Bakgrunnur
Velkomin(n) á
JonDan.is
.
Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.
Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.
Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.
Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".
JonDan.is
Blogg
Greinasafn
Myndir
Hver er maðurinn
Fyrir mitt minni
Minningabrot
Af öðrum toga
Fjölskyldufréttir/Fami...
Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
maí
14
2012
Stjórnmál
Eitt rétt hjá Ólafi Ragnari
Ólafur Ragnar Grímsson hóf kosningabaráttu sína með látum í gær. Af ýmsum ummælum hans mætti ætla að hann væri öllu fremur að bjóða sig fram í Frakklandi en á Íslandi, svo mikil völd sem hann virðist ætla forsetaembættinu. Látum það liggja á milli hluta. Athygli mína fönguðu þau ummæli hans, að fá mál séu betur fallin til þjóðaratkvæðis en kvótamálin.
Þetta er að mínu viti hárrétt hjá Ólafi Ragnari. Fiskistofnar við Ísland eru auðlind í eigu þjóðarinnar og ekkert eðlilegra en að almenningur skeri úr um það í þjóðaratkvæðagreiðslu, hvernig nýtingarrétti skuli úthlutað. Í því máli fæst þó engin vitræn niðurstaða með því einu, að forsetinn vísi til þjóðarinnar þeirri löggjöf, sem nú er í undirbúningi.
Alþingi á sjálft að leggja málið fyrir þjóðina og leyfa henni að kjósa um hvort leigugjald fyrir afnot af auðlindinni skuli ákveðið í eilífu samningaþófi milli ríkisins og útvegsmanna, eða hvort það eigi að ráðast á frjálsum markaði.
Þetta er of stórt mál til að þingmenn geti leyft sér að leysa það með flókinni málamiðlun, sem að sumu leyti gerir illt verra.
Nú er stefnt að þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur Stjórnlagaráðs í október. Við skulum nota tækifærið og fá þá líka fram vilja meirihluta þjóðarinnar varðandi tilhögun arðgreiðslna af fiskveiðiauðlindinni.
Til baka
Efst á síðu
Skrá athugasemd
Tweet
X
Hafðu samband
Mitt nafn
*
Mitt netfang
*
*
Fyrirspurn
*
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Senda
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda
Mitt nafn
Mitt netfang
Athugasemd / efni:
X
Fréttabréf
Nafn
Netfang
*
*
Skrá netfang
Afskrá netfang
Fréttabréf í boði
Engin fréttabréf í boði.
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn
*
Netfang
Blogg / Vefsíða
Athugasemd
*
Talan í myndinni hér að ofan er
Skrá athugasemd