Bakgrunnur








Velkomin(n) á
JonDan.is.

Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.

Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.

Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.

Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".

Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
ágú.

27


2010
Stjórnmál
Besti flokkurinn kemst ófærar leiðir
Jón Gnarr og félagar hans í Besta flokknum virðast nú hafa tekið stefnuna á ýmis konar framþróun og umbætur sem „venjulegir stjórnmálamenn“ gætu trúlega aldrei leyft sér. Besti flokkurinn er að fikra sig inn á leiðir sem öllum öðrum væru algerlega ófærar.

Skýrasta dæmið er að finna í ummælum Páls Hjaltasonar, nýs formanns Skipulagsráðs, í frétt á Visir.is (Fréttablaðinu) í dag. Hann er þar sagður vilja þrengja veg einkabílsins í borginni og t.d. velta því fyrir sér að loka Bankastræti fyrir bílum. Þess í stað á að auka almenningssamgöngur.

Einkabílum hefur hér alltaf verið gert hærra undir höfði en strætisvögnum. Um leið og umferðarhnútar taka að myndast á ákveðnum stað og tíma, þarf alltaf að leggja meira land undir vegi fyrir einkabíla.

Engum virðist detta í hug að gera þveröfugt: Þrengja enn frekar að einkabílum á þessum stöðum og leyfa bílstjórunum að horfa á strætisvagnana þjóta hjá á sérmerktri akrein, hvern á fætur öðrum.

Vítahringurinn er augljós: Fólk tekur bílinn vegna þess að maður þarf að bíða of lengi eftir strætó og strætó gengur svona sjaldan vegna þess að enginn notar strætó – nema börn og gamalmenni. Þetta heitir á ensku „Catch 22“.

Sagt er að tvær leiðir séu færar til að koma asna úr sporunum: Það má berja hann með svipu – eða sýna honum gulrót. Ég er sjálfur í þeim hópi sem nota bílinn minn frekar en strætó. Þess vegna ætla ég að hlífa „almenningi“ og setja sjálfan mig hér í stað asnans.

Hvað þarf til að ég taki strætó niður í bæ frekar en að setjast inn í bílinn?

Ég held að ég þyrfti bæði svipu og gulrót. Annars vegar myndi ég hugsa mig um ef ég þyrfti að borga þúsundkall í hvert skipti sem ég fer t.d. vestur fyrir Snorrabraut. Hins vegar væri ég tilleiðanlegri að fara með strætó ef ég gæti verið viss um að þurfa aldrei að bíða lengur en 5 mínútur.

Ég hef oft velt þessu fyrir mér. Og í rauninni alltaf komist að sömu niðurstöðu. Það væri trúlega pólitískt sjálfsmorð fyrir hvaða stjórnmálamann eða flokk sem er, að standa fyrir slíkum breytingum.

En Besti flokkurinn getur það. Ég held ekki að Jón Gnarr hafi hugsað sér að sækjast eftir endurkjöri í borgarstjórastólinn og sennilega gildir svipað um flest af þessu fólki sem öllum á óvart vann næstum því meirihluta í kosningunum í vor.

Besti flokkurinn þarf ekki að hugsa um næstu kosningar og getur þess vegna tekið skynsamlegar ákvarðanir, alveg sama hversu hundóvinsælar þær verða, án þess að hafa minnstu áhyggjur af pólitískri framtíð sinni. Besti flokkurinn getur þar með farið leiðir sem öllum öðrum væru kolófærar.

Og það er gott.

Þar að auki minnir mig að til væri hugtak sem kallað var „þjóðhagsleg hagkvæmni“. Ég heyrði það aldrei nefnt á árunum fyrir hrun. En kannski mætti endurvekja það núna.












X
Hafðu samband

Mitt nafn


Mitt netfang


Fyrirspurn




Talan í myndinni hér að ofan er





X
Senda


Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda


Mitt nafn


Mitt netfang


Athugasemd / efni:





X
Fréttabréf

Nafn


Netfang




Fréttabréf í boði

Engin fréttabréf í boði.






Talan í myndinni hér að ofan er






X



Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn


Netfang


Blogg / Vefsíða


Athugasemd



Talan í myndinni hér að ofan er




Skrá athugasemd