfirsýn yfir alla sem gefa nákvæmlega sömu svör. Fljótlegt er að sjá svör einstaks frambjóðanda með því bera músarbendilinn yfir (svör) lengst til hægri. Og hér má hreinsa listann og byrja upp á nýtt hvenær sem er.
Á hinn bóginn er rétt að nota hjálparkjörseðilinn á
Kosning.is
. Hann er þægilegur í viðmóti og auðveldur viðfangs.
Til baka
Efst á síðu
Skrá athugasemd
Tweet
X
Hafðu samband
Mitt nafn
*
Mitt netfang
*
*
Fyrirspurn
*
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Senda
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda
Mitt nafn
Mitt netfang
Athugasemd / efni:
X
Fréttabréf
Nafn
Netfang
*
*
Skrá netfang
Afskrá netfang
Fréttabréf í boði
Engin fréttabréf í boði.
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn
*
Netfang
Blogg / Vefsíða
Athugasemd
*
Talan í myndinni hér að ofan er
Skrá athugasemd