Bakgrunnur
Velkomin(n) á
JonDan.is
.
Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.
Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.
Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.
Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".
JonDan.is
Blogg
Greinasafn
Myndir
Hver er maðurinn
Fyrir mitt minni
Minningabrot
Af öðrum toga
Fjölskyldufréttir/Fami...
Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
júl.
22
2010
Stjórnmál
Auðlindir og nýtingarréttur
Einhvers staðar sá ég nýlega viðtal við Guðfríði Lilju Grétarsdóttur, þar sem hún sagði efnislega, að í skák þyrfti að hugsa næsta leik út frá stöðunni eins og hún væri, en ekki eins og hún hefði verið, hefði maður ekki leikið af sér fyrr í skákinni. Mér finnst mikilvægt að halda þessu einfalda atriði til haga.
Því miður er það svo í mannlegri tilveru að ekki er alltaf alveg ljóst hvernig staðan er. Þetta gildir t.d. í Magma-málinu. Þar liggur ekki alveg á borðinu hvort kaupin séu riftanleg eða ekki. Hitt er þó jafnvel enn verra, að þótt þessi kaup væru augljóslega riftanleg, hafa hvorki ríkissjóður né sveitarfélög bolmagn til yfirtaka hlut Magma.
Líklegasta niðurstaðan virðist því sú að kaupunum verði ekki rift ? hversu dapurlegt sem okkur kann að finnast það.
Með þá stöðu fyrir framan sig á taflborðinu, má svo hugsa næsta leik. Aðaleigandi Magma hefur boðið Björk Guðmundsdóttur að kaupa 25% hlut í HS Orku á sömu kjörum og hann keypti sjálfur. Hann kveðst hafa boðið lífeyrissjóðunum hið sama. Lífeyrissjóðirnir geta verið viss um að þetta er arðbær fjárfesting. Og 25% af HS Orku í almannaeigu gegnum lífeyrissjóðina er skárra en ekki neitt.
Iðnaðarráðherra vill reyna að semja við Magma um að stytta nýtingarréttinn. Takist það má líka segja að það sé skárra en ekki neitt. Næðist hvort tveggja mætti kannski kalla það örlítinn varnarsigur.
Meginatriði málsins er nefnilega ekki hvort auðjöfur sem eignast nýtingarrétt á íslenskri auðlind er kanadískur, þýskur eða þess vegna íslenskur. Meginatriðin sýnast mér vera tvö: Að ríkiskassinn og/eða sveitarfélögin fái í sinn hlut sanngjarna leigu og ekki síður að leigutíminn nái ekki lengra en inn í fyrirsjáanlega framtíð.
Að láta af höndum nýtingarrétt yfir stórum jarðvarmaauðlindum til samtals 130 ára er auðvitað svo galið að óskiljanlegt er hvernig nokkrum manni gat dottið það í hug. En um það tjóir ekki að fást. Sá afleikur er þegar leikinn í þessari skák.
HS Orka er kannski töpuð fyrir bragðið, en ef staðan á taflborðinu er sú, þá verður að miða næsta leik við þá stöðu.
Og næsti leikur er varnarleikur. Þótt HS Orka sé stórfyrirtæki, fylgir þar sem betur fer ekki nema brot af auðlindum Íslands. Nú gildir að verja allt hitt. Strax á næsta þingi þarf að breyta auðlindalögum og setja strangar skorður við gildistíma nýtingarréttarsamninga.
Heildstæð auðlindalöggjöf krefst vafalaust meiri undirbúnings, en hún má samt ekki bíða of lengi.
Og stjórnlagaþingið þarf auðvitað líka að búa þannig um hnútana að skyndilegt einkavæðingarbrjálæði Alþingismanna geti ekki bitnað á þeim sjálfsögðu réttindum þjóðarinnar að eiga sjálf helstu auðlindir sínar.
Til baka
Efst á síðu
Skrá athugasemd
Tweet
X
Hafðu samband
Mitt nafn
*
Mitt netfang
*
*
Fyrirspurn
*
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Senda
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda
Mitt nafn
Mitt netfang
Athugasemd / efni:
X
Fréttabréf
Nafn
Netfang
*
*
Skrá netfang
Afskrá netfang
Fréttabréf í boði
Engin fréttabréf í boði.
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn
*
Netfang
Blogg / Vefsíða
Athugasemd
*
Talan í myndinni hér að ofan er
Skrá athugasemd