Bakgrunnur
Velkomin(n) á
JonDan.is
.
Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.
Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.
Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.
Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".
JonDan.is
Blogg
Greinasafn
Myndir
Hver er maðurinn
Fyrir mitt minni
Minningabrot
Af öðrum toga
Fjölskyldufréttir/Fami...
Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
nóv.
24
2010
Almennt
Samviskulausir skíthælar
Það lærist margt á langri ævi og æ færra sem kemur manni á óvart. Samt kemur enn fyrir að ég verði hissa. Og ég varð beinlínis yfir mig undrandi í gær, þegar ég sá í fréttum að á svínabúum eru ungir geltir geltir án deyfingar. Dýralæknar koma hvergi nærri.
Þeir siðgeldu menn sem hér reka svínabú rétt eins og hverjar aðrar verksmiðjur kalla sig „svínabændur“. Rekstur þeirra á ekkert skylt við búskap. Þessir menn eru ekki bændur, heldur gróðapungar sem einskis svífast til að græða peninga. Bændur umgangast skepnur sínar af nærgætni og tillitssemi.
Það vill reyndar svo til að hægt er að ná sama árangri með því að sprauta lyfi í grísina. En þeirri aðferð þora þessir menn ekki að beita. Þeim er nefnilega umhugað um sín eigin eistu. Þau gætu hætt að makka rétt ef menn styngju sjálfa sig í ógáti.
„Við þurfum að breyta þessu,“
sagði Sigurborg Davíðsdóttir
, dýralæknir og formaður dýraverndarráðs í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Það var allt og sumt!
Veit formaður dýraverndarráðs ekki að þessir siðgeldu gróðapungar eru sekir um refsiverða háttsemi, sem samkvæmt
dýraverndarlögum
varðar allt að tveggja ára fangelsi?
Af hverju er formaður dýraverndarráðs ekki fyrir löngu búin að kæra? Af hverju er ekki fyrir löngu búið að koma lögum yfir þessa samviskulausu skíthæla?
Opinber játning
liggur fyrir.
Eftir ábendingu Birgis Stefánssonar hér að neðan bæti ég inn vísun í síðu Gísla Ásgeirssonar,
Málbeinið
, þar sem sjá má umræddar geldingar á stuttu myndbandi.
Til baka
Efst á síðu
5
Skrá athugasemd
1
nóv.
24
19:57
2010
Ragnar Eiríksson
Hafirðu einhvern tíma séð geldingu á smágrís þá hlýturðu að vita að þetta er svo lítil aðgerð að varla tæki að tala um kæmi þetta fyrir okkur mannfólkið! Það eru afleiðingarnar sem eru stærri (og verri fyrir okkur!). Ef gelt er á réttum tíma - innan 2 vikna frá goti vel að merkja. Það tekur því engan veginn að deyfa og aðgerðin yrði ekkert betri þó dýralæknir kæmi að henni. Það sést varla blóðdropi.
Miklu verra er þegar lömb og kálfar eru "marin", þ.e. kólfurinn er marinn sundur - það er aðgerð sem ætti að banna en tangir til að gera þetta eru seldar hér. Það er reyndar svo margt annað sem þyrfti að laga í meðferð dýra að gelding smágrísa er hjóm í þeim samanburði - það má bara nefna gripaflutningana á sauðfé, nautgripum og ekki sýst hrossum.
2
nóv.
24
21:14
2010
Jón Dan
Sæll Ragnar.
Skurðaðgerð er óhjákvæmilega sársaukafull, að ekki sé minnst á hitt, að samkvæmt lýsingu eru eistun slitin úr grísunum. Magn blæðingar segir ekkert um sársauka. Þetta er einfaldlega dýraníðsla og varðar við lög. Svo einfalt er það.
Það eru reyndar um 15 ár síðan ég var síðast viðstaddur geldingu. Þá notaði dýralæknir töng til að vana veturgamlan hrút og beitti að sjálfsögðu deyfingu.
Ég get tekið undir að langflutningar búfjár eru til skammar. Fækkun sláturhúsa gekk á sínum tíma langt út fyrir velsæmismörk frá dýraverndarsjónarmiði og margir bændur hafa einmitt kvartað undan því, að þurfa að misbjóða skepnum sínum með landshornaflutningum til slátrunar.
Ég er ekki vanur að vera mjög orðljótur í pistlum mínum, en sem gömlum sveitastrák ofbýður mér þetta gersamlega.
3
nóv.
24
21:28
2010
Birgir Stefáns
Ertu búinn að sjá myndbandið á malbein.net
Fer örugglega fyrir brjóstið á einhverjum.
Eg verð að játa að eg hefði eki haft brjóst ímér til að gera þetta í sveitinni í den.
4
nóv.
24
22:05
2010
Jón Dan
Takk fyrir þessa ábendingu, Birgir. Bætti við tilvísun á Málbeinið hans Gísla.
5
nóv.
25
12:36
2010
-DJ-
Nú bætast svo við fréttir af bændum sem aldrei hleypa kúm út úr fjósi.
Ekki kæri ég mig um að kaupa mjólk af þeim, en hef enga valkosti nema þá að sniðganga mjólkurvörur alveg.
Þetta er nb. ólöglegt, og er nú í fyrsta sinn sektað fyrir slík brot.
Tweet
X
Hafðu samband
Mitt nafn
*
Mitt netfang
*
*
Fyrirspurn
*
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Senda
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda
Mitt nafn
Mitt netfang
Athugasemd / efni:
X
Fréttabréf
Nafn
Netfang
*
*
Skrá netfang
Afskrá netfang
Fréttabréf í boði
Engin fréttabréf í boði.
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn
*
Netfang
Blogg / Vefsíða
Athugasemd
*
Talan í myndinni hér að ofan er
Skrá athugasemd