Bakgrunnur
Velkomin(n) á
JonDan.is
.
Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.
Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.
Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.
Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".
JonDan.is
Blogg
Greinasafn
Myndir
Hver er maðurinn
Fyrir mitt minni
Minningabrot
Af öðrum toga
Fjölskyldufréttir/Fami...
Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
mar.
26
2010
Stjórnmál
Einn borgarfulltrúi gefins
Ef atkvæði í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík í vor falla eins og í skoðanakönnun Fréttablaðsins í vor, fær Sjálfstæðisflokkurinn einum fulltrúa meira en atkvæðahlutfallið segir til um og þar með sem sagt einn aukamann gefins. Og það væri reyndar ekki í fyrsta sinn.
Ástæðan er svokallað d?Hondts-kerfi sem hætt var að nota í Alþingiskosningum 1987, en er ennþá við lýði í sveitarstjórnarkosningum. Þetta kerfi hefur iðulega skilað Sjálfstæðisflokknum hreinum meirihluta í borgarstjórn út á minnihluta atkvæða og skilaði líka lengi vel fleiri Sjálfstæðismönnum og Framsóknarmönnum á þing en atkvæðafjöldinn gaf tilefni til.
Kerfið, sem kennt er við belgíska stærðfræðinginn Victor d?Hondt, hefur þann kost að auðvelt er að reikna úrslit og má nánast gera það í huganum. En það hyglar aftur á móti stærri flokkum á kostnað minni flokka talsvert meira en góðu hófi gegnir.
Kerfið sem nú er notað við úthlutun sæta á Alþingi byggist að grunni til á einföldum prósentureikningi og þannig næst jafnt atkvæðavægi milli flokka, þótt vægið sé hins vegar enn afar misjafnt eftir landshlutum. Reikniformúlan er að vísu allt of flókin og í rauninni væri vandalaust að einfalda hana þannig að hún yrði öllum skiljanleg.
Í sveitarstjórnakosningum er vægi atkvæða afar misjafnt eftir stærð flokka og könnun Fréttablaðsins í dag er gott dæmi. Lítum á þessa könnun.
Úthlutun samkvæmt gildandi kerfi (
d?Hondts-reglan
):
Sjálfstæðisflokkur: 39,4% og
7
fulltrúar.
Samfylking: 26,3% og
4
fulltrúar.
Vinstri græn: 14,2% og
2
fulltrúar.
Besti flokkurinn: 12,7% og
2
fulltrúar.
Framsóknarflokkur: 5,6% og
enginn
fulltrúi.
Frjálslyndi flokkurinn: 1,4% og enginn fulltrúi.
Óháðir (Ólafur F.M.): 0,4% og enginn fulltrúi.
Úthlutun samkvæmt hlutfalli atkvæða og námundun:
Sjálfstæðisflokkur: 39,4% og 5,91 =
6
fulltrúar.
Samfylking: 26,3% og 3,95 =
4
fulltrúar.
Vinstri græn: 14,2% og 2,13 =
2
fulltrúar.
Besti flokkurinn: 12,7% og 1,91 =
2
fulltrúar.
Framsóknarflokkur: 5,6% og 0,84 =
1
fulltrúi.
Frjálslyndi flokkurinn: 1,4% og 0,21 = enginn fulltrúi.
Óháðir (Ólafur F.M.): 0,4% og 0,06 = enginn fulltrúi.
Hér sést greinilega að Sjálfstæðisflokkurinn á í rauninni ekki alveg fyrir 6 fulltrúum en fær samt 7 vegna óréttlætis í úthlutunarkerfinu. Í þessu tilviki bitnar það á Framsóknarflokknum sem vantar lítið upp á að eiga fyrir einum fulltrúa en fær hann ekki.
Til baka
Efst á síðu
Skrá athugasemd
Tweet
X
Hafðu samband
Mitt nafn
*
Mitt netfang
*
*
Fyrirspurn
*
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Senda
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda
Mitt nafn
Mitt netfang
Athugasemd / efni:
X
Fréttabréf
Nafn
Netfang
*
*
Skrá netfang
Afskrá netfang
Fréttabréf í boði
Engin fréttabréf í boði.
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn
*
Netfang
Blogg / Vefsíða
Athugasemd
*
Talan í myndinni hér að ofan er
Skrá athugasemd