Bakgrunnur
Velkomin(n) á
JonDan.is
.
Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.
Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.
Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.
Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".
JonDan.is
Blogg
Greinasafn
Myndir
Hver er maðurinn
Fyrir mitt minni
Minningabrot
Af öðrum toga
Fjölskyldufréttir/Fami...
Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
sep.
23
2010
Stjórnmál
Svín eru jafnari en önnur dýr
Allir skulu vera jafnir fyrir lögum. Eignamenn skulu þó jafnari en aðrir. Þannig hljóðar 65. grein stjórnarskrárinnar ekki. En þannig er henni samt framfylgt. Samkvæmt 72. grein er eignarétturinn friðhelgur. Þeirri grein er framfylgt á svipaðan hátt.
Sjálf stjórnarskráin virðist nú helsti þröskuldur í vegi nauðsynlegra umbóta og leiðréttinga. 72. greinin (fyrri málsgreinin) hljóðar svo: „Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir.“
Í praxís gildir þetta þó ekki um allar eignir, heldur fremur um eignir auðmanna. Eignir venjulegs fólks má gera upptækar fyrir hálfvirði eða minna. Sá sem lendir í vanskilum með 600 þúsund króna skuld, en á bíl sem er millljón króna virði, missir bílinn sinn á uppboði. Á uppboðinu fer bíllinn kannski fyrir 500 þúsund. Eftir standa 100 þúsund plús innheimtu- og uppboðskostnaður. Kemur þá fullt verð fyrir?
Hefði fullt verð komið fyrir bílinn, væri málið þar með úr sögunni og skuldarinn ætti kannski dálitla peninga afgangs. En svo er aldeilis ekki. Hann telst enn skulda, rándýrri lögmannainnheimtu haldið áfram og svo er íbúðin boðin upp næst. Allt telst þetta víst í góðu samræmi við lög og stjórnarskrá.
En þegar Alþingi mannar sig loksins upp í að setja lög um skuldaaðlögun, almenningi til hagsbóta, kveður við annan tón. Þá er eignaréttur á skuldum og ábyrgðum allt í einu friðhelgur samkvæmt stjórnarskrá.
Kannski væri reynandi að beita einmitt þessu eignaréttarákvæði stjórnarskrárinnar til að hamla aðeins gegn græðgi bankanna. Fólk sem missir íbúðina sína á uppboð, er það með skyldað til að láta af hendi þinglýsta eign sína. Mætti ekki reyna að krefjast þess fyrir rétti að fyrir hana kæmi fullt verð samkvæmt fasteignamati.
Þegar við hjónin vorum í íbúðakaupahugleiðingum fyrir nokkrum árum, skoðuðum við m.a. íbúð sem banki hafði leyst til sín á nauðungaruppboði. Ásett verð var innan við tveir þriðju af því sem mér sýndist geta verið almennt markaðsverð. Og fyrir svo sem 20 árum fékk efnaður kunningi minn forláta einbýlishús á besta stað í bænum fyrir andvirði blokkaríbúðar. Hann hafði ágæt kunningjatengsl inn í bankann, sem keypt hafði húsið á nauðungaruppboði.
Það eru sem sé ekki allir jafnir fyrir lögunum. Orwell hafði rétt fyrir sér. Svínin eru jafnari.
Til baka
Efst á síðu
Skrá athugasemd
Tweet
X
Hafðu samband
Mitt nafn
*
Mitt netfang
*
*
Fyrirspurn
*
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Senda
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda
Mitt nafn
Mitt netfang
Athugasemd / efni:
X
Fréttabréf
Nafn
Netfang
*
*
Skrá netfang
Afskrá netfang
Fréttabréf í boði
Engin fréttabréf í boði.
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn
*
Netfang
Blogg / Vefsíða
Athugasemd
*
Talan í myndinni hér að ofan er
Skrá athugasemd