Bakgrunnur








Velkomin(n) á
JonDan.is.

Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.

Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.

Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.

Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".

Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
mar.

30


2012
Stjórnmál
Þrjá kjörseðla, takk
Eftir örlög þingsályktunartillögunnar í gærkvöldi erum við aftur á byrjunarreit. Auðvitað kemur ekki til greina að hætta við þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá. Einfaldasta leiðin er sú, að boða til hennar í haust. Það kostar kannski 200 milljónir og þau fjárútlát má út af fyrir sig skrifa á þingflokk Sjálfstæðisflokksins.

Hins vegar má samþykkja tillögu Vigdísar Hauksdóttur um að þjóðaratkvæðagreiðslu sé hægt að ákveða með skemmri fyrirvara til að hún geti farið fram samhliða almennum kosningum. Tillagan hefur það til síns ágætis að vera skynsamleg.

Tvenn sjónarmið togast á varðandi það að kjósa um fleira en eitt í einu. Sumir óttast að málin tengist í hugum kjósenda, þótt óskyld séu, og það geti haft áhrif á niðurstöðuna. Aðrir telja hitt vega þyngra, að fleiri kjósendur mæti á kjörstað og niðurstöðurnar endurspegli vilja þjóðarinnar þess vegna betur. Sjálfur treysti ég mér ágætlega til að aðgreina einstök mál og kjósa um fleira en eitt í einu og af því leiðir einfaldlega, að ég treysti öllum öðrum kjósendum til þess líka.

Og þegar kjósendur hópast á kjörstað á annað borð, finnst mér tilvalið að leyfa þeim líka að taka afstöðu til þess, hvort aðildarviðræðum við Evrópusambandið skuli haldið áfram eða ekki.

Mér þykir ekki gerlegt að aðhyllast opið lýðræði í sumum málum en ekki öðrum. Í samfélaginu er uppi hávær krafa um slíka þjóðaratkvæðagreiðslu og mér finnst sjálfsagt að verða við henni. ESB-viðræðurnar eru líka í eins konar sjálfheldu svo lengi sem vilji meirihluta þjóðarinnar um framhaldið er fullkomlega óljós.

Sé meirihluti þjóðarinnar svo rækilega andsnúinn ESB-aðild að hann vilji ekki einu sinni ljúka viðræðum og skoða samninginn, þurfa stuðningsmenn aðildar ekki að ímynda sér að hægt verði að smokra sér fram hjá þeim þjóðarvilja í þingkosningunum eftir rúmt ár.

Á hinn bóginn gæti allt eins reynst meirihluti fyrir því að halda viðræðum áfram og slík niðurstaða styrkir þá aðildarferlið til muna. En hver sem vilji meirihlutans reynist, er eiginlega orðið nauðsynlegt að fá hann upp á borðið. Mér finnst bæði skynsamlegra og hreinlegra að það verði gert strax, en að bíða og þvæla þessu máli saman við Alþingiskosningar.

Ég vil sem sagt fá í hendurnar þrjá kjörseðla þann 30. júní.












X
Hafðu samband

Mitt nafn


Mitt netfang


Fyrirspurn




Talan í myndinni hér að ofan er





X
Senda


Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda


Mitt nafn


Mitt netfang


Athugasemd / efni:





X
Fréttabréf

Nafn


Netfang




Fréttabréf í boði

Engin fréttabréf í boði.






Talan í myndinni hér að ofan er






X



Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn


Netfang


Blogg / Vefsíða


Athugasemd



Talan í myndinni hér að ofan er




Skrá athugasemd