Bakgrunnur








Velkomin(n) á
JonDan.is.

Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.

Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.

Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.

Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".

Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
okt.

28


2010
Stjórnmál
Hvað kostar mannslíf?
Það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt við það að heilbrigðisþjónusta sé nú rekin á færri stöðum á landinu en um miðja síðustu öld. Samgöngur hafa batnað svo mjög að nú má víða komast 100 km á skemmri tíma en þá tók að fara 20 km leið. Það er sem sagt ferðatíminn sem skiptir máli og reyndar ekki síður ferðaöryggið.

Það er sem sé ekki nóg að hægt sé að fljúga með lífshættulega veikan sjúkling frá Ísafirði eða Vestmannaeyjum til Reykjavíkur á rúmum hálftíma, ef flugvélin kemst ekki í loftið vegna veðurs. Og þótt tiltölulega fljótfarið sé nú frá Húsavík til Akureyrar, kemur það fyrir lítið ef Víkurskarð er ófært. Að ætla sér að bjarga lífi Seyðfirðings á Neskaupsstað að vetrarlagi, verður ekki kallað neitt annað en brjálæði.

Þar sem svo háttar til að ekki er fyllilega öruggt að unnt sé að koma sjúklingi í bráðaaðgerð annars staðar hvað sem líður veðri og færð, verður að vera skurðstofa. Það er líka afar misráðið að ætla sér að flytja öll sjúkrarými til Reykjavíkur. Þeir sem af einhverjum ástæðum þurfa að liggja á sjúkrahúsi um tíma eiga að fá að vera sem næst sínum heimaslóðum og geta notið heimsókna ættingja og vina.

Gamalt fólk á af sömu ástæðum að fá að liggja banaleguna í heimahéraði. Það eru svo sjálfsögð mannréttindi, að ekki ætti einu sinni að þurfa að minnast á þau.

Í framtíðinni kann að mega sameina heilbrigðisþjónustu, t.d. á Mið-Austurlandi, á einum stað, en fyrst þarf að bora þar nokkur göng. Fullkomlega öruggar samgöngur og stuttar ferðaleiðir eru forsenda slíkrar sameiningar og þurfa því að koma fyrst. Nema menn vilji kannski setja saman verðskrá yfir mannslíf. Slíka verðskrá gæti verið forvitnilegt að sjá.

Almennt á svo að láta af þeim ósið og frekju að koma öllum sköpuðum hlutum fyrir í Reykjavík. Nú er svo komið að suðvesturhornið er orðið einum allsherjar flóttamannabúðum. Það er nefnilega á misskilningi byggt að allt þetta fólk langi svona mikið að búa hér. Fólk hefur streymt á suðvesturhornið vegna þess að hér hafa öll atvinnutækifæri verið sett niður. Og það hefur ekki verið gert vegna þess að ekki mætti koma þeim fyrir annars staðar.

Og fyrir þá sem ímynda sér að byggðastefna sé bæði óþörf og dýr má benda á að það eru ekki Reykvíkingar sem halda landsbyggðinni uppi með fjárframlögum. Reykjavík er þvert á móti afæta sem mergsýgur landsbyggðina. Nærri önnur hver skattakróna af landsbyggðinni skilar sér ekki heim, heldur er étin upp í Reykjavík.

Spurningin er því ekki sú hvort Reykvíkingar hafi efni á að reka sjúkrahús á landsbyggðinni, heldur hvort landsbyggðin hafi efni á að byggja nýtt stórsjúkrahús fyrir Reykvíkinga.

Fróðleiksþyrstir lesendur geta glöggvað sig betur á þessum peningamálum með því að skoða fyrirlestur sem Þóroddur Bjarnason prófessor hélt á Ísafirði um daginn.

Fyrirlesturinn tekur ekki nema 19 mínútur í flutningi og er bráðskemmtilegur.












X
Hafðu samband

Mitt nafn


Mitt netfang


Fyrirspurn




Talan í myndinni hér að ofan er





X
Senda


Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda


Mitt nafn


Mitt netfang


Athugasemd / efni:





X
Fréttabréf

Nafn


Netfang




Fréttabréf í boði

Engin fréttabréf í boði.






Talan í myndinni hér að ofan er






X



Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn


Netfang


Blogg / Vefsíða


Athugasemd



Talan í myndinni hér að ofan er




Skrá athugasemd