Bakgrunnur
Velkomin(n) á
JonDan.is
.
Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.
Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.
Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.
Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".
JonDan.is
Blogg
Greinasafn
Myndir
Hver er maðurinn
Fyrir mitt minni
Minningabrot
Af öðrum toga
Fjölskyldufréttir/Fami...
Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
sep.
29
2010
Almennt, Stjórnmál
80% orkunnar gufa upp
Af allri þeirri jarðvarmaorku sem streymir upp við Kröflu, nýtum við aðeins 14%. Væri gufan líka látin hita vatn mætti nýta 85%. Þetta þýðir að rúmlega 80% nýtanlegrar orku eru hreinlega látin gufa upp, engum til gagns.
Sigurður Grétar Guðmundsson vekur athygli á þessu í
grein í Fréttablaðinu
í gær og ber Kröfluvirkjun saman við aðrar jarðvarmavirkjanir þar sem heit vatnsgufa úr iðrum jarðar er fyrst látin snúa rafmagnstúrbínum, en að því loknu notuð til að hita upp vatn sem síðan er nýtt til húshitunar. Með þessu móti nýtast 85% heildarorkunnar.
En í Kröfluvirkjun er bara framleitt rafmagn. Aðeins 14% orkunnar nýtast til þeirrar framleiðslu. Sigurður stingur upp á að í grennd við Kröflu verði reist ylræktarver sem fullnægt gæti stórum hluta af grænmetisþörf landsmanna og um leið skapað mikla atvinnu.
Sjálfur hef ég því miður minna en ekkert vit á orkunýtingu, en leyfi mér að gera ráð fyrir að Sigurður viti um hvað hann er að tala. Og þá er hér um að ræða orkuframkvæmd sem ráðast ætti í án tafar. Hér má skapa atvinnu og spara gjaldeyri. Og auðvitað er beinlínis glæpsamlegt að nýta ekki orku sem þegar er búið að virkja.
Grein Sigurðar er athyglisverðasta blaðagrein sem ég hef lesið í langan tíma. Ég mæli eindregið með henni.
Til baka
Efst á síðu
7
Skrá athugasemd
1
sep.
29
18:04
2010
Jóhann F. Kristjánsson
Að sjálfsögðu er þetta áhugaverð hugmynd og hefur verið skoðuð vandlega í gegnum tíðina. Vandinn er hins vegar sá að varminn einn er ekki nóg til ræktunar. Einnig þarf rafmagn til lýsingar. Þar stendur hnífurinn í kúnni. Raforkuverð til smárra kaupenda er bara of hátt og fer hækkandi vegna skuldastöðu orkufyrrtækja. Flutningur á markað er einnig vandamál sem erfitt er að eiga við, auk hárra skatta, gríðarhárra vaxta og óstöðugs verðlag.
Svo, ræktun með afgangshita verður ekki komið á nema með langtíma stefnumörkun þar sem löggjafinn leggur sitt af mörkum til að tryggja starfsskilyrðin.
Á Íslandi tíðkast slíkt ekki nema fyrir álver og varla þó.
2
sep.
29
18:30
2010
Jón Dan
Þetta er auðvitað rétt athugað, Jóhann. Raforkuverð til gróðurhúsaræktunar er allt of hátt. Gróðurhúsabændur eru stórnotendur og á að skilgreina þá sem slíka.
Hér kemur það líka til að þjóðhagsleg hagkvæmni er mikil í formi gjaldeyrissparnaðar. Það mál þarf að sjálfsögðu að taka fyrir í leiðinni.
3
sep.
29
18:51
2010
Dagný Reykjalín
Vek athygli á hóp á facebook:
http://www.facebook.com/group.php?gid=108368176566&ref=ts
Þar eru ýmis rök tekin til, t.d. þau að grænmetisstóriðja myndi stórauka fæðuöryggi Íslendinga og vöruþróun í hátæknigróðurhúsinu eykur fjölbreytni í íslenskri ræktun. Einnig væri hægt að hugsa sér frekari hráefnisvinnslu á matvælum til útflutnings, t.d. pestó, tómatsósa, súrar gúrkur osfr.
4
sep.
29
19:14
2010
Helga Jónsdóttir
Mér finnt að það mætti íhuga fleira en gróðurhúsaræktun. Skil t.d. ekki hvers vegna enginn bóndi skuli hafa byrjað ræktun á klettasalati og öðrum slíkum tegundum í stórum stíl yfir sumarmánuðina. Þetta vex eins og arfi á Melum í Hrútafirði án nokkurs jarðhita og í litlum lofthita (suma daga). Þessi jarðargróði er fluttur inn og kostar í búðum allt að 6 þús. kr. kílóið - og fölnar um leið og pokinn er opnaður. Eitthvað mundi þetta líklega vaxa með heitavatnslögn undir!
5
sep.
29
20:50
2010
Jón Dan
Takk Dagný, fyrir þessa ábendingu. Ég gerðist samstundis meðlimur í hópnum þínum.
Sammála þér líka Helga. Auðvitað á að rækta hérlendis þær matjurtir sem auðveldlega spretta.
Á uppvaxtarárum mínum í Hrútafirðinum reyndi fólk að vera sjálfu sér nóg um sem flestan mat og ýmsar ?fínni? matjurtir voru ræktaðar í skjóli sunnan við fjósið. Það er reyndar enn gert allvíða, en vafalaust mætti rækta margvíslegt grænmeti fyrir markað - utan gróðurhúsanna.
6
sep.
29
21:17
2010
Gunnar Tryggvason
Því miður er ekkert vit að bera saman nýtnitölur í varmavinnslu annars vegar og raforkuvinnslu hinsvegar - annað lögmál varmafræðinnar kennir okkur það. Eini skynsamlegi samanburðurinn er hagkvæmni. Ef hagkvæmt er að nýta lághita til upphitunar gróðurhúsa þá er um að gera að láta verða af því.
7
sep.
29
22:06
2010
Jón Dan
Þetta þekkir þú vafalaust betur en ég, Gunnar, enda er ég fávís um orkuvinnslu. En þarna er 60 MV-virkjun og einhvern veginn finnst manni liggja nokkuð beint við að nýting umframhitans hljóti að vera hagkvæm, að ekki sé nú minnst á þá 150 MV-viðbótarvirkjun sem um hefur verið rætt.
Það hlýtur að dæmast rétt vera að hagkvæmnin verði a.m.k. skoðuð vandlega.
Tweet
X
Hafðu samband
Mitt nafn
*
Mitt netfang
*
*
Fyrirspurn
*
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Senda
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda
Mitt nafn
Mitt netfang
Athugasemd / efni:
X
Fréttabréf
Nafn
Netfang
*
*
Skrá netfang
Afskrá netfang
Fréttabréf í boði
Engin fréttabréf í boði.
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn
*
Netfang
Blogg / Vefsíða
Athugasemd
*
Talan í myndinni hér að ofan er
Skrá athugasemd