Bakgrunnur
Velkomin(n) á
JonDan.is
.
Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.
Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.
Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.
Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".
JonDan.is
Blogg
Greinasafn
Myndir
Hver er maðurinn
Fyrir mitt minni
Minningabrot
Af öðrum toga
Fjölskyldufréttir/Fami...
Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
nóv.
25
2009
Almennt, Stjórnmál
Darwin, Keynes og útrásarvíkingasveitin
Nú eru liðin 150 ár síðan Charles Darwin mannaði sig loksins upp í að láta prenta þróunarkenningu sína. Hann stóð þá á fimmtugu og hafði meira eða minna byrgt þetta hræðilega leyndarmál inni í sjálfum sér nærri hálfa ævina.
Sá ágæti bloggari
Baldur McQueen fjallaði í gær
dálítið um hagfræðinginn John Maynard Keynes og þá barnalegu bjartsýni hans að einni öld eftir hrunið á Wall Street 1929, yrði samfélag manna orðið svo vitiborið að óhófleg græðgi og peningasöfnun yrði litin hornauga.
Sennilega má fullyrða að Keynes hafi verið merkasti hagfræðingur 20. aldar. Hann mun hafa orðið fyrstur manna til að átta sig á svonefndum margfeldisáhrifum og setti m.a. fram þá sjálfsögðu kenningu að ríkisumsvif mætti nota til að draga úr sveiflum í markaðshagkerfi.
Keynes hefur trúlega ekki órað fyrir því að einungis hálfri öld eftir hrunið á Wall Street yrði sá einfaldi sannleikur sem hann boðaði, settur út í kuldann, en í staðinn horfið aftur til þess hugsunarháttar sem ríkti í Bandaríkjunum eftir fyrra stríð og beinlínis leiddi af sér hrunið 1929.
Þetta gerðist sem sagt kringum 1980 þegar Thatcher komst til valda í Bretlandi og Ronald Reagan í Bandaríkjunum. Þá taldist Keynes ?úreltur?, en var að vísu enduruppgötvaður í mikilli skyndingu fyrir svo sem ári.
Keynes hefur á hinn bóginn ekki verið vel lesinn í fræðum Darwins. Í þróunarsögulegum skilningi tekur það nefnilega gott betur en 100 ár að breyta mannlegu eðli. Talið er að nútímamaðurinn hafi verið orðinn nokkurn veginn fullskapaður fyrir um 200.000 árum. Eðlislægar hvatir tegundarinnar hafa ekki breyst mikið á þessum tíma.
Sú viðleitni að koma sér sem efst í virðingarstigann er mannskepnunni meðfædd og raunar vel þekkt meðal félagslega þenkjandi dýrategunda yfirleitt. Ástæðan er einföld. Lífslíkurnar aukast eftir því sem einstaklingurinn er ofar í goggunarröðinni.
Lengst af var það vöðvastyrkurinn sem mestu réði, en með gjörbreyttum lifnaðarháttum hefur þetta líka breyst og peningar gegna nú að miklu leyti því hlutverki sem vöðvarnir gerðu áður.
Þannig má með nokkrum rétti segja að útrásarvíkingarnir hafi fylgt eðlisávísun sinni. En þessi eðlisávísun, sem í ættbálkasamfélögum fyrri árþúsunda, var bæði gagnleg og nauðsynleg, felur í sér óhugnanlegan eyðingarmátt í samfélagi nútímans.
Það kann vel að vera að mannkyn, sem býr í nánu sambýli í stórborgum muni ná að aðlagast breyttum aðstæðum og þróast í átt til mannúðar og samheldni, en það tekur langan tíma. Kannski má sjá votta fyrir breytingum eftir 5.000 ár og kannski verða siðræn gildi orðin mannskepnunni eðlislæg eftir 50.000 eða 500.000 ár ? ef tegundin verður ekki útdauð löngu fyrir þann tíma.
En svo lengi sem mannlegt eðli er nokkurn veginn óbreytt er þarflaust að gera því skóna að útrásarvíkingar eða aðrir fjárglæframenn hafi einhverja vitræna stjórn á gerðum sínum. Þeim er enn eðlislægt að haga sér líkt og apar í trjám. Það er fátt annað en útlitið sem hefur breyst.
Af þessu leiðir sem sagt að markaðurinn verður seint fær um að stjórna sér sjálfur. Þvert á móti þarf að setja utan um hann traustar girðingar og vakta hann að auki dag og nótt. Það má læra af Darwin og Keynes.
Til baka
Efst á síðu
Skrá athugasemd
Tweet
X
Hafðu samband
Mitt nafn
*
Mitt netfang
*
*
Fyrirspurn
*
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Senda
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda
Mitt nafn
Mitt netfang
Athugasemd / efni:
X
Fréttabréf
Nafn
Netfang
*
*
Skrá netfang
Afskrá netfang
Fréttabréf í boði
Engin fréttabréf í boði.
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn
*
Netfang
Blogg / Vefsíða
Athugasemd
*
Talan í myndinni hér að ofan er
Skrá athugasemd