Bakgrunnur








Velkomin(n) á
JonDan.is.

Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.

Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.

Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.

Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".

Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
maí

31


2010
Stjórnmál
Grínið sem varð alvara
Nú er ljóst að Besti flokkurinn sem upphaflega var yfirlýst grínframboð, var í rauninni rammasta alvara allan tímann. Þetta var smám saman að koma í ljós dagana fyrir kosningar, en jafnframt mátti greina að frambjóðendurnir virðast hafa hjartað á réttum stað. Um það vitnar t.d. sá ágæti brandari að bjóða Reykvíkingum að ættleiða útigangsmenn, sem Einar Örn Benediktsson útskýrði vel í dag.

Þótt Besti flokkurinn skilgreini sig ekki á vinstri/hægri-kvarðanum, virðist síður en svo standa til að mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokknum. Fregnir af meirihlutaviðræðum við Samfylkinguna eru að vísu fremur óljósar ennþá og ég er reyndar ekki viss um að það sé sniðug hugmynd fyrir borgarfulltrúa Besta flokksins að mynda formlegan meirihluta.

Þegar fyrir liggur að Besti flokkurinn er fjölmennasti borgarstjórnarflokkurinn, er ekkert óeðlileg krafa að borgarstjórastóllinn komi í hlut Jóns Gnarr. Og þótt hann sé ekki atvinnumaður í stjórnmálum, er ekkert því til fyrirstöðu að hann geti orðið hinn ágætasti borgarstjóri. Það er heldur engin ástæða til að ætla að borgarfulltrúar Besta flokksins séu nokkuð ófærari til þess en aðrir, að taka skynsamlegar ákvarðanir.

Árangur Besta flokksins í kosningunum er mikill skellur fyrir aðra flokka í borginni. Framsóknarflokkur og Frjálslyndir þurrkast alveg út og Sjálfstæðsflokkur, Samfylking og VG tapa miklu fylgi. Þetta er mjög skýr krafa frá stórum hluta kjósenda um breytingar, ekki síst um breytta starfshætti.

Stjórnmálamenn verða að taka þetta alvarlega og af auðmýkt. Og þótt það hafi jafnan verið til siðs að mynda formlegan meirihluta eftir kosningar, eru það síður en svo sjálfsögð vinnubrögð. Enn síður eru það sjálfsögð vinnubrögð að minnihlutinn sé sjálfkrafa á móti flestum eða öllum málum meirihlutans og meirihlutinn felli að sama skapi allar tillögur frá minnihlutanum.

Þetta er gamall ósiður og á sinn þátt í vaxandi óánægju almennings og áhugaleysi á stjórnmálum. Áhugaleysi á stjórnmálum er slæmt fyrirbrigði og veldur því að stór hluti þjóðarinnar tileinkar sér ekki neina sérstaka skoðun á mörgu því sem í raun skiptir hvað mestu. Æ fleiri svara aldrei þeirri grundvallarspurningu hvers konar samfélag það vill að byggjum.

Það væri þannig nokkuð merkileg tilraun fólgin í því að gera Jón Gnarr að borgarstjóra í Reykjavík, en sleppa því alveg að mynda formlegan meirihluta. Þannig þyrftu borgarfulltrúarnir að leggja meiri áherslu á samvinnu, en minna færi fyrir því eilífa rifrildi og skítkasti sem ég held að sé komið alveg nóg af.

Ég held að þetta væri fyllilega tilraunarinnar virði.













X
Hafðu samband

Mitt nafn


Mitt netfang


Fyrirspurn




Talan í myndinni hér að ofan er





X
Senda


Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda


Mitt nafn


Mitt netfang


Athugasemd / efni:





X
Fréttabréf

Nafn


Netfang




Fréttabréf í boði

Engin fréttabréf í boði.






Talan í myndinni hér að ofan er






X



Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn


Netfang


Blogg / Vefsíða


Athugasemd



Talan í myndinni hér að ofan er




Skrá athugasemd