Spillingin? Jú, hún lét ráðuneytið sitt borga 40.000 danskar krónur, eða tæpa íslenska milljón, fyrir eins dags námskeið í sjónvarpsframkomu. Þetta má lesa í vefútgáfu BT í dag. Þingmenn sósíaldemókrata og SF segja eðlilegra að flokkur hennar, Venstre, borgi brúsann. En ekki er að sjá að neinn krefjist afsagnar.
Sjálf fól Karen Ellemann blaðafulltrúa sínum að bera þau skilaboð til blaðamanna BT að hún hefði ekkert um málið að segja. Nokkuð kunnugleg viðbrögð. Karen þessi er reyndar dóttir Uffes Ellemann Jensen, sem eitt sinn var utanríkisráðherra Dana.
Miðað við núgildandi almenningsálit á Íslandi, held ég alveg fullvíst að hérlendis gæti Karen Ellemann kysst ráðherrastólinn sinn bless í grænum hvelli. Þannig er Ísland í dag.
En svona hugsuðum við ekkert endilega meðan Ísland var stórasta land í heimi. Viðburðir síðustu tveggja ára hafa breytt okkur og vonandi varanlega.
Kannski hefðu Danir gott af því að lenda í svo sem einu bankahruni.