Bakgrunnur
Velkomin(n) á
JonDan.is
.
Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.
Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.
Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.
Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".
JonDan.is
Blogg
Greinasafn
Myndir
Hver er maðurinn
Fyrir mitt minni
Minningabrot
Af öðrum toga
Fjölskyldufréttir/Fami...
Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
okt.
28
2009
Almennt
Verndum villiféð
Það er ótrúleg skammsýni og furðuleg mannheimska ef það villifé sem náðist á Tálkna í gær verður flutt í sláturhús. Eftir mjög öflugt ræktunarstarf íslenskra sauðfjárbænda síðustu hálfa öld, gætu þessar kindur verið síðustu leifar þess stofns, sem þraukaði hér með þjóðinni í meira en þúsund ár.
Nú er að vísu ekki svo að skilja að ég áfellist bændur fyrir að rækta upp meiri vöðvafyllingu og frjósemi til að fá sem bestar og verðmætastar afurðir. Það er út af fyrir sig fyllilega eðlileg stefna.
En á hinn bóginn þætti mér líka eðlilegt að þjóðin leyfði sér þann munað að viðhalda litlum stofni af þeirri gerð sauðfjár sem öldum saman lifði hér af harða vetur með lítilli heygjöf eða jafnvel engri. Þessi rammíslenski sauðfjárstofn mun litlum eða engum breytingum hafa tekið frá landnámi og fram á miðja 20. öld, þegar markviss ræktun og kynbætur hófust fyrir alvöru.
Sjálfur vandist ég þeim starfa í barnæsku að standa yfir ánum og halda þeim til beitar þegar heyforði til vetrarins var af skornum skammti. Þessar ær voru allt öðru vísi byggðar en það sauðfé sem nú er víðast ræktað í sveitum landsins. Þær voru t.d. dæmis mun háfættari og vöðvarýrari. Frjósemi var heldur ekki mikil. Á mörgum bæjum held ég að tvílembur hafi ekki verið nema á bilinu 30-50%.
En þessar ær voru þolnar og duglegar að bjarga sér. Þær gátu líka yfirleitt borið lömbum sínum hjálparlaust og gerðu það úti í haga eftir að fé var sleppt úr húsum á vorin. Nú er þetta breytt. Frjósemi hefur aukist gríðarlega. Í bernsku minni þótti það stór viðburður ef ær bar þremur lömbum, en nú er það algengt. Það þykir meira að segja ekki tiltökumál þótt lömbin séu fjögur eða jafnvel fimm.
Nú er fé haft á húsi á sauðburði og vakað yfir vegna þess hve mörgum ám þarf að hjálpa. Íslenskir sauðfjárbændur hafa vissulega náð miklum og góðum árangri í því að auka kjötframleiðsluna, en það lágfætta og stríðalda fé sem nú skilar afurðum sínum á diskana okkar, myndi sennilega ekki lifa til jóla ef því væri sleppt á Tálkna, hvað þá þreyja þorrann og góuna og svo áfram til vors.
Við ættum þess vegna að nota þetta tækifæri til að rækta aftur upp þann forna, heilbrigða og heilsuhrausta stofn sem lifði af í þessu landi við ótrúlegustu aðstæður og hélt lífinu í þessari þjóð frá fyrstu landnámsárunum og allt fram til hins tæknivædda nútíma.
Eiginlega get ég varla hugsað mér merkilegri né þjóðlegri menningarverðmæti en einmitt íslensku sauðkindina.
Til baka
Efst á síðu
1
Skrá athugasemd
1
okt.
29
00:31
2009
Jón Frímann
Við þetta má bæta að lögin sem viðkomandi aðildar vísa til í réttlætingu sinni, virðast ekki vera til. Reglugerðin fjallar ennfremur um sauðfé á búi, en ekki í villtri náttúru, og það er ekkert sem bannar það að villt sauðfé sé til á Íslandi eftir því sem ég kemst næst.Mér sýnist þarna hafa verið um algera oftúlkun á þeim lögum og reglugerðum sem gilda á Íslandi um þessi mál.Um þetta fjallaði ég á blogginu mínu, og vísaði beint og lög og reglugerðir máli mínu til stuðnings.
Tweet
X
Hafðu samband
Mitt nafn
*
Mitt netfang
*
*
Fyrirspurn
*
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Senda
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda
Mitt nafn
Mitt netfang
Athugasemd / efni:
X
Fréttabréf
Nafn
Netfang
*
*
Skrá netfang
Afskrá netfang
Fréttabréf í boði
Engin fréttabréf í boði.
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn
*
Netfang
Blogg / Vefsíða
Athugasemd
*
Talan í myndinni hér að ofan er
Skrá athugasemd