Bakgrunnur
Velkomin(n) á
JonDan.is
.
Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.
Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.
Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.
Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".
JonDan.is
Blogg
Greinasafn
Myndir
Hver er maðurinn
Fyrir mitt minni
Minningabrot
Af öðrum toga
Fjölskyldufréttir/Fami...
Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
apr.
18
2012
Almennt
Vinnum við næga sjálfboðavinnu?
Reyndar er mikið um sjálfboðaliðastarf á Íslandi. Björgunarsveitirnar eru gott dæmi. Foreldrastarf hjá íþróttafélögum og í skólum líka. Starf stjórnmálaflokka byggist að stórum hluta á sjálfboðavinnu. Og þannig mætti lengi telja. Er þetta kannski meira en nóg? Eða gætum við gert miklu betur – og liðið betur fyrir bragðið?
Þessari hugsun skýtur upp í kollinum vegna frétta af því, að félagið Íslensk ættleiðing sé nánast að hætta starfsemi vegna fjárskorts. Og peningar til félagsins eiga að sjálfsögðu að koma úr ríkissjóði.
Það er eins gott að viðurkenna strax, að ég veit nánast ekkert um þetta félag. Vel má vera að þar sé unnið öflugt sjálfboðaliðastarf, en það verður a.m.k. ekki í fljótu bragði ráðið af
heimasíðu félagsins
.
Það er ekkert skrýtið þótt kvartað sé. Fólk sem tekið hefur þá ákvörðun að ættleiða barn, bíður þess í ofvæni að sjá draum sinn verða að veruleika. Og nú bregður svo við að ríkiskassinn er tómur. Engir peningar til. En er það endilega hlutverk ríkisins að bera kostnaðinn sem fylgir þessu ferli? Mér finnst það hreint ekki sjálfgefið.
Ekki veit ég hversu mörg börn hafa verið ættleidd hérlendis síðustu ár og áratugi, en þau eru mörg. Og mér þykir ekki ósennilegt að fjöldamargt af því fólki, sem hefur ættleitt börn, gæti meira en vel hugsað sér að miðla öðrum af reynslu sinni í formi sjálfboðavinnu. Hver skyldi vera betur til þess fallinn að halda námskeið fyrir verðandi kjörforeldra, en fólk sem hefur sjálft gengið í gegnum þetta ferli?
Ég ætla síður en svo að andmæla því, að ríkið styðji við þessa starfsemi. Ég geri t.d. ráð fyrir að nauðsynlegt sé að hafa framkvæmdastjóra á launum og einhverja húsaleigu þarf að greiða. En mér þykir samt ekkert ólíklegt að starfsemi þessa félags gæti verið „sjálfbær“ að stærstum hluta. Með frjálsum fjárframlögum mætti kannski sleppa ríkissjóði alveg.
Mér dettur líka í hug allur sá fjöldi nýbúa, sem hingað hefur flust síðasta áratuginn eða svo. Margt af þessu fólki vinnur láglaunavinnu, en þarf sjálft að bera kostnað af því að læra íslensku. Bæði þessu fólki og okkur hinum, er nauðsynlegt að það læri íslensku sem allra fyrst - og sem allra best.
Ég er viss um að til er fullt af fólki, sem væri til í að taka að sér íslenskukennslu í sjálfboðavinnu. Ég gæti sem best hugsað mér að taka þátt í slíku sjálfboðaverkefni, ef það væri í boði.
Þátttaka í sjálfboðaliðastarfi felur í sér laun sem ekki verða metin til peninga: Hreint ótrúlega gleði, félagskennd og lífsfyllingu. Það þekki ég af langri reynslu.
Til baka
Efst á síðu
1
Skrá athugasemd
1
apr.
23
22:34
2012
Gíslína Olafsdóttir
Hjá félagi ÍÆ er undin ómæld sjálfboðarvinna og margir sem koma þar að og stærsti hluti af fræðslu félagins er unninn í sjálfboðavinnu. Hér er aðeins verið að fara fram á fjárframlag frá ríkinu til að standa undir þeim kröfum sem ríkið sjálft setur félaginu að sinna, sem kallar á sérfræðinga sem ekki er hægt að fá til að vinna í sjálfboðavinnu, ekki frekar en þú biður lækna, ljósmæður og annað heilbrigðisstarfsfólk að vinna sína vinnu í sjálfboðavinnu við að sinna meðgöngueftirliti og þeirri fræðslu þar á sér stað. Við sem ættleiðum sækjum ekki þá þjónustu þannig að þarna er verið að fara fram á fé til að standa undir samskonar fjárframlagi. Við sem ættleiðum höfum líka greitt okkar skatta til ríkisins og finnst því sjálfsagt að fá þá þjónustu frá ríkinu í okkar barneignum eins og annað fólk.
Tweet
X
Hafðu samband
Mitt nafn
*
Mitt netfang
*
*
Fyrirspurn
*
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Senda
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda
Mitt nafn
Mitt netfang
Athugasemd / efni:
X
Fréttabréf
Nafn
Netfang
*
*
Skrá netfang
Afskrá netfang
Fréttabréf í boði
Engin fréttabréf í boði.
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn
*
Netfang
Blogg / Vefsíða
Athugasemd
*
Talan í myndinni hér að ofan er
Skrá athugasemd