Bakgrunnur
Velkomin(n) á
JonDan.is
.
Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.
Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.
Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.
Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".
JonDan.is
Blogg
Greinasafn
Myndir
Hver er maðurinn
Fyrir mitt minni
Minningabrot
Af öðrum toga
Fjölskyldufréttir/Fami...
Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
jún.
26
2010
Stjórnmál
Tökum Framsókn í sátt
Framsóknarflokkurinn stendur á vissum tímamótum. Þingflokkurinn má heita alveg endurnýjaður. Sú flokksforysta sem bakaði flokknum verðskuldaðar óvinsældir og almenna fyrirlitningu, er horfin og kemur aldrei aftur.
Segja má að flokkurinn sé nýr. Að einhverju leyti má líkja honum við ungling sem ekki hefur gert upp við sig hvaða stefnu eigi að taka í lífinu og um þetta má sjá glögg merki á Alþingi. Áratugum saman hefur maður varla heyrt Framsóknarmenn nefna samvinnufélög á nafn, en þetta virðist vera að breytast og má þar sérstaklega vísa til Eyglóar Harðardóttur.
Það skiptir miklu máli hvernig þessi nýi Framsóknarflokkur þróast. Fer hann aftur í hjólför Halldórs Ásgrímssonar og verður hægri flokkur sem helst kýs að starfa með Sjálfstæðisflokknum? Eða endurvekur hann kannski samvinnuhugsjónina? Þá verður samstarf við Samfylkinguna eðlilegur valkostur.
Svo mikið er víst að Nýi Framsóknarflokkurinn sýndi réttan lit í upphafi árs 2009 þegar hann varði núverandi vinstri stjórn falli fyrstu mánuðina.
Nú blasir við að ríkisstjórnin getur tæpast kallast meirihlutastjórn. Það þýðir einfaldlega að hún þarf breiðari stuðning. Og sá stuðningur getur bara komið úr einni átt ? frá Nýja Framsóknarflokknum.
Ég sé engin stór tormerki á að Framsóknarflokkurinn bætist við þessa ríkisstjórn. Fyrir utan hið augljósa verkefni að endurreisa samfélagið eftir hrun, eru stærstu mögulegu ágreiningsmálin sennilega fjögur: ESB, Icesave, almenn skuldaleiðrétting og kvótakerfið.
Um Icesave virðist ríkja sæmileg sátt milli allra flokka. Þeir Framsóknarþingmenn sem eru andvígir ESB-aðild þurfa ekki að breyta afstöðu sinni , heldur aðeins koma í veg fyrir að aðildarumsóknin verði dregin til baka og sjá þannig til þess að þjóðin fái að taka afstöðu þegar ljóst er hvernig samningurinn lítur úr. Það er ekki stór fórn.
Framsóknarmenn hafa lengi talað fyrir almennri skuldaleiðréttingu. Flokkurinn fengi nú þetta stóra stefnumál sitt í gegn, enda nokkuð augljóst eftir Hæstaréttardóminn um gengislánin, að það er pólitískt og siðferðilega ógerlegt að neita öðrum lántakendum um sanngjarna og almenna úrlausn. Jafnvel útsendarar AGS ættu að skilja það.
Kvótamálið stendur út af. Á því verður einfaldlega að finna lausn. Sú lausn þarf að vera í samræmi við þann vilja meginþorra landsmanna að fiskveiðiauðlindinni sé ekki úthlutað ókeypis til auðmanna. Og vel að merkja er fyrning aflaheimilda hreint ekki eina leiðin að því marki.
Framsóknarflokkurinn var í upphafi aldarinnar kominn mjög langt frá upphafi sínu og ekki bara vegvilltur, heldur kominn í hækjuhlutverk, gegn einhvers konar endurgjaldi. En hér er rétt að minna á að forysta Samfylkingarinnar gerði sig seka um nokkurn veginn alveg sama heiladauða eftir kosningarnar 2007.
Báðir flokkarnir virðast hafa snúið frá villu síns vegar. Báðir flokkarnir hafa skipt um forystu. Þinglið beggja flokka endurnýjaðist talsvert í síðustu kosningum, en Framsóknarflokkurinn gekk þó mun lengra. Það ber að virða. Ekki síður ber þó að virða hinn nýja tón sem nú má vel greina, þrátt fyrir ?hefðbundin skyldublótsyrði? þingmanna í stjórnarandstöðu.
Mér finnst kominn tími til að vinstri flokkarnir, og reyndar þjóðin öll, taki Framsókn í sátt.
Til baka
Efst á síðu
3
Skrá athugasemd
1
jún.
26
21:33
2010
Jóhannes Laxdal
Þessi stjórn er komin að fótum fram. Fundahöld helgarinnar staðfestu þá pólitísku krísu sem flokkarnir eru í. Því var spáð að það tæki lágmark tvennar kosningar að hreinsa út spillta stjórnmálamenn af þingi. Ég hygg að það sé rétt. Við eigum ekki að vera hræddir við kosningar Jón. Þessi stóru ágreiningsmál sem þú nefndir verður að útkljá í þjóðaratkvæðagreiðslum og stjórnarslit núna og nýjar kosningar myndu örugglega skýra vilja þjóðarinnar.
2
jún.
26
22:16
2010
Jón Dan
Takk fyrir þessi viðbrögð, Jóhannes.
Ég hef nokkuð mótaðar skoðanir á flestu því sem þú tilgreinir og hyggst gera grein fyrir þeim í pistlum næstu daga. Hér ætla ég að nefna tvennt:
1. Ég er ákafur fylgismaður þjóðaratkvæðagreiðslna. Því miður þurfum við að breyta stjórnarskrá áður en þær geta orðið að veruleika af einhverju viti.
2. "Spilltir stjórnmálamenn á þingi" eru auðvitað alvöru vandamál, en því miður er nú svo komið, að önnur vandamál eru enn alvarlegri. Og stóru vandamálin geta því miður ekki beðið fram yfir tvennar kosningar.
3
jún.
27
19:08
2010
Sigurbjörg Jónsdóttir
Á Framsóknaflokkurinn að gerast hækja Samfylkingarinnar eins og VG gera nú, því gengur þú ekki í Framsókn, það er rétt þar hafa orðið manna breytingar en ekki hjá Samf með Jóhönnu gömlu í farabroddi. Framsóknaflokkurinn er samvinnuhreyfing ekki einræðisflokkur eins og Samf.
Tweet
X
Hafðu samband
Mitt nafn
*
Mitt netfang
*
*
Fyrirspurn
*
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Senda
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda
Mitt nafn
Mitt netfang
Athugasemd / efni:
X
Fréttabréf
Nafn
Netfang
*
*
Skrá netfang
Afskrá netfang
Fréttabréf í boði
Engin fréttabréf í boði.
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn
*
Netfang
Blogg / Vefsíða
Athugasemd
*
Talan í myndinni hér að ofan er
Skrá athugasemd