Bakgrunnur








Velkomin(n) á
JonDan.is.

Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.

Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.

Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.

Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".

Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
mar.

31


2010
Stjórnmál
Að pissa upp í vindinn
Þegar ég smástrákur að alast upp norður í landi, heyrði ég stundum sagt að aðeins eitt afbrigði mannskepunnar væri svo vitlaust að pissa upp í vindinn og það væru ?lærðir verkfræðingar úr Reykjavík?.  Það sannleikskorn er í þessu, að jafnvel mikil menntun er ekki sjálfkrafa nein trygging fyrir heilbrigðri skynsemi.

Um þessar mundir blæðir allri þjóðinni vegna þess að fólk, með hverja háskólagráðuna upp af annarri, lét sér nægja að búa til falleg línurit í Excel en steingleymdi að hugsa af heilbrigðri skynsemi. Meðal þessa fólks voru vafalaust sumir forstjórar útgerðarfyrirtækja, en trúlega ekki allra.

Bankatombólan: Vinningur á alla miða
Á vef Viðskiptablaðsins er haft eftir Hirti Gíslasyni, forstjóra Ögurvíkur: ?Kvótaverðið fór úr böndunum vegna þess að bankarnir voru svo liprir við að lána jafnvel þótt ekki væri rekstrargrundvöllur fyrir kvótakaupum á þessu verði.?

Hann segir sitt fyrirtæki hafa viljað bæta við sig kvóta, en ... ?Það varð hins vegar ekkert úr þeim fjárfestingum því kvótaframboð var mjög lítið og verðið á kvótanum svo hátt að fjármunirnir hefðu orðið arðlausir í 15-20 ár.?

Reyndar er ótrúlegt að margir hafi keypt kvóta á slíkum kjörum. Það er nefnilega ekki einu sinni afsakanlegt í Excel. Hitt er trúlegra að þeir sem áttu kvóta hafi ekki getað samþykkt lægra verð af þeirri einföldu ástæðu að kvótinn þeirra var veðsettur í banka og þar metinn á þessu háa verði. Kvótasala á skynsamlegu verði hefði þar með leitt af sér lækkun á matsverði kvótans og það hefði haft ógnvekjandi afleiðingar.

Ekki hægt að selja kvóta?
Tökum dæmi og göngum út frá þessu: ?Skynsamlegt verð? = Raunvirði. Setjum nú svo að útgerðarfyrirtæki nokkurt hafi tekið stórlán til að kaupa hlutabréf og stórgræða. Kvótinn er settur að veði fyrir láninu og metinn á t.d. tvöfalt raunvirði. Fyrirtækið selur svo 10% af kvótanum á raunvirði. Um leið hlýtur bankinn að lækka mat sitt á þeim 90% sem eftir eru um 50%. Þar með duga veðin ekki fyrir láninu og bankinn hlýtur þá að heimta betri veð eða gjaldfella lánið.

Það væri reyndar gaman að vita hversu hátt veð í kvóta eru metin í bönkunum um þessar mundir. En þegar til kastanna kemur skiptir það kannski ekki öllu máli.

Það sem skiptir augljóslega meginmáli er hvernig menn hafa rekið útgerðarfyrirtækin sín þessa tvo áratugi sem kerfið hefur verið við lýði. Þeir sem nýtt hafa þær aflaheimildir, sem þeir fengu úthlutað í upphafi, kannski bætt við sig kvóta meðan hann var fáanlegur á skynsamlegu verði og rekið fyrirtækin að öðru leyti af heilbrigðri skynsemi, ættu núna að vera orðnir afar vel settir og skuldlausir fyrir löngu.

Útgerð rekin með hagnaði
Þessi útgerðarfyrirtæki ættu núna, eftir 20 ára ókeypis auðlindanotkun að hafa hagnast mikið. Þau ættu að hafa nóg eigið fé til að byrja strax að borga sanngjarnt afgjald. Væri allur kvóti innkallaður strax í haust og boðinn upp, ættu einmitt þessi fyrirtæki að hafa bolmagn til að kaupa ? ekki aðeins allan ?sinn? kvóta, heldur líka talsvert  meira. Við núverandi aðstæður má nefnilega reikna með að uppboðsverð yrði ekki mjög hátt.

Hin útgerðarfyrirtækin ? þau sem kunna að hafa veðsett allan kvótann upp í topp á kannski tvöföldu raunverði ? þau hafa auðvitað ekki efni á að bjóða á móti. Þau eru nefnilega á hausnum hvort eð er. Og forráðamönnum fyrirtækja sem skulda umfram eignir, ber reyndar lagaskylda til að fara fram á gjaldþrotaskipti.

Hverjir eru þá að væla?
Hvaða útgerðarmenn skyldu það nú vera sem hamast mest gegn fyrningu aflaheimilda? Af einhverjum ástæðum grunar mig að það séu hinir sömu og herja nú sem ákafast á bankakerfið um fyrningu ? afsakið, afskriftir á ég við ? skulda sinna.

Og vel að merkja; fyrning aflaheimilda á að taka 20 ár. Afskriftirnar þurfa þessir ágætu menn, skilst mér, ekki seinna en strax.

Ég vorkenni þeim satt að segja ekki. Þeir brúkuðu ekki heilbrigða skynsemi. Þeir pissuðu upp í vindinn og verða bara að taka afleiðingunum ? og fá sitt eigið hland framan í sig.












X
Hafðu samband

Mitt nafn


Mitt netfang


Fyrirspurn




Talan í myndinni hér að ofan er





X
Senda


Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda


Mitt nafn


Mitt netfang


Athugasemd / efni:





X
Fréttabréf

Nafn


Netfang




Fréttabréf í boði

Engin fréttabréf í boði.






Talan í myndinni hér að ofan er






X



Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn


Netfang


Blogg / Vefsíða


Athugasemd



Talan í myndinni hér að ofan er




Skrá athugasemd