Bakgrunnur
Velkomin(n) á
JonDan.is
.
Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.
Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.
Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.
Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".
JonDan.is
Blogg
Greinasafn
Myndir
Hver er maðurinn
Fyrir mitt minni
Minningabrot
Af öðrum toga
Fjölskyldufréttir/Fami...
Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
jan.
22
2010
Stjórnmál
Læknar yfir landamæri
Íslenskir læknar eru nú sagðir á flótta til útlanda vegna bágra launakjara hér heima og vaxandi fjöldi þeirra sem staddir eru í sérnámi erlendis hyggst ekki snúa aftur heim á íslenska láglaunasvæðið. Þetta má kannski út af fyrir sig flokka undir mannlega náttúru.
En heiðarlegt og sanngjarnt er það ekki. Það gleymist hér, að læknarnir eru ekki alls kostar skuldlausir við íslenska samfélagið. Ekki veit ég hve háum fjárhæðum ríkissjóður hefur kostað til menntunar þeirra en þar er örugglega meira en klínk á ferðinni.
Menntunina fá læknarnir sér að kostnaðarlausu, en teljast af einhverjum furðulegum ástæðum eiga hana skuldlausa að námi loknu. Og að sjálfsögðu gildir þetta um fleiri stéttir.
Það er ekki alveg sjálfsagt mál, að fólk geti fengið hér rándýrt háskólanám alveg gefins, aflað sér kannski dálítillar starfsreynslu, þakkað svo bara pent fyrir sig og nýtt þessa rándýru menntun í eigin þágu, þar sem mest er upp úr henni að hafa.
Væri kannski ráð að láta háskólanema skrifa undir skuldaviðurkenningu upp á raunverulegan kostnað við menntun þeirra. Skuldina mætti að námi loknu greiða upp með með því einu að starfa í faginu hérlendis í tiltekinn árafjölda. Ég er ekki í vafa um að þjóðhagfræðingar geti reiknað út hversu mörg þau ár þyrftu að vera.
Á hinn bóginn þarf ekki að binda fólk í neina átthagafjötra. Þeir sem fremur kjósa að starfa í útlöndum, geta einfaldlega tekið þann kost að borga skuld sína við íslenska þjóðarbúið í peningum.
Til baka
Efst á síðu
Skrá athugasemd
Tweet
X
Hafðu samband
Mitt nafn
*
Mitt netfang
*
*
Fyrirspurn
*
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Senda
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda
Mitt nafn
Mitt netfang
Athugasemd / efni:
X
Fréttabréf
Nafn
Netfang
*
*
Skrá netfang
Afskrá netfang
Fréttabréf í boði
Engin fréttabréf í boði.
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn
*
Netfang
Blogg / Vefsíða
Athugasemd
*
Talan í myndinni hér að ofan er
Skrá athugasemd