Bakgrunnur
Velkomin(n) á
JonDan.is
.
Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.
Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.
Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.
Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".
JonDan.is
Blogg
Greinasafn
Myndir
Hver er maðurinn
Fyrir mitt minni
Minningabrot
Af öðrum toga
Fjölskyldufréttir/Fami...
Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
okt.
29
2009
Almennt
Verndum villiféð II
Í hádegisfréttum var haft eftir Ólafi Dýrmundssyni, ráðunauti Bændasamtakanna, að villiféð í Tálknanum hefði ekkert verndunargildi, enda væri slíkar kindur enn að finna víða um land. Ólafur ætti reyndar að þekkja þetta betur en flestir aðrir, en þó læðist að mér sá grunur að hann sé einkum að tala um forystufé.
Forystufé er til allrar lukku ekki útdautt, heldur hefur þvert á móti verið ræktað sérstaklega og bændum býðst nú sæði úr forystuhrútum í þessu skyni. Forystufé hefur þannig fengið að haldast nokkrun veginn ósnortið og því hefur verið hlíft við þeirri miklu holdasöfnun sem ræktuð hefur verið í annað fé með stöðugum kynbótum í meira en hálfa öld.
Sé enn til annað sauðfé en forystufé sem ekki hefur verið ræktað til að ná upp aukinni frjósemi og bættu holdarfari, er ekki seinna vænna að hugsa til þess að varðveita þann stofn, ef menn hafa til þess áhuga á annað borð. Og í því skyni virðist mér alveg ótvírætt að Tálknaféð gæti orðið beinlínis ómetanleg uppistaða.
Allt annað mál er svo það, að villifé hefur aldrei fyrr verið til á Íslandi og ég er efins um að réttlætanlegt sé að láta sauðfé ganga alveg villt, jafnvel þótt úr því gæti orðið áhugaverð þróunartilraun á svo sem 500 ? 1.000 árum.
Hér er þess fyrst og fremst að gæta, að sauðkindin hefur svo lengi verið undir verndarvæng mannsins að hún er fyrir löngu hætt að fara sjálf úr hárum, heldur safnar árlega hverju reyfinu utan á annað. Kindum þarf því að vera hægt að ná til rúnings á hverju ári. Þegar fennir, blotar og frýs á víxl getur myndast svo þung klakabrynja á ullinni að það verði kind í mörgum reyfum ofviða. Þetta, ásamt ullarhafti, gæti verið ein helsta skýringin á því að fé í Tálknanum verði ekki gamalt.
Áhugasamir einstaklingar hafa tekið íslenska hundinn og landnámshænsnin undir sinn verndarvæng og rækta nú þessa stofna. Því miður hefur íslenska sauðkindin ekki enn notið sama velvilja. Úr því þyrfti að bæta.
Til baka
Efst á síðu
Skrá athugasemd
Tweet
X
Hafðu samband
Mitt nafn
*
Mitt netfang
*
*
Fyrirspurn
*
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Senda
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda
Mitt nafn
Mitt netfang
Athugasemd / efni:
X
Fréttabréf
Nafn
Netfang
*
*
Skrá netfang
Afskrá netfang
Fréttabréf í boði
Engin fréttabréf í boði.
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn
*
Netfang
Blogg / Vefsíða
Athugasemd
*
Talan í myndinni hér að ofan er
Skrá athugasemd