Bakgrunnur








Velkomin(n) á
JonDan.is.

Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.

Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.

Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.

Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".

Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
maí

29


2010
Stjórnmál
Stóri skellurinn
NÚNA, rétt áður en fyrstu tölur birtast, bendir flest til að stjórnmálaflokkarnir fái allir talsverðan skell. Ástæðan er einföld. Stór hluti kjósenda treystir hvorki lengur stjórnmálaflokkum né stjórnmálamönnum. Og það sem kannski er enn verra: Stjórnmálamennirnir okkar hafa fyrirgert þessu trausti alveg sjálfir.

Stjórnmálamönnum hefur lánast þetta með ýmsu móti. Það voru hrein og klár heimskupör stjórnmálamanna sem tryggðu hrun bankanna og sköpuðu þar með þá erfiðu kreppu sem við finnum flest fyrir á einhvern hátt.

Kreppan er samt ekki eina vandamálið. Þegar maður horfir á beina útsendingu frá Alþingi og sér stjórnmálamenn segja aulabrandara sem tæpast þættu gjaldgengir í MORFÍS, er það ekki traustvekjandi. Styrkjasöfnun flokka fyrir kosningar og styrkjasöfnun einstakra stjórnmálamanna er líka auðmýkjandi, jafnvel þótt fæstum hafi þótt neitt athugavert við svo háar fjárhæðir á þeim tíma sem þær voru veittar og þegnar.

Við kjósendur þurfum samt að átta okkur á þeirri staðreynd að stjórnmálamenn eru ámóta misjafnir og þeir eru margir. Þótt einn hafi brotið af sér er ekki þar með sagt að allir hafi gert það. Þótt nokkrir hafi þegið allt of háa styrki, voru margir sem gerðu það ekki ? sumir vegna þess að þeir þurftu ekki háa styrki, en aðrir vegna þess að þeir höfðu samvisku.

Það eru heldur ekki allir Alþingismenn sem láta sér sæma að nota ræðustól Alþingis til að segja aulabrandara hver um annan.

Dagur B. Eggertsson hefur að mínu viti bæði rétt og rangt fyrir sér þegar hann segir efnislega að stjórnmálamanna bíði það verkefni að endurheimta traust kjósenda á næstu misserum. Það er rangt að þetta geti gerst á fáeinum misserum. Tíminn verður miklu lengri. Hitt er rétt að stjórnamálamenn þurfa að endurheimta traust kjósenda. En það er reyndar meira en bara að segja það. Tvennt þarf til:

1. Þeir stjórnmálamenn, sem á einhvern hátt hafa sjálfir átt beinan þátt í að fyrirgera trausti kjósenda, þurfa að víkja. Við þurfum nýja stjórnmálamenn í þeirra stað. Og hér skiptir (því miður) ekki máli hvort viðkomandi stjórnmálamaður braut af sér af ásetningi eða gáleysi.

2. Við þurfum harkalega strangt regluverk: lög frá Alþingi, ákvæði í lögum stjórnmálaflokkanna sjálfra og opinberar siðareglur. Allt verður að vera opið og allar upplýsingar verður að vera hægt að nálgast með auðveldu móti. Það gildir um fjölskyldutengsl, skólatengsl og umfram allt auðvitað flokkstengsl.

Á hinn bóginn langar mig til að vara við því að leiðtogar fari unnvörpum að ?axla ábyrgð? með því að segja af sér, hvort heldur um er að ræða formenn flokka eða forystumenn lista í einstökum sveitarfélögum. Tapið er ekki á þeirra ábyrgð, heldur einfaldlega almennt vantraust á ?fjórflokkinn? sem eiginlega merkir vantraust á stjórnmálakerfið í heild.

Til eru nefnilega fjölmargir stjórnmálamenn sem alla tíð hafa verið fullkomlega heiðarlegir og gert sitt allra besta. Hafa jafnvel lagt á sig svo mikla vinnu að þeir hafa beinlínis unnið fyrir kaupinu sínu, þótt miðað væri við verkamannataxta.

Þessir stjórnmálamenn eru kannski ekki mjög margir, en við vinnum ekkert á því að glata þessu fólki. Þvert á móti þurfum við á því að halda.

Þeir sem kynnu að hafa lesið til enda í von um spá, skulu að lokum fá ósk sína uppfyllta: Af hefðbundnu flokkunum fjórum spái ég því að Sjálfstæðisflokkurinn komi skást út. Ástæðan er sáraeinföld. Kjósendur skiptast nefnilega í tvennt. Annars vegar eru þeir sem ekki verður haggað, heldur kjósa flokkinn sinn hvað sem í skerst. Hins vegar hefur þeim kjósendum farið fjölgandi undanfarna áratugi, sem telja pólitík skipta litlu máli og ákveða sig jafnvel ekki fyrr en í kjörklefanum.

Við getum kallað þetta kjarnafylgi og lausafylgi. Allir flokkar eiga kjarnafylgi, en tíðarandinn ræður öllu meira um hegðun lausafylgisins. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ótrúlega mikið kjarnafylgi. Það virðist vera á bilinu 25-30% og sterkast í Reykjavík.

Kjarnafylgi Samfylkingarinnar er á hinn bóginn vel innan við 20% og kjarnafylgi VG er líklega innan við 10%. Kjarnafylgi Framsóknarflokksins var lengi um 20% en hefur hrunið síðustu 20 ár og hefur allaf verið einna minnst í Reykjavík.

Ritun þessa pistils lokið kl. 21:59:00












X
Hafðu samband

Mitt nafn


Mitt netfang


Fyrirspurn




Talan í myndinni hér að ofan er





X
Senda


Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda


Mitt nafn


Mitt netfang


Athugasemd / efni:





X
Fréttabréf

Nafn


Netfang




Fréttabréf í boði

Engin fréttabréf í boði.






Talan í myndinni hér að ofan er






X



Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn


Netfang


Blogg / Vefsíða


Athugasemd



Talan í myndinni hér að ofan er




Skrá athugasemd