Bakgrunnur
Velkomin(n) á
JonDan.is
.
Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.
Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.
Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.
Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".
JonDan.is
Blogg
Greinasafn
Myndir
Hver er maðurinn
Fyrir mitt minni
Minningabrot
Af öðrum toga
Fjölskyldufréttir/Fami...
Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
feb.
26
2010
Almennt
Misbeiting forsetavalds og mikilvægi markleysunnar
Stór fyrirsögn? Má vera. Gefur meira í skyn en greinarstúfurinn stendur undir? Má líka vel vera. Hvort heldur er, ætla ég að leyfa mér að fjalla í örstuttu máli um hvort tveggja; misbeitingu forsetavalds og mikilvægi markleysunnar.
Byrjum á mikilvægi markleysunnar: Þjóðaratkvæðagreiðslan um Icesave verður vissulega marklaus, sama hvernig á hana er litið. Fyrir liggur tilboð um skárri samning en þann sem verður borinn undir atkvæði. Mér skilst að þar muni kannski 70 milljörðum. Af því leiðir að jafnvel hver einasti ráðherra getur mætt á kjörstað og krossað við ?Nei? með góðri samvisku.
Þjóðaratkvæðagreiðslan er að þessu leyti marklaus. Niðurstaðan er ljós fyrirfram og málefnið sem kosið verður um, er úrelt. Og að sjálfsögðu breyta úrslitin engu um samningsstöðu okkar.
En þessi marklausa þjóðaratkvæðagreiðsla er engu að síður mikilvæg. Hún er nefnilega sú fyrsta í sögu íslenska lýðveldisins. Verði hún blásin af er það 61 árs afturför. Það eru sem sé liðin meira en 60 ár síðan fyrsta þjóðaratkvæðagreiðslan hefði átt að fara fram.
Þar með er ég kominn að misbeitingu forsetavaldsins.
25 daga gamall var ég að vísu ekki meðvitaður um lýðræði. En þegar ég var 25 daga, sem sagt þann 30. mars 1949, hefði átt að boða til þjóðarkvæðagreiðslu. Andstaðan við inngönguna í NATO var svo mikil og augljós að SVEINN BJÖRNSSON forseti hefði átt að neita að staðfesta ákvörðun Alþingis. Ég tel hann hafa misbeitt forsetavaldinu með því að skrifa undir.
Tveimur árum síðar hefði SVEINN BJÖRNSSON aftur átt að beita neitunarvaldi forseta ? þegar ?herverndarsamningurinn? var samþykktur 1951. Svo löngu eftirá er auðvitað erfitt að segja hvernig farið hefði, en hitt alveg er ljóst að í hvorugu tilvikinu þorðu menn að bera málið undir þjóðina.
Á eftir Sveini kom Ásgeir Ásgeirsson (1952-1968) og svo Kristján Eldjárn (1968-1980). Ég held ekki að Ásgeir hafi nokkru sinni haft tilefni til að beita þessu valdi og Kristján ekki heldur.
Þá víkur sögunni að Vigdísi Finnbogadóttur. Hún hafði tækifæri og tilefni til að beita ákvæðinu. Hún hefði getað efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu um inngöngu okkar í EES (Evrópska efnahagssvæðið). Ekki skorti áskoranir, en fordæmi voru engin til og það kann að skýra afstöðu Vigdísar ? sem var vel að merkja kolröng (að mínu áliti).
Það er þetta kjarkleysi sem ég vil kalla ?misbeitingu forsetavalds? ? ekki þær ákvarðanir Ólafs Ragnars Grímssonar að bera undir þjóðina það sem hann álítur að þjóðin vilji segja álit sitt á.
Þannig markar hin marklausa atkvæðagreiðsla hinn 6. mars tímamót. Ekki vegna þess að úrslitin skipti máli, heldur vegna þess að með henni sýnum við að orðið lýðræði er ekki bara húmbúkk, heldur full alvara ? í okkar þjóðfélagi.
Hægri flokkarnir afnema lög sem forsetinn neitar að skrifa undir. Vinstri flokkarnir gera skyldu sína og leyfa þjóðinni að fá vilja sínum framgengt.
Það er nokkuð stór munur.
Til baka
Efst á síðu
Skrá athugasemd
Tweet
X
Hafðu samband
Mitt nafn
*
Mitt netfang
*
*
Fyrirspurn
*
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Senda
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda
Mitt nafn
Mitt netfang
Athugasemd / efni:
X
Fréttabréf
Nafn
Netfang
*
*
Skrá netfang
Afskrá netfang
Fréttabréf í boði
Engin fréttabréf í boði.
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn
*
Netfang
Blogg / Vefsíða
Athugasemd
*
Talan í myndinni hér að ofan er
Skrá athugasemd