Bakgrunnur
Velkomin(n) á
JonDan.is
.
Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.
Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.
Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.
Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".
JonDan.is
Blogg
Greinasafn
Myndir
Hver er maðurinn
Fyrir mitt minni
Minningabrot
Af öðrum toga
Fjölskyldufréttir/Fami...
Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
okt.
25
2009
Almennt
Leyfist auglýsendum allt?
Auglýsingar eru æ oftar tómur þvættingur, iðulega tóm lygi og í besta falli sjaldnast nema hálfsannleikur. Hin raunverulega merking langflestra auglýsingar er þessi: ?Láttu mig endilega hafa peningana þína!? Þessa dagana hótar Síminn að eyða efni af harða diskinum þínum ef þú lætur hann ekki hafa peningana þína.
Síminn kaupir heilsíður í blöðum undir þessa ósvífnu lygi. Dæmigerður villuboðagluggi er birtur um miðbik síðunar. Og þar er því beinlínis haldið fram að ef þú sendir skjal með tölvupósti, sé skjalinu samstundis eytt af harða diskinum. Þvílíkt endemis bull.
En auðvitað er hægt að redda þessu vandamáli. Þú þarft bara að láta Símann hafa peningana þína. Síminn býðst til að taka afrit af harða diskinum þínum í ?VIST? ? ef þú bara lætur hann hafa peningana þína.
Auðvitað er nauðsynlegt að taka afrit af tölvugögnum. Ég geri það reglulega. Og ég nota meira að segja nokkurn veginn sömu aðferð og Síminn býður upp á. Að kvöldi vinnudags sendi ég sjálfum mér dagsverkið í tölvupósti. Ef harði diskurinn hrynur eða tölvunni er stolið, eru vinnuskjölin mín á vísum stað. Og það kostar ekki eina krónu.
Þessi auglýsing Símans er svo ósvífin að hún gæti ein og sér orðið ágætis fréttamál. En slík mál tekur enginn fjölmiðill upp. Sá fjölmiðill fengi nefnilega ekki fleiri auglýsingar frá Símanum. Ég þekki þetta vel.
Á blaðamennskuárum mínum var ég m.a. eitt sinn boðaður á fund hjá fyrirtæki og æðstu stjórnendurnir eyddu klukkutíma í að útskýra fyrir mér að allt ljótt sem mér hefði borist til eyrna um fyrirtækið væri lygi og óhróður. Daginn eftir barst mér svo ?afrit? af bréfi sem fyrirtækið sendi auglýsingastjóranum.
Það er mikill barnaskapur að ímynda sér að einhvers konar Kínamúrar séu milli auglýsingadeilda og ritstjórna á fjölmiðlum. Líka barnaskapur að ímynda sér að hægt sé að reisa slíka múra með lögum.
En það er hægt að setja annars konar löggjöf. Vandaða löggjöf um hvað leyfist í auglýsingum. Og hér þarf allt sem ekki er leyft að vera bannað ? ekki öfugt. Og það er ekki flókið. Í auglýsingum á að vera leyfilegt að segja satt og rétt frá. Allt annað á að vera bannað.
Viðurlög þurfa að vera ströng. Skyldi forstjóri Símans voga sér að birta þessa auglýsingu ef viðurlögin væru þau að fyrirtækinu leyfðist ekki að bjóða þessa tilteknu þjónustu, eða aðra sambærilega, næstu 5 árin? Eða ef hann þyrfti að dúsa bak við lás og slá í svo sem hálft ár?
Fyrir mína parta er ég reiðubúinn að leggja fram dálitla peninga til að byggja fangelsi undir forstjóra Símans og aðrar ámóta græðgisfígúrur. Slíkt fangelsi þarf ekki að vera dýrt, því aðbúnaður þarf ekki að vera tiltakanlega góður. Svona eins og við sjáum í bandarískum bíómyndum væri held ég ágætlega við hæfi.
Til baka
Efst á síðu
Skrá athugasemd
Tweet
X
Hafðu samband
Mitt nafn
*
Mitt netfang
*
*
Fyrirspurn
*
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Senda
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda
Mitt nafn
Mitt netfang
Athugasemd / efni:
X
Fréttabréf
Nafn
Netfang
*
*
Skrá netfang
Afskrá netfang
Fréttabréf í boði
Engin fréttabréf í boði.
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn
*
Netfang
Blogg / Vefsíða
Athugasemd
*
Talan í myndinni hér að ofan er
Skrá athugasemd