Bakgrunnur
Velkomin(n) á
JonDan.is
.
Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.
Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.
Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.
Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".
JonDan.is
Blogg
Greinasafn
Myndir
Hver er maðurinn
Fyrir mitt minni
Minningabrot
Af öðrum toga
Fjölskyldufréttir/Fami...
Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
okt.
16
2012
Almennt
Ókeypis auglýsing um okurlán
Samkvæmt fréttum ýmissa fjölmiðla (
Eyjan hér
), samþykktu samtök smálánafyrirtækjanna í gær að fella niður „að fullu og öllu“ lán „geðfatlaðra einstaklinga“.
Samtök smálánafyrirtækjanna eiga sér
heimasíðu
, en þar hefur ekki birst nein frétt um þessa ákvörðun. Aftur á móti er þar að finna siðareglur. Og þar segir orðrétt: „Forsvarsmenn geðfatlaða geta haft samband við smálánafyrirtæki og fengið niðurfellingu kostnaðar og vaxta“
Hvað þýðir þetta? Jú, þetta ákvæði gildir sem sagt alveg örugglega um þá sem sviptir hafa verið fjárráðum. En þeir hafa jú lögum samkvæmt ekki rétt til til að taka lán upp á eigin spýtur og lán til þeirra því ekki innheimtanleg.
En hvað um þá geðfötluðu einstaklinga sem eru fjárráða og mega takast á við eigin fjármál, geta m.a tekið lán á eigin ábyrgð? Það eru ekki þeir sjálfir sem geta sótt um niðurfellingu, heldur „forsvarsmenn“ þeirra. Fjárráða einstaklingar eiga sér yfirleitt ekki neina tiltekna forsvarsmenn. Ættingjarnir þurfa væntanlega að fela einhverjum þetta hlutverk. Og síðan tekur örugglega langan tíma að meðhöndla umsóknina.
Sennilega nógu langan tíma til að smálánafyrirtækin nái að hirða bæði okurvextina og höfuðstólinn sjálfan af mánaðarlegum bótum, sem lagðar eru inn á bankareikninga. Og ég leyfi mér að efast um að til standi að endurgreiða neitt.
Siðareglurnar nefna ekki höfuðstólinn sjálfan, heldur aðeins vexti og kostnað. Af því er tæpast hægt að draga aðra ályktun en þá, að höfuðstóllinn skuli greiddur hvað sem í skerst.
Með þessari furðufréttatilkynningu sýnist mér smálánafyrirtækin hafa náð sér í ókeypis ímyndarauglýsingu fyrir starfsemi, sem að minni hyggju ætti hreinlega að vera ólögleg.
En það er svo sem ekki nein nýjung í viðskiptaháttum.
Til baka
Efst á síðu
2
Skrá athugasemd
1
ágú.
11
15:36
2020
Kveðja fjárhagsvandamál þín.
Hvað er vandamálið þitt? Er það peningavandamál? Ef svo er mun það vekja áhuga þinn, við erum félagasamtök sem eru með fjármagn og umtalsverða upphæð tilbúin til að fjármagna þig að því tilskildu að þú getir endurgreitt okkur. Netfang: Netfang: jose01pelaez@gmail.com Whatsapp: +33755853462
2
nóv.
29
07:58
2024
osman loanserves
Are you Looking for urgent Loan??for Business/Personal or for any purpose then email us now to get fast approval, with Low Interest rates @ 3%, our E-mail address is below Email osmanloanserves@gmail.com Whats app) +917290857361
Tweet
X
Hafðu samband
Mitt nafn
*
Mitt netfang
*
*
Fyrirspurn
*
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Senda
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda
Mitt nafn
Mitt netfang
Athugasemd / efni:
X
Fréttabréf
Nafn
Netfang
*
*
Skrá netfang
Afskrá netfang
Fréttabréf í boði
Engin fréttabréf í boði.
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn
*
Netfang
Blogg / Vefsíða
Athugasemd
*
Talan í myndinni hér að ofan er
Skrá athugasemd