Bakgrunnur








Velkomin(n) á
JonDan.is.

Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.

Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.

Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.

Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".

Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
apr.

13


2012
Almennt, Stjórnmál
Nákvæmlega eftir pöntun
Þegar við felldum síðasta Icesave-samninginn, vorum við í raun einfaldlega að biðja um það dómsmál, sem nú er að hefjast fyrir EFTA-dómsstólnum. Það þýðir sem sagt lítið að kvarta. Við fengum það sem um var beðið.

Ólafur Ragnar Grímsson forseti gerði held ég rétt í því að vísa málinu til þjóðarinnar og átti varla um annað að velja. Annars vegar var undirskriftalistinn langur og hins vegar mátti engu muna að tillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu yrði samþykkt á Alþingi. Reyndar hefði stjórnarmeirihlutinn átt að sjá þetta fyrir og fallast á þjóðaratkvæðagreiðslu beint frá Alþingi. Það hefði verið mun stórmannlegra.

Sjálfur hafnaði ég fyrri samningnum, en greiddi atkvæði með þeim síðari. Ég vildi heldur taka þessa 47 milljarða eða svo, en láta málið fara fyrir dómstóla og lenda þar með í fullkominni óvissu, ekki aðeins um hvort málið vinnst eða tapast, heldur ekki síður um þann kostnað sem við gætum setið uppi með ef málið tapast.

Ég held að allt of stór hluti kjósenda hafi talið sig vera að kjósa um allt annað, nefnilega hvort við vildum yfirleitt borga eitthvað eða ekki. Í því ljósi séð, verður skiljanlegt hversu mikil reiði grípur um sig þegar ljóst er að við þurfum að verjast í dómsmáli fyrir EFTA-dómstólnum. Að ekki sé nú minnst á heiftúðug viðbrögð við því að framkvæmdastjórn ESB skuli krefjast aðildar að málinu.

Eftir á að hyggja þykir mér sérkennilegt, að engin kosningabarátta skyldi vera háð fyrir síðari þjóðaratkvæðagreiðsluna. Samningurinn sjálfur var samþykktur á Alþingi með atbeina Sjálfstæðisflokksins og þar með yfirgnæfandi meirihluta, 44 atkvæðum gegn 16, en 3 sátu hjá. Fyrstu kannanir sýndu líka að samningurinn yrði samþykktur með um 60% atkvæða gegn 40%. Úrslitin urðu á endanum þveröfug.

Veigamesta ástæðan fyrir þessari kúvendingu kjósenda á tæpum 2 mánuðum, er sennilega sú að fylgjendur samningsins börðust ekki fyrir samþykkt hans. Þvert á móti má helst segja að stjórnarliðar hafi farið í fýlu og skriðið undir sæng. Og að sjálfsögðu var ekki hægt að ætlast til að Sjálfstæðisflokkurinn tæki forystu í málinu, þótt gera hefði mátt ráð fyrir stuðningi hans ef stjórnarflokkarnir hefðu beitt sér.

Fyrir bragðið lögðu andstæðingar samningsins undir sig sviðið óáreittir og sú bullkenning fékk að skjóta rótum að atkvæðagreiðslan snerist um hvort við vildum borga eða ekki. Að sjálfsögðu vildum við ekki borga.

Í raun stóð kosningin auðvitað um, hvort við vildum samþykkja nokkurn veginn ákveðna upphæð eða taka þá áhættu sem dómsmáli fylgir. Við kusum dómsmál og nú fáum við dómsmál - nákvæmlega eftir pöntun.

Í þessu felst engin hrakspá. Það er ekkert víst að við töpum. Rétt eins og allir aðrir Íslendingar vona ég að sjálfsögðu að við förum með sigur af hólmi.




1
apr.

14

10:38


2012
Gísli I


Já ég er sammála því að ríkisstjórnin átti að hrifsa forystuna í þessu máli úr höndum forsetans og stjórnarandstöðu og efna til þjóðaratkvæðis að eigin frumkvæði. Ég er hins vegar á móti því að foretinn hafi ekki átt annara úrkosta. Hann átti auðvitað aðra kosti í stöðunni og á það treystu stjórnvöld. Þessi stjórn er í raun pragmatísk og ekki sérlega populistisk sem kemur á óvart því þannig fannst mér Jóhanna vera sem alþingismaður.


2
apr.

14

11:28


2012


Málshöfðun ESA snýst ekki um peningagreiðslur úr ríkissjóði heldur um þá skyldu ríkisins að tryggja að útborgun lágmarkstryggingar fari fram. Í því fellst ekki að ríkið eigi að greiða úr eigin sjóðum heldur að það sjái til þess að tryggingasjóðurinn greiði.

Icesavesamningarnir snerust ekki um þessa skyldu heldur þá kröfu Breta og Hollendinga að ríkið greiddi óafturkræfa vexti vegna útborgunar þeirra til þegna sinna vegna Icesave. Vilji Bretar og Hollendingar fá greiðslur úr ríkissjóði vegna vaxta af ákvörðun sem þeir tóku einhliða verða þeir að sækja þá kröfu á öðrum vettvangi en fyrir EFTA dómstólnum.

Eina aðkoma ríkisins að Icesave hefði átt að vera lánveiting til TIF þar sem sjóðurinn átti ekki nægt fé til að greiða lágmarkstrygginguna.


3
apr.

14

21:21


2012


Takk fyrir þessi viðbrögð. Vil í upphafi biðjast afsökunar á því að athugasemdakerfið var óvirkt í gærkvöldi.

Gísli: Jú, forsetinn hefði auðvitað getað skrifað undir, en hann hefði þá orðið sjálfum sér verulega ósamkvæmur. Eins og ég tilgreindi í pistlinum sjálfum greiddi ég atkvæði með samningnum og efnislega er ég enn sömu skoðunar. Eftir á að hyggja finnst mér, að það hafi verið gríðarleg mistök að sleppa því, að reka skipulega kosningabaráttu og skýra fyrir almenningi, um hvað raunverulega var kosið. Og það voru mistök ríkisstjórnarinnar en ekki forsetans.

Erlingur: Ég viðurkenni fúslega að ég er ekki vel að mér í lögfræði. En á móti vaxtagreiðslunum féllu Bretar og Hollendingar frá öllum kröfum umfram lágmarkstryggingar, ef ég man rétt. Bæði Bretar og Hollendingar greiddu innistæðueigendum sjálfir mun meira.Það sem þá stóð út af voru mögulega kröfur tiltölulega fárra einstaklinga, sem áttu enn hærri innistæður. En nú eru umframgreiðslur úr tryggingasjóðum Breta og Hollendinga undir líka - vegna þess að við höfnuðum samningnum.










X
Hafðu samband

Mitt nafn


Mitt netfang


Fyrirspurn




Talan í myndinni hér að ofan er





X
Senda


Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda


Mitt nafn


Mitt netfang


Athugasemd / efni:





X
Fréttabréf

Nafn


Netfang




Fréttabréf í boði

Engin fréttabréf í boði.






Talan í myndinni hér að ofan er






X



Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn


Netfang


Blogg / Vefsíða


Athugasemd



Talan í myndinni hér að ofan er




Skrá athugasemd