Bakgrunnur
Velkomin(n) á
JonDan.is
.
Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.
Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.
Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.
Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".
JonDan.is
Blogg
Greinasafn
Myndir
Hver er maðurinn
Fyrir mitt minni
Minningabrot
Af öðrum toga
Fjölskyldufréttir/Fami...
Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
jan.
21
2010
Stjórnmál
Nú má hvorki segja né þegja
Allt uppi á borðum, er krafa dagsins. Fyrir svo sem hálfum mánuði birtu fjölmiðlar bréfsnuddu frá forsætisráðuneytinu til forseta Íslands, þar sem raktar voru mögulegar afleiðingar þess að hann neitaði að skrifa undir Icesave-lögin. Þá sagði Bjarni Benediktsson ríkisstjórnina hafa stórlega skaðað hagsmuni Íslands með því að ?leka? þessu skjali.
Í sjónvarpsfréttum í kvöld kvað við annan tón. Þar hélt Svavar Halldórsson fréttamaður nokkuð langa vandlætingartölu og bar sig aumlega yfir að vera neitað um afrit af samtölum ráðherra við kollega sína í Bretlandi og Hollandi um Icesave-málið allra síðustu daga.
Ég tilheyri vissulega þeim hópi fólks sem vill hafa allt uppi á borðinu. Engu að síður neyðist ég til að viðurkenna, að þau tilvik geti komið upp, að sumt kunni að þurfa að fara leynt a.m.k. um tíma. Hér er verið að reyna að fá Breta og Hollendinga aftur að samningaborðinu. Til að eyðileggja þann möguleika endanlega, er sú leið einföldust að birta jafnóðum í fjölmiðlum hvert einasta símtal sem ráðherrar eiga við breska og hollenska ráðherra.
Líkurnar á því að unnt verði að semja upp á nýtt á næstu vikum eru ekki miklar, en þær gætu verið einhverjar. Fyrsta skilyrðið er að hér innanlands náist þverpólitísk samstaða um samningsmarkmið. Annað skilyrði er að þessi samningsmarkmið séu þess eðlis, að Bretar og Hollendingar treysti sér til að líta á þau sem grundvöll nýrra samninga.
Þetta þýðir á mannamáli að samningsmarkmiðin geta ekki falið í sér neinar stórar grundvallarbreytingar á þeim samningi sem nú liggja fyrir. Á hinn bóginn er augljóst að breytingarnar þurfa að vera nægilegar til að stjórnarandstaðan geti líka talið eitthvað hafa áunnist.
Þriðja skilyrði þess að hægt sé að ganga frá nýjum samningi á þeim fáu vikum sem eru til stefnu, er að Bretar og Hollendingar telji sig hafa tryggingu fyrir því að sá samningur muni fara átakalítið í gegnum þingið og verða samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta - og að forsetinn neiti ekki aftur að skrifa undir.
Það er í sjálfu sér ekkert mjög flókið að reikna út að allt þetta möndl fer ekki fram fyrir opnum tjöldum. Í rauninni má segja að nýr samningur þurfi í meginatriðum að vera klár áður en hægt verður að senda hina ?formlegu? beiðni um nýjar viðræður.
Óformlegar þreifingar milli ríkisstjórna fara eðli málsins samkvæmt ekki fram í fjölmiðlum. Svo einfalt er það.
Til baka
Efst á síðu
Skrá athugasemd
Tweet
X
Hafðu samband
Mitt nafn
*
Mitt netfang
*
*
Fyrirspurn
*
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Senda
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda
Mitt nafn
Mitt netfang
Athugasemd / efni:
X
Fréttabréf
Nafn
Netfang
*
*
Skrá netfang
Afskrá netfang
Fréttabréf í boði
Engin fréttabréf í boði.
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn
*
Netfang
Blogg / Vefsíða
Athugasemd
*
Talan í myndinni hér að ofan er
Skrá athugasemd