Bakgrunnur
Velkomin(n) á
JonDan.is
.
Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.
Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.
Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.
Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".
JonDan.is
Blogg
Greinasafn
Myndir
Hver er maðurinn
Fyrir mitt minni
Minningabrot
Af öðrum toga
Fjölskyldufréttir/Fami...
Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
jan.
17
2010
Stjórnmál
Alea iacta est
Teningnum er kastað, sagði Sesar þegar hann fór með her sinn yfir Rubiconfljót, tók stefnuna á Róm, og hafði ekki hugmynd um hvort heldur hann myndi sigra eða deyja. Mér verður hugsað til þessa atburðar og sé ekki fljótu bragði heppilegri líkingu við þá ákvörðun forseta Íslands að neita að pára nafnið sitt.
Það er nefnilega sama hvað okkur finnst um beint lýðræði eða hvort við viljum alls ekki borga, samþykkja að borga eða sleppa með að borga aðeins minna, þá er ógerlegt að sjá fyrir hvort þessi ákvörðun forsetans verður okkur til heilla eða bölvunar. Og ekki minnist ég þess í fljótu bragði að hafa séð meira lagt undir í einu spili.
Auðvitað er hugsanlegt að Bretar og Hollendingar skeri íslenska pólitíkusa, jafnt stjórn og stjórnarandstöðu, niður úr snörunni með því að fallast á nýjan samning, hótinu skárri en þann sem nú liggur fyrir. Munurinn verður þó tæpast neitt gríðarlegur. Fyrirvararnir sem samþykktir voru á þinginu í haust nutu þegjandi samþykkis stjórnarandstöðunnar og þar með má segja að erfitt sé fyrir Íslendinga að leggja nú fram samningsmarkmið sem gangi verulega lengra.
En maður á víst aldrei að segja aldrei. Og það þyrfti kannski ekki endilega neitt mjög stórar breytingar á samningnum til að við gætum eftir á kallað ákvörðun forsetans góða, rétta eða jafnvel snjalla.
Hitt er þó allt eins líklegt að ráðamenn í Bretlandi og Hollandi segi bara þvert nei og nenni ekki að eyða meiri tíma í íslenskar samninganefndir. Þá er ekki beinlínis bjart framundan. Trúlega munu þá rætast ýmsar af hinum svonefndu ?dómsdagsspám? og jafnvel heldur fleiri en færri. Við eigum þó kannski það bjargráð að taka í okkar eigin hendur þá ábyrgð að samþykkja þennan fjandans samning.
En slík niðurstaða virðist ekki í augsýn eins og er. Teningurinn svífur hátt í lofti, hringsnýst og endasendist og ógerningur að sjá fyrir hvaða hlið muni snúa upp þegar hann fellur loksins niður og stöðvast. Það eitt er víst að hér er gamblað stórt í einu kasti.
Til baka
Efst á síðu
Skrá athugasemd
Tweet
X
Hafðu samband
Mitt nafn
*
Mitt netfang
*
*
Fyrirspurn
*
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Senda
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda
Mitt nafn
Mitt netfang
Athugasemd / efni:
X
Fréttabréf
Nafn
Netfang
*
*
Skrá netfang
Afskrá netfang
Fréttabréf í boði
Engin fréttabréf í boði.
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn
*
Netfang
Blogg / Vefsíða
Athugasemd
*
Talan í myndinni hér að ofan er
Skrá athugasemd