Bakgrunnur
Velkomin(n) á
JonDan.is
.
Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.
Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.
Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.
Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".
JonDan.is
Blogg
Greinasafn
Myndir
Hver er maðurinn
Fyrir mitt minni
Minningabrot
Af öðrum toga
Fjölskyldufréttir/Fami...
Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
okt.
22
2010
Almennt, Stjórnmál
Hagkvæm útgerð
DV segir í dag frá
Hólmgrími Sigvaldasyni í Grindavík
sem fljótt á litið virðist trúlega reka eitthvert allra hagkvæmasta útgerðarfélag á Íslandi. Hann hefur síðustu 4 ár veitt 11.000 tonn af fiski og látið sér nægja um þriðjung venjulegs aflaverðmætis.
Hólmgrímur er að sjálfsögðu leiguliði.
Vegna þess að ég er illa að mér um verðmæti fiska, jafnt veiddra fiska sem óveiddra, fletti ég upp á vef
Fiskistofu
. Þar sýnist mér að í dag hafi verið leigð tæp 28 tonn af þorski. Kílóverðið var að meðaltali 243 kr. Hæsta verð var 290 kr. en það lægsta 220 kr.
Á vef
RFS
(Reiknistofu fiskmarkaða) má svo sjá, að meðalverð á þorski í uppboðssölu á innlendum fiskmörkuðum hafi í dag verið 325 kr. Ef miðað er við lægsta leiguverð, fær Hólmgrímur leiguliði þá 105 kr. í sinn hlut fyrir hvert kíló.
Síðustu 4 ár hefur hann „leigt, veitt og unnið um 11.000 tonn af fiski“, segir orðrétt í DV. Má vera að þar hafi fleiri fiskar komið við sögu en þorskar. Má líka vera að fiskvinnslan hafi skilað einhverjum aukaarði sem Hólmgrímur hafi getað nýtt á móti leigunni.
Hólmgrímur neyðist nú til að hætta og gefur tvær ástæður: Leiguverðið er of hátt og óveiddur fiskur að auki illfáanlegur. En hann tekur líka fram að útgerð hans sé skuldlítil.
Ég sé ekki betur en þessi maður hafi rekið útgerðarfyrirtæki sitt af ótrúlegri hagkvæmni, ráðdeild og útsjónarsemi. Miðað skuldsetningu útgerðarfyrirtækja yfirleitt, hlýtur að vera leitun að slíkum manni.
Ég lærði seint og illa að reikna, en ágætur kunningi minn, Excel að nafni, útskýrir fyrir mér að Hólmgrímur gæti hafa borgað rúma 2 milljarða í leigu fyrir þessi 11 þúsund tonn, en samt haft milljarð í afgang til að greiða starfsfólki, borga húsaleigu o.s.frv.
Ég legg til að við leyfum Hólmgrími að endurráða sitt fólk og halda áfram að veiða og vinna aflann. Til að tryggja honum starfsgrundvöll gætum við gefið honum 50% afslátt af leigugjaldinu. Hann myndi þá „aðeins“ skila ríkiskassanum 250 milljónum á ári.
Þessi litla, hagkvæma útgerð myndi skila 250 milljónum á ári.
Mér finnst það ívið sniðugra en að hann borgi 500 milljónir á ári ofan í rassvasa einhvers prívatútgerðarmanns.
Og að sjálfsögðu gerum við sömu arðkröfur til allra annarra útgerða. Ég spurði reyndar Excel, vin minn, hversu miklu þetta gæti skilað í þjóðarveskið árlega, en ég þarf greinilega að bíða eftir svarinu.
Við þessa spurningu féll nefnilega Excel gamli sjálfur í yfirlið.
Til baka
Efst á síðu
1
Skrá athugasemd
1
okt.
22
22:10
2010
aagnarsson
Flottur!
Tweet
X
Hafðu samband
Mitt nafn
*
Mitt netfang
*
*
Fyrirspurn
*
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Senda
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda
Mitt nafn
Mitt netfang
Athugasemd / efni:
X
Fréttabréf
Nafn
Netfang
*
*
Skrá netfang
Afskrá netfang
Fréttabréf í boði
Engin fréttabréf í boði.
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn
*
Netfang
Blogg / Vefsíða
Athugasemd
*
Talan í myndinni hér að ofan er
Skrá athugasemd