Bakgrunnur
Velkomin(n) á
JonDan.is
.
Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.
Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.
Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.
Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".
JonDan.is
Blogg
Greinasafn
Myndir
Hver er maðurinn
Fyrir mitt minni
Minningabrot
Af öðrum toga
Fjölskyldufréttir/Fami...
Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
mar.
29
2010
Stjórnmál
Villigrænir
Órólega deildin í Vinstri grænum, sem kannski mætti til hægðarauka kalla Villigræna, hefur komið talsvert við sögu núverandi ríkisstjórnar allt frá upphafi, skaffað fjölmiðlum stórbrotnar fyrirsagnir og valdið talsverðum pirringi bæði í eigin flokki og Samfylkingunni.
Ekki slæmur árangur, a.m.k. ekki ef ætlunin er að halda upp á gamlárskvöld með tilheyrandi flugeldasýningum allt árið. En hins vegar ekki heppilegt þegar hin margfræga þjóðarskúta er í sjávarháska og allir þurfa að leggjast samtaka á árarnar til að ná landi.
Það hvarflar ekki að mér að draga í efa, að þetta sé í rauninni hið besta sómafólk, sem hvergi má vamm sitt vita, og líklega almennt trúrra eigin sannfæringu og samvisku en gengur og gerist um Alþingismenn. Í stjórnarandstöðu má reyndar segja að VG hafi frá stofnun tekið að sér það hlutverk að vera eins konar samviska þjóðarinnar á þingi.
Í stjórnarandstöðu hafa þingmenn frítt spil og þurfa jafnvel ekki einu sinni að dansa eftir línu síns eigin flokks. En þingmenn í stuðningsliði ríkisstjórnar neyðast til að stíga öllu gætilegar til jarðar.
Þingmönnum ber vissulega að fylgja sannfæringu sinni og samvisku. Það gildir jafnt um alla þingmenn. En meðan stjórnarandstöðuþingmenn geta látið sér nægja að taka eigin afstöðu í hverju einstöku máli fyrir sig, neyðast stjórnarþingmenn til að skoða hlutina í víðara samhengi.
Stjórnarandstöðuþingmenn hafa allajafna ekki áhrif á gang mála og bera takmarkaða ábyrgð. Þegar allt kemur til alls er það stjórnarmeirihlutinn sem ræður. Stjórnarþingmenn vilja væntanlega hafa einhver áhrif.
Það getur auðvitað komið fyrir að stjórnarþingmanni þyki ríkisstjórnin velja ranga leið í einhverju einstöku máli. Sá þingmaður getur þá auðvitað greitt atkvæði gegn málinu og þar með hugsanlega fellt það og þá í mörgum tilvikum ríkisstjórn sína um leið.
Við slíkar aðstæður þarf stjórnarþingmaður að leggja fyrir sjálfan sig ákveðna samviskuspurningu: Hvort er meira virði, þetta tiltekna mál eða öll önnur stefnumál ríkisstjórnarinnar samanlagt?
Stjórnarþingmaður getur ekki verið trúr eigin sannfæringu og samvisku án þess að svara þessari spurningu.
Og henni þurfa hinir villigrænu þingmenn nú að svara. Vilja þeir fórna einhverju til að byggja hér upp vitrænt og sanngjarnt velferðarsamfélag, eða vilja þeir hleypa gömlu spillingaröflunum að og láta sér sjálfir nægja að hrópa áhrifalausir á torgum?
Til baka
Efst á síðu
Skrá athugasemd
Tweet
X
Hafðu samband
Mitt nafn
*
Mitt netfang
*
*
Fyrirspurn
*
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Senda
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda
Mitt nafn
Mitt netfang
Athugasemd / efni:
X
Fréttabréf
Nafn
Netfang
*
*
Skrá netfang
Afskrá netfang
Fréttabréf í boði
Engin fréttabréf í boði.
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn
*
Netfang
Blogg / Vefsíða
Athugasemd
*
Talan í myndinni hér að ofan er
Skrá athugasemd