Bakgrunnur
Velkomin(n) á
JonDan.is
.
Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.
Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.
Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.
Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".
JonDan.is
Blogg
Greinasafn
Myndir
Hver er maðurinn
Fyrir mitt minni
Minningabrot
Af öðrum toga
Fjölskyldufréttir/Fami...
Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
nóv.
29
2009
Stjórnmál
Birgir: Klipptu buxurnar
Birgir Ármannson heitir maður sem er reyndar ekki lengur mjög ungur í árum talið. En hann er svo sannarlega ungur í andanum. Hann komst í gegnum lögfræðideildina og er sem sagt lögræðingur að mennt. Að þessu leyti er hann er mér miklu fremri.
Birgir þessi á nú sæti á Alþingi Íslendinga og er þar að sumu leyti fremstur meðal jafningja. Ég hygg að enginn komist með tærnar þar sem hann hefur hælana varðandi andsvör. Ég byggi þetta ekki á neinni tölfræði og gæti þess vegna haft rangt fyrir mér.
En Birgir er duglegur. Það verður ekki af honum tekið. Hann fer í ræðustól og veitir andsvör við flestum ræðum. Þessa dagana andsvarar hann reyndar einkum sínum eigin samflokksmönnum.
Ég veit þetta vegna þess að ég skrepp stundum frá tölvunni og fæ mér brauðsneið eða kafffibolla og nota þá tímann til að fylgjast með þeim gríðarlega merkilegu ræðum sem haldnar eru Alþingi.
Reyndar hef ég einu sinni hitt Birgi Ármannsson. Þá var ég blaðamaður og Birgir mætti í eigin persónu og stóð yfir mér drykklanga stund til að útskýra fyrir mér hvernig ákveðin frétt skyldi vera orðuð.
Mér varð að vísu örlítið á í messunni. Þegar ég gekk frá fréttinni til birtingar var hún dálítið frábrugðin því sem Birgir hafði lesið mér fyrir.
Ég verð að viðurkenna að sjálfstraust þessa unga manns kom mér nokkuð á óvart. Hann virtist sem sé í fullri alvöru halda að hann gæti bara labbað inn á fréttastou og sagt þar fyrir verkum. En þetta vakti áhuga minn og ég síðan fylgst dálítið með honum.
Birgir Ármannson er auðvitað prýðilegur þingmaður. Hann mætir t.d. alltaf í jakkafötum og með bindi. Mér þætti þó vænt um að hann tæki sér skæri og klippti neðan af buxunum sínum, sisvona dálítið fyrir ofan hné.
Og þessi tillaga mín er að sjálfsögðu einungis borin fram til að undirstrika þá staðreynd að árafjöldinn skiptir ekki endilega öllu máli. Birgir mun vera orðinn fertugur, en ég held að hann gerði rétt í að sýna það í klæðaburði hversu ungur hann er í andanum.
Til baka
Efst á síðu
Skrá athugasemd
Tweet
X
Hafðu samband
Mitt nafn
*
Mitt netfang
*
*
Fyrirspurn
*
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Senda
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda
Mitt nafn
Mitt netfang
Athugasemd / efni:
X
Fréttabréf
Nafn
Netfang
*
*
Skrá netfang
Afskrá netfang
Fréttabréf í boði
Engin fréttabréf í boði.
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn
*
Netfang
Blogg / Vefsíða
Athugasemd
*
Talan í myndinni hér að ofan er
Skrá athugasemd