Bakgrunnur








Velkomin(n) á
JonDan.is.

Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.

Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.

Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.

Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".

Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
nóv.

25


2010
Almennt, Stjórnmál
Varð einhver hissa?
Já, reyndar verður ekki betur séð í fréttum og bloggheimum en ýmsir hafi orðið hissa á Hæstarétti, sem í dag dæmdi ábyrgðarmenn til að greiða Sparisjóði Vestmannaeyja skuld konu sem farið hafði í gegnum greiðsluaðlögun. Meira að segja löglærður viðskipta- og efnahagsráðherra lét í ljós vonbrigði sín.

Þessi dómur kom mér ekki á óvart. Maður þarf ekki að vera löglærður til að skilja eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Það er tiltölulega einfalt og skýrt. Þetta ákvæði er hins vegar ósanngjarnt, en það er því miður allt annað mál. Beiting ákvæðisins í þessu tiltekna máli og öðrum svipuðum særir réttlætiskennd margra, en það er líka allt annað mál.

Eignarréttarákvæðið nær sem sé ekki bara yfir eignir venjulegs fólks, heldur líka skuldirnar. Skuld lánþega er eign lánveitandans. Og það að skrifa upp á sjálfskuldarábyrgð jafngildir því að taka á sig skuld. Þetta er ekkert nýtt.

Stjórnarskráin er öðrum lögum æðri og þess vegna þýðir ekkert fyrir Alþingi að samþykkja lög um aðra meðferð mála en stjórnarskráin kveður á um. Slík lög eru á endanum dæmd ómerk í Hæstarétti, rétt eins og gerðist í dag. Það má eiginlega heita merkilegt að Alþingismenn skuli vera svo skyni skroppnir að þeir geri sér ekki grein fyrir þessu.

Nú er það að vísu svo, að rétt eins gildir um önnur lög getur þurft að túlka eignarréttarákvæðið. Frá réttlætissjónarmiði getur okkur virst túlkunin röng. Það hugleiddi ég lítils háttar í pistli 6. október. Og þetta sama ákvæði stjórnarskrárinnar varð mér líka umhugsunarefni í pistli 21. nóvember.

Eignarréttarákvæðið í sinni núverandi mynd er orðið svo fjarstæðukennt og á skjön við almenna réttlætiskennd, að við það verður ekki lengur unað. Það gagnast auðmönnum og fjármálafyrirtækjum og færir að auki stöku landeigendum á suðvesturhorninu milljarða eða tugi milljarða. En á móti traðkar það mannréttindi almennings niður í skítinn.

Dómurinn í dag vekur vonandi frambjóðendur til stjórnlagaþings til meðvitundar um nauðsyn þess að stjórnlagaþingið breyti þessu ákvæði þannig að það tryggi eignarrétt og mannréttindi venjulegs fólks, fremur en fjármálastofnana.

Því miður hefur eignarréttarákvæðið ekki verið mikið til umræðu en stöku frambjóðendur virðast þó hafa hugleitt það. Ég hef áður nefnt Jórunni Eddu Helgadóttur og nú í kvöld sé ég að Páll Blöndal og Soffía Sigurðardóttir eru sama sinnis.

Vonandi fjölgar þeim eftir tíðindi dagsins.












X
Hafðu samband

Mitt nafn


Mitt netfang


Fyrirspurn




Talan í myndinni hér að ofan er





X
Senda


Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda


Mitt nafn


Mitt netfang


Athugasemd / efni:





X
Fréttabréf

Nafn


Netfang




Fréttabréf í boði

Engin fréttabréf í boði.






Talan í myndinni hér að ofan er






X



Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn


Netfang


Blogg / Vefsíða


Athugasemd



Talan í myndinni hér að ofan er




Skrá athugasemd