Bakgrunnur
Velkomin(n) á
JonDan.is
.
Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.
Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.
Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.
Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".
JonDan.is
Blogg
Greinasafn
Myndir
Hver er maðurinn
Fyrir mitt minni
Minningabrot
Af öðrum toga
Fjölskyldufréttir/Fami...
Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
feb.
14
2010
Almennt, Stjórnmál
Flýtimeðferð átti að tryggja strax
Þessa dagana virðist loksins vera að kvikna á perum í kolli margra, bæði stjórnmálamanna og annarra. Allt í einu ríkir réttaróvissa um lögmæti gjaldeyrislána. Það er eiginlega ótrúlegt að dómsúrskurð skuli hafa þurft til að fólk áttaði sig á þessu.
Það fer nefnilega bráðum að verða liðið ár frá því að Björn Þorri Viktorsson lögmaður vakti athygli á málinu m.a. í viðtölum í sjónvarpi. Ég man að mér þótti strax ljóst að hér væri svo mikið í húfi að þessum málum þyrfti að einhenda í gegnum réttarkerfið í grænum hvelli og skrifaði hér
dálítinn pistil
um það í byrjun maí á síðasta ári.
Ég sé að þá hef ég gert ráð fyrir að lánasöfn yrðu flutt yfir í nýju bankana á ákveðnu verði. Nú skilst mér að svo sé ekki og það leysir auðvitað hluta vandans. En það fólk sem tók þessi lán og hefur ekki hugmynd um hvað það skuldar í raun og veru, er að sjálfsögðu í óþolandi stöðu.
Jónína Bjartmarz, fyrrverandi Alþingismaður, segir
á heimasíðu sinni
að Hæstiréttur taki ekki við fyrirmælum og muni telja sér óheimilt að veita þessum málum flýtimeðferð nema Alþingi setji um það lög. Jónína er lögfræðingur að mennt og hefur væntanlega hárrétt fyrir sér.
Alþingi hefði gjarnan mátt ganga frá slíkum lögum snemmsumars á síðasta ári. Lagasmíðin ætti ekki að vera flókin og ágætt að lögin tækju gildi t.d. 1. mars. Hraðar hafa lög svo sem farið gegnum þingið, þegar mikið hefur þótt liggja við.
Til baka
Efst á síðu
Skrá athugasemd
Tweet
X
Hafðu samband
Mitt nafn
*
Mitt netfang
*
*
Fyrirspurn
*
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Senda
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda
Mitt nafn
Mitt netfang
Athugasemd / efni:
X
Fréttabréf
Nafn
Netfang
*
*
Skrá netfang
Afskrá netfang
Fréttabréf í boði
Engin fréttabréf í boði.
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn
*
Netfang
Blogg / Vefsíða
Athugasemd
*
Talan í myndinni hér að ofan er
Skrá athugasemd