Bakgrunnur
Velkomin(n) á
JonDan.is
.
Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.
Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.
Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.
Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".
JonDan.is
Blogg
Greinasafn
Myndir
Hver er maðurinn
Fyrir mitt minni
Minningabrot
Af öðrum toga
Fjölskyldufréttir/Fami...
Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
des.
08
2009
Almennt, Stjórnmál
Við þurfum nýtt dagblað
Áhyggjur norrænna blaðamannasamtaka af stöðu fréttamiðlunar á Íslandi hafa vakið nokkra athygli hérlendis og hreint ekki að ástæðulausu. Ástandið er nefnilega ekki gott. Að ríkisútvarpinu einu frátöldu eru fjölmiðlar hér í eigu auðmanna og að sjálfsögðu undir vissum þrýstingi eigenda sinna.
Vegna þess trausts sem ríkisútvarpið nýtur, má segja að á sviði ljósvakamiðla sé ástandið nokkurn veginn bærilegt eins og er, en á dagblaðamarkaði gegnir öðru máli. Dagblöðin eru nú aðeins tvö og bæði undir hælnum á valdaklíkum í samfélaginu.
Jafnvel þótt ágætir blaðamenn og fréttastjórar sjái um fréttaflutning beggja blaðanna og beinar skipanir berist ekki frá eigendum, er sjálfsritskoðun óhjákvæmileg. Sjálfsritskoðun birtist í því að blaðamenn velja sér fremur umfjöllunarefni sem telja má að eigendum sé hugfelld, en forðast á móti að fjalla um mál sem eigendum hugnast síður, eða þá að slíkar fréttir eru afgreiddar á litlu plássi og jafnvel lítt áberandi. Sjálfsritskoðun er trúlega oftar en ekki ómeðvituð. En hún er jafn slæm fyrir því.
Að vissu leyti var ástandið skárra á tímum flokksblaðanna. Fréttir voru að vísu beinlínis skrifaðar í áróðursskyni, en lesandinn vissi þó a.m.k. af því. Nú hafa úlfarnir verið klæddir í sauðargæru.
Því er gjarnan haldið fram að dagar flokksblaðanna séu liðnir. Það er ekki alls kostar rétt. Samkeppni flokksblaðanna lauk með afdráttarlausum sigri Morgunblaðsins. Tengsl blaðsins og Sjálfstæðisflokksins hafa alla tíð verið sterk, þótt nokkuð hafi losnað um þau á tímabili. Eftir ráðningu fyrrum formanns Sjálfstæðisflokksins á ritstjórastól þarf enginn að velkjast í vafa og áhrifin sjást ekki aðeins í ritstjórnarskrifum, heldur einnig á fréttasíðunum.
Þótt ásýnd Fréttablaðsins sé mýkri, er engin leið að horfa fram hjá þeirri staðreynd að blaðið er í eigu auðmanna og fjölmiðlasamsteypa þessar manna hefur aldrei skilað þeim arði. Tilgangurinn með eignarhaldinu er því einhver annar en venjulegur ?bisness?. Hér skiptir ekki máli þótt þetta veldi kunni nú að stefna í gjaldþrot. Væntanlega munu þá einhverjir aðrir auðmenn taka við.
Staðreyndin er einfaldlega sú að hvorki er heppilegt að stjórnmálaflokkar né auðmenn reki fjölmiðla. Við núverandi aðstæður væri afar æskilegt að nýtt dagblað kæmi á markað. Mjög dreifð eignaraðild gæti tryggt slíku blaði traust. Ritstjóri og blaðamenn yrðu líka ráðnir á faglegum forsendum einum.
Þetta nýja blað þarf að afla sem stærstum hluta tekna sinna með áskriftagjöldum. Ástæðurnar eru tvær: Fríblað hefur hvorki pláss né bolmagn til að grafa mjög djúpt, eða birta fréttaskýringar sem standi undir nafni. Og þótt auglýsingar séu vissulega mikilvægur tekjupóstur, má blað sem vant er að virðingu sinni ekki verða svo háð auglýsendum að þeir geti haft áhrif á ritstjórn og fréttaskrif.
Stofnun nýs dagblaðs gæti á sinn hátt verið hluti af því ?Nýja Íslandi? sem nánast öll þjóðin vill byggja upp úr rústum spillingar og hruns.
Til baka
Efst á síðu
2
Skrá athugasemd
1
des.
08
08:18
2009
Teitur Atlason
Þú gleymir heilu blaði!DV er algerlega með forrystuna hvað varðar efnistök og umfjallanir um hrunið.Eini vandinn við DV er Hreinn Loftsson. Hann ætti að selja hlut sinn í sem flestum pörtum. Þannig yrði blaðið trúverðugra.
2
des.
08
15:54
2009
Jón Dan
DV hefur margt til síns ágætis en er ekki dagblað eins og er. Auk eignarhaldsins hefur DV alltaf haft ákveðið "æsifréttayfirbragð". Þann gamla stimpil yrði erfitt að þvo af. Nýja Ísland þarf nýtt dagblað.
Tweet
X
Hafðu samband
Mitt nafn
*
Mitt netfang
*
*
Fyrirspurn
*
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Senda
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda
Mitt nafn
Mitt netfang
Athugasemd / efni:
X
Fréttabréf
Nafn
Netfang
*
*
Skrá netfang
Afskrá netfang
Fréttabréf í boði
Engin fréttabréf í boði.
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn
*
Netfang
Blogg / Vefsíða
Athugasemd
*
Talan í myndinni hér að ofan er
Skrá athugasemd