Bakgrunnur








Velkomin(n) á
JonDan.is.

Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.

Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.

Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.

Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".

Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
apr.

30


2010
Stjórnmál
Glæsiskúbb Sigurðar Kára
Sigurður Kári Kristjánsson heitir ungur maður sem nú er upprisinn á Alþingi. Endurkoma hans leyndi sér ekki. Honum lánaðist strax að afhjúpa hrollvekjandi klofning innan Samfylkingarinnar. Og þetta tókst honum með því einu að leggja gildru fyrir Össur Skarphéðinsson. Ó, þú tæra snilld!

Sigurður Kári lagði þá spurningu fyrir Össur hvort hann væri enn sammála sjálfum sér varðandi málskotsrétt forsetans. Össur kvaðst ekki hafa skipt um skoðun, en sló að vísu þann almenna varnagla að hann gæti hugsað sér annað fyrirkomulag varðandi þjóðaratkvæðagreiðslur.

Áður var Jóhanna Sigurðardóttir búin að lýsa því yfir að hún vildi færa málskotsréttinn frá forsetanum til þjóðarinnar. Hér með var skúbbið komið. Sigurður Kári stendur með pálmann í höndunum. Tveir helstu leiðtogar Samfylkingarinnar eru ósammála. Hlýtur að vera mjög djúpstæður klofningur í Samfylkingunni.

Og allir helstu stjörnufréttamenn landsins voru eðlilega snöggir að átta sig. Loksins kom eitthvað fréttnæmt frá Alþingi. Fyrirsögn: Jóhanna og Össur ósammála! Eðlilega. Það er fréttin. Eina alvöruspurningin eiginlega þessi: Eigum við nógu stórt letur?

Góðir lesendur. Afsakið mig augnablik. Mig langar að skoða þetta aðeins nánar.

Í fyrsta lagi sé ég ekkert athugavert við það að 2 einstaklingar í sama stjórnmálaflokki hafi 2 heila ? mér þykir ekki einu sinni skoðunarvert að þessir 2 heilar hugsi ekki nákvæmlega í takt.

Í öðru lagi sé ég ég engan ágreining hér. Málskotsrétturinn hefur verið talsvert til umræðu eftir hrun og nánast allir sammála um að hans sé þörf. Stungið hefur verið upp á því að hann verði lagður í hönd þriðjungs Alþingis eða 10% kjósenda ? og þá væntanlega um leið tekinn af forsetanum.

Sem sagt: Össur talar í nútíð en Jóhanna í framtíð. Össur vill halda í málskotsrétt forsetans þangað til stjórnarskrárbreyting færir þennan rétt í hendur þjóðarinnar. Jóhanna vill færa málskotsréttinn frá forsetanum til þjóðarinnar.

Ef einhver vill endilega sjá mína skoðun á málinu, þá er hún einföld. Ég er sammála Össuri: ég vil halda málskotsréttinum hjá forsetanum þangað til eitthvað annað kemur í staðinn. Og ég er sammála Jóhönnu: ég vil flytja málskotsréttinn til þjóðarinnar (og reyndar líka minnihluta þingsins). Í mínum augum er þetta sem sé nokkurn veginn eitt og hið sama.

Kemur þá að alvöru málsins.

Hvers vegna varð þetta ?stórfrétt? í flestum, ef ekki öllum, fjölmiðlum? Hversu vel að sér eru stjórnmálafréttamenn? Kunna þeir virkilega ekki að gera greinarmun á átakamálum og skemmtisögum? 

Við þessum spurningum eru tvenns konar svör. Íslenskir fjölmiðlar eru fámennir en þurfa samt að fylla forsíður og fréttatíma í útvarpi og sjónvarpi. Hnyttin tilsvör eða minnsti vottur af innanflokkságreiningi eru ?auðveldar? fréttir. Að þessu leyti bera blaða- og fréttamenn gríðarlega ábyrgð á þeirri almennu fyrirlitningu sem alþýða manna hefur á Alþingi sínu og þingmönnum.

Hinn hluta ábyrgðarinnar bera þingmenn sjálfir. Þeir ættu að láta sér nægja að skiptast á skemmtisögum í matsal þingsins eða þegar þeir hittast á börum eða í samkvæmum. Í þingsalnum ? nei takk. Í þingsalnum á að ræða af alvöru. Hver einasti brandari sem þar er sagður á sinn litla þátt í verðskuldaðri fyrirlitningu almennings. Hið sama gildir um persónuleg ónot og líka um hvert einasta orð sem sagt er án þess að það skipti raunverulegu máli.

Að þessu sögðu get ég reyndar ekki lokið þessum pistli, án þess að nefna þá staðreynd að í hvert sinn sem ég sé Sigurð Kára Kristjánsson ganga í ræðustól, velti ég því fyrir mér hvort bindisskyldan sé eftir allt saman ekki ívið skárri en síðbuxnaskyldan.













X
Hafðu samband

Mitt nafn


Mitt netfang


Fyrirspurn




Talan í myndinni hér að ofan er





X
Senda


Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda


Mitt nafn


Mitt netfang


Athugasemd / efni:





X
Fréttabréf

Nafn


Netfang




Fréttabréf í boði

Engin fréttabréf í boði.






Talan í myndinni hér að ofan er






X



Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn


Netfang


Blogg / Vefsíða


Athugasemd



Talan í myndinni hér að ofan er




Skrá athugasemd