Bakgrunnur








Velkomin(n) á
JonDan.is.

Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.

Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.

Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.

Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".

Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
ágú.

29


2010
Almennt
Einn moli um málnotkun
Á Akureyri hefur nú verið opnuð ný menningarmiðstöð og gegnir líklega ekki ósvipuðu hlutverki og félagsheimilum í sveitum var ætlað þegar ég var ungur maður. Húsinu hefur verið valið nafnið Hof. Ekki nenni ég að láta þetta fara í taugarnar á mér, en mér finnst nafngiftin satt að segja heldur óviðeigandi.
Orðið „hof“ merkir trúarmusteri heiðinna manna og þar eð hérlendis er starfandi trúfélag sem heitir Ásatrúarfélagið, mætti kalla eðlilegt að þetta félag hefði óskrifaðan einkarétt á þessu heiti fyrir samkomuhús sín.


Orðið „hof“ merkir trúarmusteri heiðinna manna og þar eð hérlendis er starfandi trúfélag sem heitir Ásatrúarfélagið, mætti kalla eðlilegt að þetta félag hefði óskrifaðan einkarétt á þessu heiti fyrir samkomuhús sín.

Skyldi nokkrum Akureyringi hafa dottið í hug að láta þetta hús heita „Kirkja“, „Moska“ eða „Musteri“? Ég held ekki. Hvernig stendur þá á því að öllum skuli þykja sjálfsagt að nota megi heitið „hof“ um hvaða byggingu sem er?

Skýringin er ekki flókin. Hún felst í yfirgengilegri frekju ísklensku þjóðkirkjunnar.

Í barnaskóla var mér kennd „rétt orðnotkun um trúarsamkomuhús“. Þessi „rétta“ orðnotkun var á þann veg að bænahús kristinna manna hétu „kirkjur“, en samkomuhús ýmissa „villutrúarmanna“ úti í hinum stóra heimi bæri að kalla „hof“.  Heitið „musteri“ var nefnt sérstaklega. Það skyldi einungis notað um musteri gyðinga í Jerúsalem, sem sé musteri Salómons.

Löngu síðar komst heitið „moska“ inn í íslenskt mál. Það er nú almennt notað um bænahús múslíma.

Á þeim tungumálum sem ég þekki til er orðið „tempel“ (komið af latneska heitinu templum) almennt notað um hús til trúariðkunar annarra en kristinna og múslíma. Eðlilegasta þýðingin er „musteri“. Musteri Salómons heitir á ensku „Solomon‘s Temple“. Helgihús Búddista heita sama nafni á ensku „Buddhist temple“. Og heitið „tempel“ er notað á öllum Norðurlandamálum.

Ég hef þýðingar að aðalstarfi og orðið „tempel“ eða „temple“ þýði ég yfirleitt sem musteri.  Mér dytti aldrei í hug að nota orðið „Búddahof“ en það er t.d. alsiða hjá þeirri einu fréttastofu sem hægt er að bera minnstu virðingu fyrir, fréttastofu Ríkisútvarpsins.

Það er svo sannarlega kominn tími til að losna við þessa þjóðkirkju og sjálfskipuð yfirráð hennar á öllum sköpuðum hlutum, þar með orðanotkun í íslensku máli.

Og fyrst á annað borð er búið að reisa „hof“ á Akureyri, legg ég til að það verði án frekari tafa afhent Ásatrúarfélaginu.

Ef ekki, legg ég til að nafni tónlistarhússins „Hörpunnar“ við Reykjavíkurhöfn verði breytt. Það skal framvegis kallað „Kirkja“. Sú nafngift er ámóta viðeigandi og „Hof“ á Akureyri.












X
Hafðu samband

Mitt nafn


Mitt netfang


Fyrirspurn




Talan í myndinni hér að ofan er





X
Senda


Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda


Mitt nafn


Mitt netfang


Athugasemd / efni:





X
Fréttabréf

Nafn


Netfang




Fréttabréf í boði

Engin fréttabréf í boði.






Talan í myndinni hér að ofan er






X



Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn


Netfang


Blogg / Vefsíða


Athugasemd



Talan í myndinni hér að ofan er




Skrá athugasemd