Bakgrunnur
Velkomin(n) á
JonDan.is
.
Notaðu gemsann
til að vafra
um vefinn.
Höfundur er meiraprófsbifreiðastjóri að mennt og á að baki glæsta framtíð í þeirri atvinnugrein.
Hann hefur ennfremur verið hákarlasjómaður, kennari, kokkur á togara, skólastjóri, svínafitubræðslumaður, blaðamaður, ritstjóri, sauðamaður, bókavörður, strætóbílstjóri, þýðandi, bóndi, framkvæmdastjóri, auglýsingasali, múrari og leigubílstjóri svo nokkuð sé nefnt.
Aðeins einu sinni hefur höfundinum borist atvinnuuppsögn. Hún var munnleg og með þriggja daga eftirvara.
Höfundurinn hefur nú loksins náð tilskildum aldri til að geta lokað ferilskránni með titlinum „Opinber starfsmaður án vinnuskyldu".
JonDan.is
Blogg
Greinasafn
Myndir
Hver er maðurinn
Fyrir mitt minni
Minningabrot
Af öðrum toga
Fjölskyldufréttir/Fami...
Jón Daníelsson
Gráskeggur úr Hrútafirði
sep.
03
2011
Almennt
Konurnar í Íslandssögunni
Nú er kvartað undan því að konur fái ekki nægilegan sess í námsefni í Íslandssögu fyrir grunnskóla. Meðal annars hefur
Eyjan
eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur að árið 2011 séu konur enn nær ósýnilegar í sögumbókum. Ingibjörg Sólrún tigreinir að í þessu námsefni séu 5 konur nefndar til sögu en 106 karlar.
Svo spyr hún: „Haldiði að það geti verið vegna þess að í gegnum aldirnar hafi konur verið svona miklu færri en karlar? Eða er það kannski vegna þess að þær hafi setið auðum höndum alla daga?“
Hin einfalda staðreynd er sú að réttindi kvenna eru nýtt fyrirbrigði, ekki bara í Íslandssögunni, heldur mannkynssögunni í heild. Sjálfur hef ég ekki lesið þetta námsefni, en fjöldi kvenna og karla þarf ekki að koma á óvart. Af þeirri einföldu ástæðu að konur voru í flestum tilvikum réttlausar með öllu og jafnvel meðhöndlaðar sem „eign“ fyrstu þúsund ár Íslandssögunnar, gátu þær ekki orðið gerendur sögunnar nema í undantekningartilvikum.
Það má næstum giska á hvaða 5 konur gætu verið nefndar, ef t.d um er að ræða söguöldina: Auður Djúpúðga, Guðrún Ósvífursdóttir, Hallgerður langbrók og Bergþóra Bergþórshvoli eru þær sem koma strax upp í hugann. En vissulega koma fleiri til álita og vafalaust mætti nefna mun fleiri. Á hinn bóginn mætti líka vafalaust nefna fleiri karla en 106.
Meginatriðið er að gerendur sögunnar voru langflestir karlar. Í þeim tiltölulega fáu tilvikum sem konum tókst að stíga fram á sviðið, er þeirra svo sannarlega getið í frásögum á borð við Íslendingasögur og Sturlungu. Mér þykir reyndar ekki ólíklegt höfundar þessa tíma hafi jafnvel gefið þeim meiri umfjöllun en ella, einmitt vegna þess hve sjaldgæft það var að kona léti að sér kveða, eða hefði yfirleitt aðstöðu til þess.
Það sem ég get hins vegar ímyndað mér að vanti í kennsluefnið, er umfjöllun um misrétti kynjanna. Þótt jafnrétti okkar tíma sé enn fjarri því að vera fullkomið, þykir það engu að síður nokkuð sjálfsagt. Einmitt þess vegna er nú meiri ástæða en nokkru sinni fyrr, til að gera grunnskólabörnum grein fyrir því að þannig hefur það ekki alltaf verið.
Einhvers staðar í þessari umræðu sá ég kvartað sérstaklega undan því að Hallveig Fróðadóttir skyldi ekki nefnd sem landnámskona í Reykjavík og gert jafnhátt undir höfði og eiginmanni hennar, Ingólfi Arnarsyni. Þá gleymist það, að samkvæmt þeirrar tíðar hugsunarhætti var Hallveig „bara“ eiginkona Ingólfs. Hún hefur væntanlega engu ráðið um Íslandsförina né landnámið. Hún var sem sé ekki gerandi sögunnar á sama hátt og hann.
Þeirri staðreynd verður ekki breytt með því að reyna að telja grunnskólabörnum trú um að hjónaband þeirra hafi verið á einhvers konar nútímalegum jafnréttisgrundvelli. Í slíku fælist þvert á móti nánast ákveðin sögufölsun.
Allt annað mál er svo það að í þessu nýja námsefni er sú gamla sögufölsun væntanlega enn í gangi að Ingólfur Arnarson hafi verið fyrsti (nafngreindi) landnámsmaðurinn. Það var hann alls ekki. Hann var fyrsti landnámsmaðurinn af höfðingjaættum – og það er allt annað mál.
Fyrsti nafngreindi landnámsmaðurinn hét Náttfari og nam land í Reykjadal. Það er sagnfræðingum mikil skömm að hann skuli enn ekki hafa öðlast sinn rétta sess í Íslandssögunni.
Til baka
Efst á síðu
Skrá athugasemd
Tweet
X
Hafðu samband
Mitt nafn
*
Mitt netfang
*
*
Fyrirspurn
*
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Senda
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Netfang móttakanda
Mitt nafn
Mitt netfang
Athugasemd / efni:
X
Fréttabréf
Nafn
Netfang
*
*
Skrá netfang
Afskrá netfang
Fréttabréf í boði
Engin fréttabréf í boði.
Talan í myndinni hér að ofan er
*
X
Nauðsynlegt er að fylla út reiti með feitletruðum titli.
Nafn
*
Netfang
Blogg / Vefsíða
Athugasemd
*
Talan í myndinni hér að ofan er
Skrá athugasemd