Bakgrunnur
Velkomin(n) á
JonDan.is
.
Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.
Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.
Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.
Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".
JonDan.is
Blogg
Greinasafn
Myndir
Hver er maðurinn
Fyrir mitt minni
Minningabrot
Af öðrum toga
Fjölskyldufréttir/Fami...
Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
okt.
23
2009
Stjórnmál
Skerið endilega niður ? bara ekki mig!
Allir virðast sammála um að hraustlega þurfi að skera niður ríkisútgjöld, en samtímis upphefst grátur og gnístran tanna í hverju horni. Varla er til sá forstöðumaður á vegum ríkisins sem ekki rís upp, styður sig titrandi fram á grátstafinn og mótmælir því harðlega að skorið verði niður hjá sér.
Það er þó ekki þannig að niðurskurðarhnífnum verði beitt einum og sér. Ríkisstjórnin vill líka hækka skatta á fólk sem hefur hærri tekjur og bæta við nýjum skattstofnum, m.a. byrja að taka pínulitla leigu fyrir afnot af helstu auðlindum í eigu þjóðarinnar ? auðlindum sem hingað til hefur verið úthlutað ókeypis til þeirra sem voru í náðinni.
Og þar rís nú líka upp hver hagsmunagæslumaðurinn á fætur öðrum. Þessir menn láta sér reyndar ekki nægja að styðja sig við grátstafinn, heldur sveifla honum ógnandi í kringum sig. Hóta hikstalaust að atvinnulífið fari allt á hausinn ef stórgróðafyrirtækin fái ekki að menga að vild án þess að borga fyrir eða útvaldir sægræfar fái ekki að halda áfram að ganga í sjávarauðlindina án endurgjalds.
Frekjan ríður ekki við einteyming, var sagt hér í gamla daga. Og mér sýnist það lítið hafa breyst. Þrátt fyrir þau áföll sem hafa riðið yfir þetta samfélag er enn til fólk sem á nóg af peningum og getur vel borgað. Einmitt þetta sama fólk hrópar nú á torgum og heimtar að vera látið í friði með aurana sína.
Og hér er kannski kominn heppilegur mælikvarði fyrir Alþingi, þegar að því kemur að gera breytingar á fjárlagafrumvarpi næsta árs. Takið þá sem hæst væla og skattleggið þá sérstaklega. Þeir eiga peninga.
Til baka
Efst á síðu
Skrá athugasemd
Tweet
X
Hafðu samband
Mitt nafn
*
Mitt netfang
*
*
Fyrirspurn
*
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Senda
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda
Mitt nafn
Mitt netfang
Athugasemd / efni:
X
Fréttabréf
Nafn
Netfang
*
*
Skrá netfang
Afskrá netfang
Fréttabréf í boði
Engin fréttabréf í boði.
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn
*
Netfang
Blogg / Vefsíða
Athugasemd
*
Talan í myndinni hér að ofan er
Skrá athugasemd