Bakgrunnur
Velkomin(n) á
JonDan.is
.
Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.
Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.
Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.
Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".
JonDan.is
Blogg
Greinasafn
Myndir
Hver er maðurinn
Fyrir mitt minni
Minningabrot
Af öðrum toga
Fjölskyldufréttir/Fami...
Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
jan.
20
2010
Stjórnmál
Þegar maður brýtur lög ...
Þegar maður brýtur lög má yfirleitt búast við að það dragi einhvern dilk á eftir sér, svo sem sektir eða jafnvel tugthúsvist. Nú hafa 9 manns verið ákærðir fyrir að rjúfa friðhelgi Alþingis og ógna öryggi þess þann 8. desember 2008. Trúlega fylgja fleiri ákærur í kjölfarið vegna ýmissa atvika sem gerðust undir lok janúar 2009.
Auðvitað er ekkert sjálfsagðara en að ákært sé fyrir afbrot og menn dæmdir í kjölfarið. Langstærstur hluti þeirra sem mótmæltu í fyrravetur, gerði það af mikilli friðsemd, en örlítill minnihluti greip tækifærið og vildi efna til alvöru óeirða með tilheyrandi meiðingum og limlestingum. Það er minnisvert þegar friðsamir mótmælendur stilltu sér upp fyrir framan lögregluna til að verja hana grjótkasti.
Það vekur svo á hinn bóginn dálitla athygli að lágmarksrefsing skuli vera bundin við heils árs fangelsi. Hér eimir eftir af því gamla viðhorfi stéttaskiptingarinnar að ekki skuli allir vera jafnir fyrir lögum. Enn í dag eru opinberir valdhafar og embættismenn talsvert betur varðir í lögum en almennir borgarar.
Fjölmargar stéttir opinberra starfsmanna hafa jafnan átt greiða leið að eyrum þingmanna og því átt auðvelt með að tryggja sér sérstaka vernd, að ekki sé nú minnst á Alþingismennina og ráðherrana sjálfa. Íslenska réttarkerfið á ekki í vandræðum með að dæma þessa óeirðaseggi. Á því sviði vantar aldeilis ekki löggjöfina. Allt frá einu ári og upp í lífstíðarfangelsi.
Mörgum þykir hins vegar skjóta skökku við að þetta skuli vera fyrstu ákærurnar í kjölfar hrunsins. Og það verður að segjast eins og er, að Alþingismenn hafa ekki verið jafn duglegir að tryggja réttindi almennra borgara og sjálfra sín. Það er ekki fyrr en núna ? eftir hrun ? sem það virðist hvarfla að stöku þingmönnum að kannski sé ekki alveg sanngjarnt, að sá sem skuldar peninga skuli vera réttlaus með öllu um leið og hann getur ekki staðið í skilum.
Og ekki hvarflaði að háttvirtum þingmönnum að setja hér svipaðar lágmarksreglur um krosseignatengsl eða fjáraustur eigenda bankanna í eigin vasa og gilda í mörgum nágrannalöndum. En þrátt fyrir afar frjálslegt lagaumhverfi, létu ýmsir stórgrósserar ekki siðleysið eitt nægja, heldur brutu líka þessi fáu og linkulegu lög sem þrátt fyrir allt voru til.
Einhverjir þeirra verða vonandi hankaðir á endanum, en mig grunar að sakarefnin verði hvorki mjög mörg né mjög stór. Á Íslandi varðar nefnilega ekki beinlínis við lög að setja þjóðina á hausinn. Það flokkast öllu heldur undir óheppni í spilum.
Til baka
Efst á síðu
Skrá athugasemd
Tweet
X
Hafðu samband
Mitt nafn
*
Mitt netfang
*
*
Fyrirspurn
*
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Senda
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda
Mitt nafn
Mitt netfang
Athugasemd / efni:
X
Fréttabréf
Nafn
Netfang
*
*
Skrá netfang
Afskrá netfang
Fréttabréf í boði
Engin fréttabréf í boði.
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn
*
Netfang
Blogg / Vefsíða
Athugasemd
*
Talan í myndinni hér að ofan er
Skrá athugasemd