Bakgrunnur
Velkomin(n) á
JonDan.is
.
Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.
Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.
Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.
Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".
JonDan.is
Blogg
Greinasafn
Myndir
Hver er maðurinn
Fyrir mitt minni
Minningabrot
Af öðrum toga
Fjölskyldufréttir/Fami...
Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
jún.
28
2010
Stjórnmál
Er pólitísk uppstokkun framundan?
Eftir flokkafundi helgarinnar gera ýmsir því skóna að framundan geti verið talsverð uppstokkun á íslenska flokkakerfinu. Helst er rætt um að ESB-sinnar í Sjálfstæðisflokknum kljúfi sig út og stjórnarandstöðuarmurinn í VG stofni nýjan og harðskeyttari vinstri flokk. Hvort tveggja gæti gert íslenskum stjórnmálum gott, en mér þykir þó líklegra að menn gugni þegar á hólminn kemur.
Hugmyndin um klofning Sjálfstæðisflokksins virðist reyndar njóta nokkurs fylgis, t.d. ef marka má viðbrögð við
pistli Guðbjörns Guðbjörnssonar
í morgun. Ýmsir málsmetandi Sjálfstæðismenn eru yfirlýstir ESB-sinnar og þegar átakalínan um ESB er nú sett upp sem spurning um hvort draga eigi aðildarumsóknina til baka, verður ekki óhugsandi að ályktunin sem samþykkt var á aukalandsfundinum geti orðið kornið sem fyllir mælinn.
Allt önnur staða er uppi innan VG. Þar var svipaðri tillögu vísað til málefnaþings í haust. Flokksforysta glímir engu að síður við mikinn vanda, þar eð hluti þingflokksins er svona hálfpartinn í stjórnarandstöðu. Fyrir bragðið er ríkisstjórnin eiginlega eins konar minnihlutastjórn.
Það er sem sagt ákveðin gerjun í stjórnmálunum og unnt að sjá fyrir sér ýmsa möguleika.
Ég sé að pistill minn frá í gær hefur vakið nokkra athygli, en þar mælti ég með því að Framsóknarflokkurinn gengi til liðs við ríkisstjórnina. Gerðist það, mætti um leið telja líklegt að ósveigjanlegustu þingmenn VG færu endanlega í stjórnarandstöðu og í framhaldinu liggur nokkuð beint við að flokkurinn klofni.
Geri ESB-sinnar í Sjálfstæðisflokknum alvöru úr því að stofna nýjan flokk, sem til viðbótar fengi þokkalegt fylgi í könnunum, opnast sá möguleiki að boða fljótlega til kosninga og mynda síðan einhvers konar miðjustjórn, sem væri nógu öflug til að halda ESB-umsókninni til streitu ásamt því að geta tekist á við aðsteðjandi vandamál af meiri festu en núverandi ríkisstjórn hefur þingfylgi til.
Uppstokkun flokkakerfisins væri að mörgu leyti bæði ákjósanleg og spennandi. Og áhrifin gætu orðið víðtæk. Sjálfstæðisflokkurinn yrði ekki lengur jafn stór og valdamikill og áður og þyrfti að sætta sig við langar setur í stjórnarandstöðu. Tveggja flokka stjórnir yrðu fágætari en fyrr, en stjórnarsamstarf á miðjunni kynni að verða algengara.
Auðvitað eru þetta allt vangaveltur og byggja ekki á neinum grunni. En það er líka allt í lagi að leyfa sér stöku sinnum þann munað að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn.
Til baka
Efst á síðu
Skrá athugasemd
Tweet
X
Hafðu samband
Mitt nafn
*
Mitt netfang
*
*
Fyrirspurn
*
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Senda
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda
Mitt nafn
Mitt netfang
Athugasemd / efni:
X
Fréttabréf
Nafn
Netfang
*
*
Skrá netfang
Afskrá netfang
Fréttabréf í boði
Engin fréttabréf í boði.
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn
*
Netfang
Blogg / Vefsíða
Athugasemd
*
Talan í myndinni hér að ofan er
Skrá athugasemd