Bakgrunnur








Velkomin(n) á
JonDan.is.

Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.

Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.

Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.

Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".

Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
maí

13


2012
Stjórnmál
Kvótakerfið hefur stóra kosti
Núverandi kvótakerfi í fiskveiðum hefur stóra kosti. Vafasamt er að nokkurt annað fyrirkomulag henti betur til að takmarka veiðar úr takmörkaðri auðlind. Frelsi til að kaupa og selja aflaheimildir hefur skilað mikilli hagræðingu og fiskveiðar eru nú gróðavænlegasti atvinnuvegur landsmanna.

Á framkvæmd þessa kerfis eru hins vegar stórir gallar. Verðlitlum fiski er hent í sjóinn. Handhafar kvóta hafa í raun einokunarrétt og nýliðun því ógerleg. Arðurinn af auðlindinni rennur svo nær óskiptur til útgerðarinnar í formi ofsagróða. En það þarf ekki að vera flókið að skera þessa ágalla af kerfinu.

Sennilega mætti loksins útrýma brottkasti með því einu, að leyfa löndun meðafla og undirmálsfisks án þess telja hann til kvóta. Verðmætið gæti að stórum hluta runnið til góðgerðamála, sem áhöfnin kæmi sér saman um að styrkja.

Einokun útgerða þarf að afnema og sanngjarnt leigugjald á að renna til þjóðarinnar. Sú lausn sem stjórnarmeirihlutinn á þingi hyggst nú ná fram, er þó kannski verri en engin, vegna þess að hún festir einokunarréttinn til langs tíma.

Einfaldasta leiðin er sú, að innleiða lögmál hins frjálsa markaðar. Þetta lögmál gildir nú bara innan hins lokaða einokunarkerfis. Að sjáfsögðu á að bjóða aflaheimildirnar upp. Hinn frjálsi markaður sér þá um rétta verðmyndun og þjóðin fær eðlilega auðlindarentu. Aðferðin opnar líka greinina fyrir nýliðum. 

Því er haldið fram af miklum ákafa, að jafnvel minnstu breytingar setji sjávarútvegsfyrirtækin á hausinn. Gott og vel. Fyrirtæki sem ekki standast heilbrigða samkeppni á markaði eiga sér engan tilverurétt. Þótt öðru sé haldið fram, er sannleikurinn sá, að það breytir engu fyrir almenning í landinu þótt þessi fyrirtæki fari á hausinn.

Gjaldþrota fyrirtæki lenda í eigu bankanna og verða síðan seld hæstbjóðanda eftir afskriftir óviðráðanlegra skulda. Nú virðist stefnt að því að skera ámóta mikið af skuldunum og gert yrði við gjaldþrot, en afhenda fyrirtækin núverandi eigendum sem eins konar gjöf.

Ýmsar leiðir eru færar til að bjóða kvóta upp á markaði, en tryggja útgerðarfyrirtækjum jafnframt ákveðið rekstraröryggi til lengri tíma. Sjálfum hugnast mér best svonefnd „Tilboðsleið“ sem Jón Steinsson hagfræðingur og Þorkell Helgason stærðfræðingur settu fram.

Stjórnarmeirihlutinn á Alþingi gerði réttast í að setja kvótafrumvörpin í ruslakörfuna og hefja strax vinnu við nýtt frumvarp, sem væri í betra samræmi við áform stjórnarflokkanna fyrir síðustu kosningar. Ný lög gætu gengið í gildi 1. september 2013. Til bráðabirgða mætti hækka núverandi veiðigjald strax í haust.

Um útboð aflaheimilda held ég að gæti tekist bærileg þjóðarsátt. Sjálfstæðisflokkurinn og LÍÚ munu að vísu standa utan við þá sátt. En það er líka í góðu lagi. Við talsmenn einokunar og ofsagróða er ekki um neitt að semja.












X
Hafðu samband

Mitt nafn


Mitt netfang


Fyrirspurn




Talan í myndinni hér að ofan er





X
Senda


Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda


Mitt nafn


Mitt netfang


Athugasemd / efni:





X
Fréttabréf

Nafn


Netfang




Fréttabréf í boði

Engin fréttabréf í boði.






Talan í myndinni hér að ofan er






X



Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn


Netfang


Blogg / Vefsíða


Athugasemd



Talan í myndinni hér að ofan er




Skrá athugasemd