Bakgrunnur
Velkomin(n) á
JonDan.is
.
Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.
Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.
Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.
Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".
JonDan.is
Blogg
Greinasafn
Myndir
Hver er maðurinn
Fyrir mitt minni
Minningabrot
Af öðrum toga
Fjölskyldufréttir/Fami...
Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
des.
03
2009
Stjórnmál
Afkvæmi búsáhaldabyltingarinnar
Það tekur merkilega skamman tíma að missa fótanna og detta ofan í skurð. Flestir sem verða fyrir slíku óláni reyna að krafla sig aftur upp sem fyrst. Það gera þingmenn Hreyfingarinnar ekki, heldur velta sér nú í óðaönn upp úr drullunni í skurðbotninum.
Mig rámar í að þetta fólk hafi fyrir kosningarnar í vor lofað því að starfa af heilindum og hafi jafnvel líka nefnt að vinnubrögð á þinginu mætti bæta. Þeim mun furðulegra er að horfa upp á þetta sama fólk sökkva sér svo djúpt í forina sem framast er mögulegt.
Þremenningarnir í Hreyfingunni taka fullan þátt í þaulskipulagðri skemmdarverkastarfsemi á Alþingi. Það er út af fyrir sig nógu ótrúlegt að stjórnarandstaðan skuli hafa búið sér til sérstaka stundaskrá og verkaskiptingu í andsvörum, en hitt sætir þó miklu meiri furðu að fólk sem kosið var á þing á grundvelli búsáhaldabyltingarinnar, skuli taka fullan þátt í því.
Það er að vísu vel þekkt að þegar ný pólitísk öfl bjóða fram með tiltölulega skömmum fyrirvara getur einn og einn furðufugl dottið inn á þing. Því miður er framboð Borgarahreyfingarinnar nú orðið skýrasta dæmið um þetta.
Mér þykir þetta enn sorglegra fyrir þá sök að ég fagnaði framboðinu á sínum tíma og batt vonir við að nýju þingmennirnir, sem nánast voru pikkaðir upp af götunni, myndu rífa kjaft og beita sér gegn þeim vinnubrögðum sem helst valda því að almenningur í landinu ber enga virðingu fyrir þjóðþinginu, heldur hefur á því skömm og fyrirlitningu.
Þráinn Bertelsson er sá eini af fjórum þingmönnum Borgarahreyfingarinnar sem hefur staðið undir væntingum, enda gegnheill maður og heiðarlegur.
Það er kannski skrýtið að mitt í þessum fremur dapurlegu hugsunum skuli rifjast upp fyrir mér dálítil skemmtisaga sem mér var eitt sinn sögð af framboðsraunum nýs flokks. Undirbúningstími var lítill og þekking forystumanna á þeim fjölda fólks sem hringdi af ýmsum landshornum auðvitað oftast engin. Raðað var á lista í skyndingu, því næst haldið í framboðsferð um landið og fundir víðast haldnir í félagsheimilum. Auk forystumanna úr Reykjavík talaði auðvitað efsti maður á lista í hverju kjördæmi. En í einu landsbyggðarkjördæminu brá svo við að efsti maður á lista var í banni í öllum félagsheimilum vegna drykkjuláta og slagsmála á böllum.
Búsáhaldabyltingin var sjálfsprottin alþýðuhreyfing og boðaði heiðarleika, gagnsæi og aukið lýðræði. Helstu forystumenn mótmælanna ætluðu sér þó aldrei að nýta sér hvítfextan öldutoppinn til að skola sjálfum sér inn á þing. Það gerðu aðrir. Og af þeim eru nú þrír orðnir alveg jafn útbíaðir af drullu og fjórflokkurinn gamli, sem ætlunin var að knésetja, eða a.m.k. kenna dálitla lexíu.
Þessir þrír þingmenn eru nú uppvísir að leynimakki, sem eitt og sér felur í sér óheiðarleika. Þeir eru líka uppvísir að nánu samstarfi við þann stjórnmálaflokk sem búsáhaldabyltingarfólki var verst við. Má vera að þremenningarnir beri enn einhverja lýðræðisást í brjósti, þótt gagnsæið og heiðarleikinn séu fyrir bí, en það dugar skammt þegar traustið er farið.
Verst af öllu er þó að með framgöngu sinni á Alþingi hefur þessu blessaða fólki líklega tekist að eyðileggja alveg möguleika nýrra framboða til að ná kjörfylgi næstu 10-20 árin eða svo. Eftir að hafa horft upp á þessi ósköp hugsar fólk sem svo: Ætli gamli fjórflokkurinn sé ekki skárri. Maður veit þó allavega hvar maður hefur hann.
Til baka
Efst á síðu
Skrá athugasemd
Tweet
X
Hafðu samband
Mitt nafn
*
Mitt netfang
*
*
Fyrirspurn
*
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Senda
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda
Mitt nafn
Mitt netfang
Athugasemd / efni:
X
Fréttabréf
Nafn
Netfang
*
*
Skrá netfang
Afskrá netfang
Fréttabréf í boði
Engin fréttabréf í boði.
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn
*
Netfang
Blogg / Vefsíða
Athugasemd
*
Talan í myndinni hér að ofan er
Skrá athugasemd