Bakgrunnur
Velkomin(n) á
JonDan.is
.
Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.
Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.
Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.
Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".
JonDan.is
Blogg
Greinasafn
Myndir
Hver er maðurinn
Fyrir mitt minni
Minningabrot
Af öðrum toga
Fjölskyldufréttir/Fami...
Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
sep.
28
2009
Almennt
Fjölskyldudagur
Í dag hef ég alveg sleppt því að velta fyrir mér vandamálum samfélagsins. Í dag átti konan mín nefnilega afmæli. Og að auki fékk sonur okkar bikar. Við feðgarnir sáum svo um kvöldmatinn fyrir afmælisbarnið.
Það er nú óneitanlega þannig að að maður verður pínulítið upp mé sér þegar börnin manns ná árangri. Í vor voru liðin 9 ár síðan þetta ævintýri hófst. Séamus gat sér snemma orð fyrir harðfylgi og óttaleysi.
Fáein atvik eru vissulega minnisstæð. Simmi var strax frá upphafi það sem móðir hans kallaði ?glory hunter?. Sem sagt komu bara tvær stöður á vellinum til greina: Framherji sem skorar eða markmaður sem ver.
Mér er afar minnisstætt lítið atvik á Shellmóti Eyjum fyrir allmörgum árum ? í leik milli ÍBV og Þróttar. ÍBV fékk vítaspyrnu og átta strákar fögnuðu. Vel að merkja í sjö manna bolta. Þetta voru 7 leikmenn ÍBV og að auki markmaður Þróttar. Vítaspyrnan var ekki illa tekin ? en varin.
Mér er líka minnistætt atvik á Skaganum: Þá var Vilhjálmur Séamus framherji og átti samkvæmt skipulaginu ekki að fara í vörn, heldur bíða þess að einhver hreinsaði fram. Eftir nokkuð langa vörn kom þar að vorir menn voru ofurliði bornir, markmaðurinn farinn í skógarferð og skotið á leiðinni. Við foreldrarnir á endalínunni ákváðum að sætta okkur við tap. Boltinn á hraðferð inn í markið. EN ? Birtist þá ekki öllum að óvörum fótur á marklínunni og þrusar tuðrunni langt fram á völl.
Þar var kominn Vilhjálmur Séamus og ekki tilbúinn að gefast upp fyrir einum né neinum. Best man ég þó röddina við hlið mér sem sagði:
- Heyrðu! Er hann ekki frammi?
Nú er hann 15 ára og ekki lengur auðþekktur á því að vera allra- langminnstur á vellinum. Eins og sjá má á myndinni er hann vaxinn móður sinni yfir höfuð. Til viðbótar eru fáeinir vöðvar að koma til víðs vegar bæði á búk og útlimum. Hann hrynur þess vegna ekki lengur af stórum strákum eins og fluga. Nú ráða aðstæður hvor fýkur í návígi.
Þannig vaxa ungir menn.
Frú Marion McGreevy fékk þarna held ég sína bestu afmælisgjöf. Kannski hefur það ekki spillt neinu að ég skyldi sæmdur silfurmerki Þróttar við sama tækifæri fyrir lítils háttar þátttöku í því foreldrastarfi sem Þróttur er svo frægur fyrir.
Og má ég vekja athygli á því að á myndinni virðist Marion heilum 15 árum yngri en hún var þegar Sémus fæddist.
Til baka
Efst á síðu
3
Skrá athugasemd
1
sep.
28
00:30
2009
-DJ-
Falleg er framtíð okkar landsliðs með svona menn í boði!
2
sep.
28
09:17
2009
Inga
Æ - en þið öll flott! Til hamingju með árangurinn - og daginn!
3
okt.
05
15:27
2009
-SJ-
Algjör snilld. Simmi gull, pabbi silfur og kannski má segja að hárlitur Marion sé eilítið brons :)Það gerist ekki flottara. Hamingjuóskir frá Sibbu til ykkar allra.
Tweet
X
Hafðu samband
Mitt nafn
*
Mitt netfang
*
*
Fyrirspurn
*
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Senda
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda
Mitt nafn
Mitt netfang
Athugasemd / efni:
X
Fréttabréf
Nafn
Netfang
*
*
Skrá netfang
Afskrá netfang
Fréttabréf í boði
Engin fréttabréf í boði.
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn
*
Netfang
Blogg / Vefsíða
Athugasemd
*
Talan í myndinni hér að ofan er
Skrá athugasemd