Bakgrunnur








Velkomin(n) á
JonDan.is.

Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.

Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.

Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.

Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".

Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
apr.

25


2010
Stjórnmál
Hvar er fjórða valdið?
Undanfarin kvöld hafa sjálfskipaðir dómarar tekið sér stöðu utan við heimili fólks. Fyrst heimili Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur og nú heimili Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur. Frá þessu hefur verið sagt í fréttum.

En það er líka allt og sumt. Að vísu hefur komið fram að einn þessara manna er Björn Þorri Viktorsson, en önnur andlit höfum við ekki fengið á sjá.

Ég vil fá að sjá þessi andlit og ég vil líka sjá nöfn sett á þau. Af hverju hefur enginn fjölmiðill sent ljósmyndara og blaðamann á staðinn, tekið andlitsmyndir af þessum ljósmyndurum og spurt þá að nafni?

Ég set mig ekki í dómarasæti. Báðar þessar konur hafa kannski farið duglega fram úr sér á uppgangstímanum. Það réttlætir ekki að við látum mögulega sekt þeirra bitna á ungum börnum.

Þeir sem það gera eru sekari en syndin sjálf.

Ég spyr: Hvar er fjórða valdið? Ljósmyndarar fjölmiðla eru samkvæmt lögum í fullum rétti þegar þeir taka myndir á almannafæri. Hvers vegna hefur enginn fjölmiðill mætt á staðinn og tekið portrett af þessu liði? Ekki trúi ég að þessir heiðursmenn sem nú stilla sér upp við heimili Steinunnar á kvöldin, séu feimnir við myndavélar.

Ég vil fá að vita hverjir þeir eru og hvar þeir eiga heima.

Í versta falli á ég sjálfur þokkalega góða myndavél.





1
apr.

25

03:13


2010
Sigrún Valdimarsdóttir


Snjall skólabróðir. Vel athugað!


2
apr.

25

04:48


2010
Tryggvi


Frammsóknarlegt er það alla vega líkt og dífensið


3
apr.

25

19:54


2010
BERGÞÓR BJARNASON


Þú ættir náttúrulega bara að drífa þig á staðinn og smella af þessu fólk og koma svo á framfæri hverjir þetta eru.










X
Hafðu samband

Mitt nafn


Mitt netfang


Fyrirspurn




Talan í myndinni hér að ofan er





X
Senda


Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda


Mitt nafn


Mitt netfang


Athugasemd / efni:





X
Fréttabréf

Nafn


Netfang




Fréttabréf í boði

Engin fréttabréf í boði.






Talan í myndinni hér að ofan er






X



Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn


Netfang


Blogg / Vefsíða


Athugasemd



Talan í myndinni hér að ofan er




Skrá athugasemd