Bakgrunnur








Velkomin(n) á
JonDan.is.

Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.

Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.

Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.

Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".

Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
sep.

14


2012
Almennt
Borgarbörn
„Finnst fleirum en mér pínulítil kaldhæðni fólgin í því að bjarga sauðfé úr snjónum, aðeins til þess að hægt sé að leiða það til slátrunar?“ Þennan „status“ sá ég á facebook. Heyrði svo svipaða útgáfu á Rás 2.

Margir brugðust við og athugasemdir fóru yfir 30. Sumir tóku undir, en aðrir minntu á að hér væru „verðmæti“ í húfi.

Aðeins einni athugasemd var ég nokkurn veginn sammála. Seinnipartur hennar var svona:

„... Þótt undarlegt megi virðast fyrir okkur borgarbörnin þá þykir flestum bændum vænt um skepnurnar sínar, jafnvel þótt að þær séu haldnar til að framleiða afurðir. Sumir þekkja hverja einustu ær með nafni til dæmis og hafa sinnt þeim á húsi að vetrarlagi í nokkur ár jafnvel.“

Þessari manneskju þakka ég fyrir skilning og samúð.

Tólf ára taldi ég inn í fjárhúsin heima og sá að eina kind vantaði. Ég vissi hvaða leið ærnar höfðu farið og hljóp strax til björgunar. Svo vel þekkti ég þessar 220 ær, að mér var ljóst að það var Ljótunn sem ekki hafði skilað sér. Ég fann hana fljótlega. Hún hafði ekki náð að stökkva alveg yfir „lækinn“ og síðan troðist undir og drukknað.

Ljótunn var reyndar ekki manngælin. En ég syrgði hana samt. Og þegar líflömb eru valin að hausti, minnist ég þess aldrei að hafa dregið lamb yfir í sláturdilkinn án eftirsjár.

Og þeim mun óþægilegra þykir mér að sjá eftirfarandi meðal athugasemdanna:

„Ég var að borða fyrir framan sjónvarpið þegar farið var út í það í sjónvarpsþættinum í gær að plokka hænsnfugla lifandi, að því að virtist. Alla vega voru þeir enn spriklandi þegar verið var að reyta þá og dýfa í sjóðandi vatn. Það var ekki fögur sjón og hefði í raun átt að vara fólk við í upphafi þáttarins.“

Við borðum sem sagt kjöt með bestu lyst, en það má bara örugglega aldrei hafa verið lifandi!

Hversu fjarlæg raunveruleikanum getur hugsun borgarbarna orðið?












X
Hafðu samband

Mitt nafn


Mitt netfang


Fyrirspurn




Talan í myndinni hér að ofan er





X
Senda


Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda


Mitt nafn


Mitt netfang


Athugasemd / efni:





X
Fréttabréf

Nafn


Netfang




Fréttabréf í boði

Engin fréttabréf í boði.






Talan í myndinni hér að ofan er






X



Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn


Netfang


Blogg / Vefsíða


Athugasemd



Talan í myndinni hér að ofan er




Skrá athugasemd