En það er líka allt og sumt. Að vísu hefur komið fram að einn þessara manna er Björn Þorri Viktorsson, en önnur andlit höfum við ekki fengið á sjá.
Ég vil fá að sjá þessi andlit og ég vil líka sjá nöfn sett á þau. Af hverju hefur enginn fjölmiðill sent ljósmyndara og blaðamann á staðinn, tekið andlitsmyndir af þessum ljósmyndurum og spurt þá að nafni?
Ég set mig ekki í dómarasæti. Báðar þessar konur hafa kannski farið duglega fram úr sér á uppgangstímanum. Það réttlætir ekki að við látum mögulega sekt þeirra bitna á ungum börnum.
Þeir sem það gera eru sekari en syndin sjálf.
Ég spyr: Hvar er fjórða valdið? Ljósmyndarar fjölmiðla eru samkvæmt lögum í fullum rétti þegar þeir taka myndir á almannafæri. Hvers vegna hefur enginn fjölmiðill mætt á staðinn og tekið portrett af þessu liði? Ekki trúi ég að þessir heiðursmenn sem nú stilla sér upp við heimili Steinunnar á kvöldin, séu feimnir við myndavélar.
Ég vil fá að vita hverjir þeir eru og hvar þeir eiga heima.
Í versta falli á ég sjálfur þokkalega góða myndavél.