Bakgrunnur
Velkomin(n) á
JonDan.is
.
Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.
Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.
Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.
Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".
JonDan.is
Blogg
Greinasafn
Myndir
Hver er maðurinn
Fyrir mitt minni
Minningabrot
Af öðrum toga
Fjölskyldufréttir/Fami...
Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
jún.
23
2010
Stjórnmál
Á nú að setja afturvirk lög?
Seðlabankastjóri og viðskiptaráðherra eru sammála um að fjármálastofnanir þoli ekki að gera upp gengislánin samkvæmt dómi Hæstaréttar. Ég geri ráð fyrir að þeir viti um hvað þeir eru að tala. Og þá blasir kannski við annað bankahrun.
Það eru ekki fallegar horfur. Þessa dagana heyrast líka ýmsar hugmyndir til lausnar vandanum. Sumir vilja reikna reikna vexti Seðlabankans á lánin, en aðrir vilja hreinlega skella á þau hefðbundinni verðtryggingu.
Fyrir þessum hugmyndum færa menn réttlætisrök. Auðvitað er ekki réttlátt að þeir sem tóku gengislán, þurfi ekki að greiða nema hluta af verðgildi þeirra, þegar fólk sem gerði sér grein fyrir þessari fáránlegu áhættu og tók verðtryggð lán, þarf að borga upp í topp.
En málið er einfaldlega ekki svona vaxið. Það er ekkert tiltekið samhengi milli laga og réttlætis. Réttlæti hefur út af fyrir sig ekki lagalegt gildi. Það eru einfaldlega lögin sem gilda. Alveg án tillits til þess hvort þau eru réttlát eða ranglát.
Það er þýðingarlaust fyrir stjórnvöld að velta fyrir sér einhverjum aðgerðum í þessu sambandi. Alþingi gæti vissulega samþykkt lög um að gengislánin skuli gerð upp með einhverjum tilteknum hætti. En Hæstiréttur myndi fleygja öllum slíkum lögum í ruslakörfuna jafnharðan. Það er nefnilega ekki heimilt að setja afturvirk lög.
Hitt er annað mál að til eru allmargar gerðir af lánasamningum um gengislán og einhverjir slíkir samningar kynnu að teljast gildir. Það er brýnt verkefni að koma öllum þessum mismunandi samningsgerðum fyrir Hæstarétt sem allra fyrst.
Sömuleiðis er brýnt verkefni að höfða prófmál til að fá úr því skorið hvort forsendur verðtryggðra lána séu brostnar. Við þurfum að fá þetta á hreint og öll þessi mál verða að fá algeran forgang og flýtimeðferð fyrir dómstólum.
Það er ekki fyrr öll þessi lánamál eru komin á hreint, sem hægt er að horfa framan í staðreyndirnar eins og þær líta út í raun og veru. Og staðreyndir verður að viðurkenna. Það er tilgangslaust og berja höfðinu við steininn og óska sér þess að hlutirnir væru einhvern veginn öðru vísi.
Til baka
Efst á síðu
1
Skrá athugasemd
1
jún.
24
00:21
2010
HS
Takk fyrir góðan pistil, nákvæmlega það sem verið að velta fyrir mér.... bara miklu skýrara sett fram :-)
Tweet
X
Hafðu samband
Mitt nafn
*
Mitt netfang
*
*
Fyrirspurn
*
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Senda
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda
Mitt nafn
Mitt netfang
Athugasemd / efni:
X
Fréttabréf
Nafn
Netfang
*
*
Skrá netfang
Afskrá netfang
Fréttabréf í boði
Engin fréttabréf í boði.
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn
*
Netfang
Blogg / Vefsíða
Athugasemd
*
Talan í myndinni hér að ofan er
Skrá athugasemd